Innlent

Fjölmargir innipúkar í Reykjavík

Þrátt fyrir að fjöldi fólks flykkist út á land yfir verslunarmannahelgina eru töluvert margir sem halda sig í bænum því nær uppselt er á Innipúkahátíðina sem haldin er í sjötta sinn í miðbæ Reykjavíkur í kvöld.  Fjöldi hljómsveita og plötusnúða troða upp í þetta sinn á skemmtistaðnum Organ.

Skemmtistaðurinn Organ er á bakvið Gauk og stöng í miðbæ Reykjavíkur og var opnaður í gær. Sex hljómsveitir spila fyrir gesti hátíðarinnar í kvöld og sjö hljómsveitir troða upp annað kvöld.

Björn Kristjánsson einn skipuleggjenda Innipúkans segir nauðsynlegt að hugsa um þá sem ákveða að vera í bænum um verslunarmannahelgina.

Nær uppselt er á tónleikana í kvöld en miðar verða seldir við innganginn. Húsið opnar sjö og hefjast tónleikar klukkan átta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×