Íslendingur vill gefa ókunnugum Pólverja annað nýra sitt 5. ágúst 2007 18:45 Íslenskur karlmaður vill gefa Pólverja annað nýra sitt en Pólverjinn fékk alvarlega sýkingu við störf sín hér á landi, sem leiddi til þess að bæði nýrun skemmdust og taka þurfti neðan af báðum fótum hans. Læknir á Landspítalanum segir þetta stórmerkileg tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur býðst til að gefa ókunnugum manni líffæri með þessum hætti. Íslendingurinn, sem er búsettur í litlu samfélagi úti á landi vill ekki láta nafn síns getið, en eftir að hann sá frétt um aðstæður Pólverjans Irek Gluchowksi á Stöð 2 í gær setti hann sig í samband við fréttastofuna og Runólf Pálsson, yfirlækni nýrnalækninga á Landspítalanum. Í samtali þeirra lýsti hann yfir vilja sínum til að gefa annað nýra sitt. Runólfur segir að málefni Pólverjans Ireks sé í hefðbundnum farvegi en hann hlaut alvarlegan skaða vegna blóðeitrunar fyrir tveimur árum. Hann sýktist eftir vinnu við hreinsun á sorpgámi. Tekið var að báðum fótum hans fyrir neðan hné en hann missti einnig alla heyrn á öðru eyranu og hann hefur slæma heyrn á hinu. Irek þarf að fara í nýrnavél á Landspítalanum þrisvar í viku og líf hans er allt úr skorðum sökum þess. Hann er upp í fjóra tíma í nýrnavélinni í hvert sinn. Íslendingurinn segist vilja gefa nýrað til að hjálpa Irek því aðstæður hans séu ömurlegar og að allar líkur séu á því að þeir geti báðir lifað góðu lífi með eitt heilbrigt nýra hvor. Magnús Böðvarsson nýrnasérfræðingur á Landspítalanum segir að hér sé um sögulegt atvik að ræða en svipuð tilvik hafi komið upp í nágrannalöndum okkar og í Bandaríkjunum. Það sé nýtt að maður stígi fram hérlendis og vilja gefa algerlega ókunnugum einstaklingi líffæri með þessum hætti. Aðgerðir þar sem nýru eru flutt úr lifandi gjöfum yfir í sjúklinga eru framkvæmdar hér á landi. Þær krefjast mikillar undirbúningsvinnu sem snýst ekki síst um að undirbúa líffæragjafann og tryggja að hans áhætta sé í algjöru lágmarki. Jafnframt er honum gerð grein fyrir þeim afleiðingum sem líffæragjöfin kann að hafa. Magnús segir að það sé langt ferli framundan sem skeri úr um hvort Íslendingnum sé unnt að gefa Irek annað nýrað sitt en líkur á að það gangi séu meir en þær voru áður með tilkomu nýrra og betri lyfja. Tengdar fréttir Missti báða fætur, vantar enn nýra Pólverji sem missti báða fætur og hlaut töluverðan skaða af vegna blóðeitrunar sem hann fékk við störf hér á landi fyrir tveimur árum þarf einnig á nýju nýra að halda eftir slysið. Hann þarf að fara í nýrnavél á Landspítalanum þrisvar í viku en segist þó ekki geta hugsað sér að snúa aftur til Póllands þar sem íslenska heilbrigðiskerfið hlúi mun betur að sjúklingum en í heimalandinu. 4. ágúst 2007 19:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Íslenskur karlmaður vill gefa Pólverja annað nýra sitt en Pólverjinn fékk alvarlega sýkingu við störf sín hér á landi, sem leiddi til þess að bæði nýrun skemmdust og taka þurfti neðan af báðum fótum hans. Læknir á Landspítalanum segir þetta stórmerkileg tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur býðst til að gefa ókunnugum manni líffæri með þessum hætti. Íslendingurinn, sem er búsettur í litlu samfélagi úti á landi vill ekki láta nafn síns getið, en eftir að hann sá frétt um aðstæður Pólverjans Irek Gluchowksi á Stöð 2 í gær setti hann sig í samband við fréttastofuna og Runólf Pálsson, yfirlækni nýrnalækninga á Landspítalanum. Í samtali þeirra lýsti hann yfir vilja sínum til að gefa annað nýra sitt. Runólfur segir að málefni Pólverjans Ireks sé í hefðbundnum farvegi en hann hlaut alvarlegan skaða vegna blóðeitrunar fyrir tveimur árum. Hann sýktist eftir vinnu við hreinsun á sorpgámi. Tekið var að báðum fótum hans fyrir neðan hné en hann missti einnig alla heyrn á öðru eyranu og hann hefur slæma heyrn á hinu. Irek þarf að fara í nýrnavél á Landspítalanum þrisvar í viku og líf hans er allt úr skorðum sökum þess. Hann er upp í fjóra tíma í nýrnavélinni í hvert sinn. Íslendingurinn segist vilja gefa nýrað til að hjálpa Irek því aðstæður hans séu ömurlegar og að allar líkur séu á því að þeir geti báðir lifað góðu lífi með eitt heilbrigt nýra hvor. Magnús Böðvarsson nýrnasérfræðingur á Landspítalanum segir að hér sé um sögulegt atvik að ræða en svipuð tilvik hafi komið upp í nágrannalöndum okkar og í Bandaríkjunum. Það sé nýtt að maður stígi fram hérlendis og vilja gefa algerlega ókunnugum einstaklingi líffæri með þessum hætti. Aðgerðir þar sem nýru eru flutt úr lifandi gjöfum yfir í sjúklinga eru framkvæmdar hér á landi. Þær krefjast mikillar undirbúningsvinnu sem snýst ekki síst um að undirbúa líffæragjafann og tryggja að hans áhætta sé í algjöru lágmarki. Jafnframt er honum gerð grein fyrir þeim afleiðingum sem líffæragjöfin kann að hafa. Magnús segir að það sé langt ferli framundan sem skeri úr um hvort Íslendingnum sé unnt að gefa Irek annað nýrað sitt en líkur á að það gangi séu meir en þær voru áður með tilkomu nýrra og betri lyfja.
Tengdar fréttir Missti báða fætur, vantar enn nýra Pólverji sem missti báða fætur og hlaut töluverðan skaða af vegna blóðeitrunar sem hann fékk við störf hér á landi fyrir tveimur árum þarf einnig á nýju nýra að halda eftir slysið. Hann þarf að fara í nýrnavél á Landspítalanum þrisvar í viku en segist þó ekki geta hugsað sér að snúa aftur til Póllands þar sem íslenska heilbrigðiskerfið hlúi mun betur að sjúklingum en í heimalandinu. 4. ágúst 2007 19:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Missti báða fætur, vantar enn nýra Pólverji sem missti báða fætur og hlaut töluverðan skaða af vegna blóðeitrunar sem hann fékk við störf hér á landi fyrir tveimur árum þarf einnig á nýju nýra að halda eftir slysið. Hann þarf að fara í nýrnavél á Landspítalanum þrisvar í viku en segist þó ekki geta hugsað sér að snúa aftur til Póllands þar sem íslenska heilbrigðiskerfið hlúi mun betur að sjúklingum en í heimalandinu. 4. ágúst 2007 19:26
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent