Innlent

Erill á Neistaflugi í nótt en mannlífið gott í dag og líka á Einni með öllu

Erill var hjá lögreglu á Neistaflugi í Neskaupstað í nótt vegna ölvunar, en í dag hefur verið góð stemmning á hátíðarsvæðinu og fjölskyldufólk notið skemmtunar. Sömu sögu er að segja af Akureyri, en lögreglan segir að allt hafi gengið að óskum.

Það hefur verið mikil og góð stemmning á Akureyri á hátíðinni Ein með öllu í dag en það var hryssingslegt veður nyrðra í nótt og fremur rólegt yfirbragð á mannlífinu. Lítið var um ýfingar og ósætti.

Það hefur verið mikil og góð stemmning á Akureyri á hátíðinni Ein með öllu í dag en það var hryssingslegt veður nyrðra í nótt og fremur rólegt yfirbragð á mannlífinu. Lítið var um ýfingar og ósætti.

Lögreglan hefur lagt mikinn þunga á fíkniefnaleit víða um land og lagt áherslu á að koma í veg fyrir neyslu á útihátíðunum. Aðgerðir hennar komu að öllum líkindum í veg fyrir að um hundrað skammtar af LSD kæmust til Akureyrar en lögreglumenn með fíkniefnahund leituðu í langferðabíl í Varmahlíð og gerðu þá efnin upptæk.

Fíkniefnahundur merkti við einn farþegann sem reyndist vera með lítilræði af ætluðu kókaíni og amfetamíni og hundrað skammta af ætluðu LSD falið í öðrum skó sínum.



Umferðarslys varð í Hörgárdal á sjötta tímanum í morgun er fólksbifreið á leið vestur fór út af veginum og valt.

Í bifreiðinni voru fimm ungmenni og slasaðist ökumaður talsvert og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Aðrir í bílnum sluppu með minniháttar meiðsl.

Þakið á bifreiðinni lagðist saman og allar rúður brotnuðu. Allir í bifreiðinni voru í bílbelti og hefur það án efa bjargað því að ekkí fór verr.

Góður andi hefur verið ríkjandi á Neistaflugi í dag en talsverður erill var í nótt hjá lögreglunni þar vegna mikillar ölvunar samkomugesta. Talsvert áfengi var tekið af unglingum á tjaldsvæði og í miðbænum.

Slagsmál brutust út á tjaldsvæði í Neskaupsstað, og víðs vegar um bæinn þegar líða tók á nóttina en þrír gistu fangageymslur af þeim sökum. Ein kæra hefur verið lögð fram vegna líkamsárásar.

Ekkert liggur fyrir hversu margir samkomugestir eru á Neistaflugi, en tilfinning lögreglu er að þeir séu eitthvað færri en oft áður. Fjölskyldufólk er í meirihluta í Neskaupsstað og hefur verið góð stemmning í bænum að sögn talsmanns Neistaflugs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×