Fleiri fréttir

Umferð minni en á venjulegum föstudegi

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð gengið vel í þeirra umdæmi í dag og straumur út úr bænum jafnvel verið minni nú í upphafi Verslunarmannahelgar en á venjulegum föstudegi. Svo virðist sem fólk með hjólhýsi og tjaldvagna hafi frekar lagt af stað úr höfuðborginni í gær þar sem spáin fyrir daginn í dag var ekki góð.

Ókeypis heróín handa dönskum fíklum?

Meirihluti danskra þingflokka vilja gera tilraun með að gefa langt leiddum heróínsjúklingum ókeypis heróín. Markmiðið er að draga úr ofneyslu, vændi og götuglæpum. Hugmyndin er að langt leiddir fíknefnaneytendur geti komið á sjúkrahús tvisvar til þrisvar í viku og fengið heróínskammt undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks.

Íþrótta- og æskulýðsþátttaka fólks af erlendum uppruna efld

Ungmennafélag íslands hefur ákveðið að stórefla íþrótta- og æskulýðsþátttöku fólks af erlendum uppruna sem búsett er á íslandi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins sem haldinn var á Höfn í Hornafirði í gær á 100 ára afmælisdegi hreyfingarinnar.

Bandarískur hermaður dæmdur í fimmtán ára fangelsi

Bandarískur hermaður, Lawrence G. Hutchins III, var í dag dæmdur í fimmtán ára fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Morðið var framið þegar bandarískir hermenn voru að leita að uppreisnarmanni í Írak.

Bush boðar til loftslagsráðstefnu

George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál. Ráðstefnan verður haldin í Washington í næsta mánuði og hefur Bush boðið Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu og fimmtán stærstu efnahagsríkjum heims á hana.

Um hundrað jarðskjálftar við Upptyppinga í dag.

Hátt í hundrað jarðskjálftar hafa mælst við Upptyppinga í dag, í skjálftahrinu sem enn stendur yfir. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst þar í þessari viku og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið. Þá er lögreglan á Húsavík og Seyðisfirði í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi.

Knútur í megrun

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og hefur ísbjörninn Knútur fengið að kynnast því. Þessi heimsfrægi ísbjörn hefur nú verið sendur í megrun.

Kampavínsklúbbnum Strawberries lokað

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur afturkallað rekstrarleyfi kampvínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu og hefur staðnum verið lokað.

Yfirfullum bát hvolfdi við strendur Sierra Leone

Að minnsta kosti 65 manns er saknað eftir að bát hvolfdi í stormi við strendur Sierra Leone aðfararnótt föstudags. Lögregla á svæðinu telur að um 85 manns hafi verið um borð en báturinn, sem flutti meðal annars hrísgrjón og pálmolíu, hafði ekki leyfi fyrir svo mörgum farþegum.

Belgíska lögreglan leitar manns vegna hvarfs Madeleine

Belgíska lögreglan hefur dreift teikningu af manni sem talinn er hafa verið í fylgd með Madeleine McCann á veitingastað í landinu á laugardag. Barnasálfræðingur taldi manninn og konu sem með honum var hegða sér grunsamlega og taldi stúlkubarn í fylgd þeirra líkjast Madeleine, sem leitað hefur verið að í þrjá mánuði.

Útlendingar leita réttar síns til Eflingar vegna vangoldinna launa

Yfir hundrað útlendingar hafa leitað til Eflingar vegna vangoldinna launa hjá verktakafyrirtækjum í byggingariðnaði síðustu þrjá mánuði. Um tveir þriðju þeirra sem leita til stéttarfélagsins vegna launakrafna eru útlendingar þrátt fyrir að þeir séu einungis lítill hluti félagsmanna.

Fjórðungur bandarískra brúa úreltur

Einn til viðbótar hefur fundist látinn eftir brúarslysið í Minneapolis-borg í Bandaríkjunum og er tala látinna þá komin í fimm. Það tók tuttugu björgunarmenn heilan dag að ná líkinu úr rústum brúarinnar. Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins er um fjórðungur bandarískra brúa talinn úreltur.

Þúsundir streyma á hátíðar

Þúsundir Íslendinga streyma nú á hátíðar sem haldnar eru víða um land um helgina. Straumurinn þetta árið virðist liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar. Umferðin hefur verið að þyngjast út úr höfuðborginni eftir því sem liðið hefur á daginn. Um fimm þúsund manns eru komnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Bandarísk hjón eignast sitt sautjánda barn

Hin bandaríska Michelle Duggar eignaðist í gær sitt sautjánda barn. Dóttirin Jennifer fæddist í Arkansas eina mínútu yfir tíu og gekk fæðingin hratt og vel fyrir sig. Hún hún tók ekki nema 30 mínútur enda móðirin í góðri æfingu. Hún hefur verið þunguð 11 ár af lífi sínu.

Málverk ranglega eignað Van Gogh

Málverk sem hefur alla tíð verið eignað listmálaranum Vincent van Gogh er alls ekki úr smiðju meistarans. Þrálegar skoðanir hollenskra sérfræðinga á verkinu leiddu til þessarar niðurstöðu. Ekki er vitað hver málaði.

Umferðarstofa biður bílstjóra að gæta vel að mótorhjólamönnum

Umferðarstofa vill benda bílstjórum á að gæta sérstaklega vel að mótorhjólamönnum í umferðinni um helgina. Mótorhjól sjást ekki eins vel og bíll. Þau eru smærri og sýnast oft fjær en raun ber vitni. Umferðarstofa brýnir fyrir ökumönnum að gá að minnsta kosti tvisvar áður en ekið er af stað á gatnamótum.

Vínbúðin í Vestmannaeyjum opin á laugardegi

Vínbúðin í Vestmannaeyjum er opin á morgun, laugardag í fyrsta skipti um verslunarmannahelgi. Þetta er nýmæli, því hingað til hefur hún lokað á hádegi á föstudegi að tilmælum frá Vestmannaeyjarbæ.

Það ætti að kalla þetta nauðgunarströndina

Enn einni sænskri stúlku hefur verið nauðgað á Sunny Beach í Búlgaríu. Barsmíðar, rán, nauðganir og jafnvel morð eru nánast daglegt brauð á þessari strönd, sem er mikið sótt af ungum Norrænum ferðamönnum. Illvirkjarnir nást aldrei. Norsk ferðaskrifstofa leyfir þeim sem vilja að breyta um áfangastað sér að kostnaðarlausu.

Rafmagn komið á í Skuggahverfi

Rafmagn er komið á í Skuggahverfi en bilun varð í háspennustreng hjá Orkuveitu Reykjavíkur klukkan 16.15 í dag. Bilunin orsakaði rafmagnsleysi í hluta Skuggahverfis en rafmagn komst aftur á um klukkan 17.

Unglingalandsmót UMFÍ sett í morgun

Keppni á 10. unglingalandsmóti UMFÍ hófst á Höfn í Hornafirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hefur veðrið verið ágætt í dag, þurrt og hægur vindur.

Fréttamaður laug í beinni útsendingu

Einn af stjörnufréttamönnum danska sjónvarpsins hefur orðið uppvís að því að ljúga í beinni útsendingu. Fréttastjóri hans segir málið mjög alvarlegt. Hann hefur veitt fréttamanninum skriflega áminningu og sent hann í þriggja mánaða launalaust frí. Fréttamaðurinn hefur viðurkennt sekt sína og segist harmi sleginn yfir heimsku sinni.

Tvö þúsund manns fljúga frá Reykjavík í dag

Flug hefur gengið vel það sem af er degi. Fimm ferðir hafa verið farnar til Vestmannaeyja, fimm á Akureyri, þrjár á Egilsstaði og tvær á Ísafjörð, segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.

Fimmtán ára gömul stúlka grunuð um morð

Fimmtán ára gömul stúlka frá Newcastle var handtekin í Bretlandi í dag, grunuð um að hafa stungið 18 ára gamla konu til bana. Atvikið varð í Wallsend, rétt fyrir miðnætti í gær. Maður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa einnig verið yfirheyrð vegna málsins og leitað er fleira fólks.

Engin ganga til heiðurs Hess

Æðsti dómstóll í Bæjaralandi hefur staðfest bann bæjarstjórnarinnar í smábænum Wunsiedel við því að farin verði minningarganga á dánardægri nazistaforingjans Rudolfs Hess. Hess var jarðsettur þar eftir að hann framdi sjálfsmorð 17. ágúst árið 1987. Hann hafði þá setið í stríðsglæpafangelsi bandamanna í Spandau í 46 ár.

Á 130 kílómetra hraða á Sæbraut

Tvítugur piltur var sviptur ökuleyfi í nótt eftir að bíll hans mældist á tæplega 130 kílómetra hraða á Sæbraut. Samkvæmt dagbók lögreglunnar hefur pilturinn áður komið við sögu hjá lögreglu vegna umferðarlagabrota.

Umferð gengur vel

Umferð hefur gengið vel það sem af er degi en þyngist eftir því sem líður á. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi gengið sinn vanagang og engin óhöpp komið upp á. Hið sama er að frétta af Selfossi. Þar gengur allt eðlilega. Lögreglan í Vestmannaeyjum segist hafa í nógu að snúast við umferðareftirlit og við að aðstoða Þjóðhátíðargesti í Herjólfsdal, en allt gangi samkvæmt áætlun.

Bjargað úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævinni

Marcelo Cruz bjargaðist giftusamlega úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævi sinni þegar Minneapolis brúin hrundi í vikunni. Fyrir sjö árum taldi lögreglan í Norður-Karolínu Cruz af eftir að hann hafði orðið fyrir skoti í vopnuðu ráni. Hann hélt lífi en lamaðist frá mitti.

Skjálfti að stærð 3,1 við Trölladyngju

Skjálfti upp á 3,1 mældist suður af Trölladyngju, Ódáðahrauni, klukkan níu mínútum yfir eitt í dag. Mikil skjálftavirkni er á nálægum slóðum en þessi skjálfti er ekki talinn tengjast þeim skjálftum sem hafa verið við Upptyppinga að undanförnu.

Ein af ráðgátum Titanic slyssins leyst

Ein af stærstu ráðgátum Titanic slyssins er nú loksins leyst. Búið er að bera kennsl á eins árs dreng sem fannst látinn á reki í sjónum sex dögum eftir að skipið sökk árið 1912. Hann var breskur, og hét Sidney Leslie Goodwin. Talið er að 1512 manns hafi farist með Titanic, en aldrei hefur tekist að negla niður ákveðna tölu.

Lögreglan á Akureyri leitar eftir Nissan jepplingi

Grár Nissan Extrail jepplingur með númerinu PO - 694 hvarf frá bílasölu Ingvars Helgasonar á Akureyri fyrir 2-3 vikum. Lögreglan á Akureyri biður þá sem gætu vitað hvar bíllinn er niðurkominn um að láta vita í síma 4647700.

Slasaðist eftir árekstur á Nýbýlavegi

Kona slasaðist þegar tveir bílar skullu saman á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í morgun. Kalla þurfti tækjabíl slökkviliðsins til að ná konunni úr bílnum og var hún flutt á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss.

Fjórtán hundruð ökumenn fá frítt í stæði

Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur.

Áframhaldandi skjálftavirkni við Upptyppinga

Ekkert lát er á skjálftavirkni við Upptyppinga og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið til að rannsaka það betur. Lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði eru í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi.

Þurfti að fljúga blindflug hluta af ferðinni

Indverji sem gerir tilraun til að setja heimsmet í hnattflugi á vélknúni fisi er nú staddur hér á landi. Hann flaug hingað til lands frá Grænlandi í gær við erfiðar aðstæður en mikil ísing myndaðist á vélinni og hann þurfti að fljúga blindflug hluta úr ferðinni.

Ítölsk mamma kvartar yfir „litla" stráknum sínum

Sikileysk móðir tók húslykilinn af syni sínum, skrúfaði fyrir vasapeningana hans og keyrði hann á lögreglustöð bæjarins þegar hann kom of seint heim eitt kvöldið. Þetta væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að „litli strákurinn" er á sjötugsaldri.

Rekstrarleyfi Strawberries afturkallað

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur afturkallað leyfi veitingastaðarins Strawberries í Lækjargötu 6 til reksturs þar sem starfsemin sem þar fór fram reyndist ekki samrýmast starfsleyfinu. Veitingastaðnum hefur því verið lokað.

Skyggni í Mississippi á aðeins 30 sentímetrar

Leit kafara að fórnarlömbum í rústum brúarinnar yfir Mississippi ána var í nótt frestað, vegna hættulegra aðstæðna. Skyggni í ánni nemur aðeins um þrjátíu sentímetrum. Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins er um fjórðungur bandarískra brúa talin úreltur.

Norska fjármálaeftirltið athugar að skoða eignarhlut Kaupþings i Storebrand

Norska fjármálaeftirlitið athugar að skoða hvort Kaupþing ráði yfir meiru í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand, en félagið hefur heimild fyrir. Hafi kaup fjármálafyrirtækisins Exista á bréfum norska félagsins verið gerð í samvinnu við Kaupþing er það brot á lögum. Stjórnarformaður Kaupþings segir svo ekki vera.

Sjá næstu 50 fréttir