Innlent

Eiríkur K. Gissurarson er efsti nýliðinn á lista yfir hina ríku

Eiríkur Kristján Gissurarson er í fjórða sæti yfir gjaldahæstu menn í Reykjavík. Hann hefur ekki verið á þessum lista áður. Eiríkur greiðir rúmar 106 milljónir króna í opinber gjöld.

Eiríkur segir að hann hafi selt fyrirtækið Ísold um síðustu áramót. Gjöldin sem hann greiði nú séu því vegna fjármagnstekna sem hann fékk af sölunni. Eiríkur segir að Ísöld hafi verið stofnað 1992. Fyrirtækið framleiði hillurekka og stálinnréttingar.

Kaupandi var fyrirtækið Súlur ehf. sem er í eigu Unnars Hjaltasonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×