Innlent

Lagði hald á hundrað skammta af LSD

Hundrað skammtar af LSD fundust á farþega í fólksflutningabíl í Varmahlíð í Skagafirði í gærkvöldi. Farþeginn var á leið til Akureyrar og í tilkynningu frá lögreglunni þar segir að gera megi ráð fyrir því að efnið hafi átt að selja þar. Maðurinn var einnig með lítilræða af hvítum efnum, líklega kókaíni og amfetamíni.

Þrír lögreglumenn með fíkniefnahund hafa um helgina sinnt sérstöku fíkniefnaeftirliti á Akureyri. Samstarf þeirra við lögregluna á Sauðárkróki leiddi til þess að ákveðið var að leita á farþegum í fólksflutningabílnum.

Lögreglan á Sauðárkróki annast framhald málsins, sem telst annars upplýst



Fleiri fréttir

Sjá meira


×