Innlent

Bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Um verslunarmannahelgina liðlega tvöfaldast mannfjöldinn í Vestmannaeyjum. Bærinn iðar af lífi og söngurinn er víða. Húsmóðirin á Túngötu tuttugu og eitt í Vestmannaeyjum, vílar ekki fyrir sér að bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu.

Heimatjöldin, það er hvítu tjöldin sem heimamenn í Vestmannaeyjum tjalda í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina, setja sterkan svip á þjóðhátíð. Þangað koma heimamenn margir hverjir nánast með alla búslóðina sína. Tjöldin eru mörg hver mjög heimilisleg þar sem myndir hafa verið hengdar upp og veisluföng reidd fram. Mikil stemming myndast oft í tjöldunum þar sem söngurinn fær að njóta sín.

Það er stemming víðar en í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Húsráðendur á Túngötunni hafa það fyrir sið að halda kjötsúpuveislu þessa helgi og hafa jafnan margir lagt leið sína þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×