Innlent

Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug

Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug yfir hálendinu í tenglsum við heræfinguna Norður-víkingur um miðjan ágúst. Umsóknin var komin til samgönguráðuneytisins í gær.

Þórir Ibsen, starfandi sviðssstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, segir að ekki verði sóst eftir varaheimild til lágflugs, og að ekkert lágflug verði því í tengslum við heræfinguna í ágúst.

Utanríkisráðuneytið sendi í síðustu viku inn umsókn til samgönguráðuneytisins um lágflug yfir hálendi landsins, sem varaáætlun fyrir flugæfingar sem gert er ráð fyrir að fari fram yfir sjó suðvestur af landinu. Staðfest var við Stöð 2 í gær að umsóknin væri komin til samgönguráðuneytisins.

Aðspurður hvort utanríkisráðuneytið hafi dregið umsóknina tilbaka vegna gagnrýni sem hefur komið fram, meðal annars frá aðilum í ferðaþjónustunni og hernaðarandstæðingum, segir Þórir: „Ef það er ekki vilji fyrir því, þá viljum við ekki hafa lágflug."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×