Innlent

Snuðrurum boðið að skrifa í gestabók

Skattayfirvöld leggja í dag fram upplýsingar um skattgreiðslur allra Íslendinga. Ungir sjálfstæðismenn mótmæla þessum görningi nú sem endranær og hafa lagt fram gestabók hjá tollstjóranum í Tryggvagötu „og bjóða þeim, sem telja sig hafa ástæðu til þess að snuðra í upplýsingum um samborgara sína, tækifæri til þess að skrá nafn sitt og upplýsingar um hvaða gögn þeir hafa skoðað," eins og það er orðað í tilkynningu frá þeim. "Þeir sem telja eðlilegt að mega skoða slík gögn um náungann hljóta að fagna því ef annað eins gagnsæi ríkir um þeirra eigin gjörðir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×