Innlent

Ólafur Ragnar og Dorrit á Alheimsmóti skáta

Forsetafrúin fær aðstoð í svifbrautinni hjá Helga Jónssyni björgunarsveitamanni .
Forsetafrúin fær aðstoð í svifbrautinni hjá Helga Jónssyni björgunarsveitamanni .

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrú, Dorrit Mussaieff heimsóttu í gær íslenska þátttakendur á alheimsmóti skáta sem haldið er í Hyland Park í Essex-héraði í Bretlandi.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að skátahöfðingi Íslands Margrét Tómasdóttir hafi tekið á móti þeim ásamt Braga Björnssyni varaskátahöfðingja og fararstjóra íslenska hópsins.

Íslenskir skátar tóku vel á móti þeim hjónum og fóru þau víða um mótssvæðið m.a. komu þau í heimsókn á kynningasvæði Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Sigurgeir Guðmundsson tók á móti þeim hjónum á kynningasvæði félagsins. Forsetafrúnni var boðið í svifbraut sem sett hafði verið upp á svæðinu og stóðs hún ekki mátið. Uppátækið vakti mikla kátínu meðal viðstaddra og ekki síst meðal forsetafrúarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×