Innlent

Þrír teknir grunaðir um ölvunarakstur

Þrír voru teknir grunaðir um ölvun í umdæmi lögreglunnar í Árnessýslu. Einn þeirra sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að stinga af um fimmleitið í morgun. Hann endaði för sína nálægt Flúðum, þegar hann beygði út af Hrunamannavegi yfir á malarveg, og rann út í skurð. Einn farþegi var í bílnum en sakaði hvorugan. Þeir sofa nú úr sér á lögreglustöðinni og verða yfirheyrðir í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×