Innlent

Björgólfur Thor ekki á meðal þeirra 20 tekjuhæstu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki á meðal 20 tekjuhæstu á Íslandi, þótt hann sé langríkasti Íslendingurinn
Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki á meðal 20 tekjuhæstu á Íslandi, þótt hann sé langríkasti Íslendingurinn Mynd/ Vilhelm Gunnarsson

Ríkasti Íslendingurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki á meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda á Íslandi. Eignir Björgólfs eru metnar vel á þriðja hundrað milljarða íslenskra króna.

Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs, segir ástæðuna vera þá að Björgólfur hafi ekki búið á Íslandi í 15 ár. Hann starfi í Lundúnum og 2/3 fjárfestinga hans séu erlendis. Ásgeir segir að einu launuðu störfin sem Björgólfur hafi á Íslandi séu vegna stjórnarformennsku í Actavis og Straumi-Burðarás, en fyrir þau fái hann greitt um kr. 900 þúsund á mánuði. Ásgeir tekur fram að fyrirtæki Björgólfs á Íslandi greiði skatt eins og lög geri ráð fyrir.

Það vekur einnig athygli að Ólafur Ólafsson í Samskipum, Sigurður Einarsson, stjórnarformaður og einn aðaleigenda Kaupþings banka, og Björk Guðmundsdóttir söngkona greiða ekki skatt á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×