Fleiri fréttir Þarf að halda sig inni vikum saman Um tuttugu prósent ungmenna hér á landi þjást af mis alvarlegu grasfrjókornaofnæmi. Sumartíminn getur verið þeim afar erfiður. Í sumum tilfellum þarf fólk að halda sig inni svo vikum skiptir. 13.7.2007 19:02 Hæsti maður heims hittir minnsta mann heims Hæsti maður heims, Bao Sjísjún, hitti í dag minnsta mann í heimi, He Pingping. Hæðarmunurinn á þeim er einn meter og sextíu og þrír sentimetrar. Pingping hefur sótt um að komast í heimsmetabókina sem minnsti maður í heimi. 13.7.2007 19:00 Össur vill ekki að Geysir Green Energy nái ofurtökum á Hitaveitu Suðurnesja Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra vill ekki að Geysir Green Energy nái ofurtökum í Hitaveitu suðurnesja og hann er því mótfallinn að almenningsþjónusta verði að fullu einkavædd. 13.7.2007 18:58 Hæl- og ristarbrotnaði þegar hann fór út um glugga Nítján ára íslenskur karlmaður, sem var undir áhrifum ofskynjunarsveppa, hæl- og ristarbrotnaði á báðum fótum þegar hann fór út um glugga á annarri hæð hótels í Amsterdam. Ungi maðurinn er nú á sjúkrahúsi í Hollandi en faðir hans vonast til að hægt verði að flytja hann heim til Íslands um helgina. 13.7.2007 18:56 Hemmi Gunn vill skapa 25 ný störf í Dýrafirði Hermann Gunnarsson vill starfrækja sumarbúðir fyrir krakka á Núpi í Dýrafirði þar sem komið hefur til tals að setja niður olíuhreinisstöð. Bæjarstjórarnir á Ísafirði og í Bolungarvík eru mjög hlynntir hugmyndum Hermanns og vilja hrinda þeim í framkvæmd. 13.7.2007 18:56 Rio Tinto skilur eftir sig blóði drifna slóð Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir að fyrirtækið RIO Tinto hafi blóði drifna slóð að baki sér en fyrirtækið er að sameinast kanadíska álfélaginu Alcan sem stendur að rekstri álversins í Straumsvík. 13.7.2007 18:51 Árekstur á Vogavegi Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir árekstur við Vogaveg hjá Vogum á Vatnsleysuströnd um fjögurleytið í dag. Að sögn lögreglunnar rákust tveir bílar saman er þeir komu úr gagnstæðri átt. Ökumaður annars þeirra var fluttur með sjúkraflutningum til Reykjavíkur. Talið er að meiðsli hans séu minniháttar. 13.7.2007 18:43 Íranar hleypa eftirlitsmönnum inn í landið Íranar hafa samþykkt að leyfa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar að fylgjast með starfsemi og byggingu kjarnakljúfsins í Arak. 13.7.2007 18:30 Borgarstjóri segir R-listann hafa ákveðið byggingu öldrunaríbúða í Mörkinni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri segir að allar ákvarðanir um byggingu íbúða fyrir aldraða í Mörkinni hafi verið teknar af R-listanum. Hann segir að sér hafi fundist illa staðið að ákvörðunum um byggingu íbúðanna. 13.7.2007 18:24 Pia Kjærsgaard sýknuð af meiðyrðakæru Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins var í dag sýknuð af kæru um meiðyrði fyrir að hafa kallað danska múslimaklerka landráðamenn. Íslömsk trúarsamtök sem höfðuðu málið á hendur Kjærsgaard eru vonsvikin með dóminn. 13.7.2007 16:52 Conrad Black sekur Kviðdómur sakfelldi fyrrum fjölmiðlajöfurinn Conrad Black fyrir fjársvik og hindrun á framgangi réttvísinnar í dag. Kviðdómurinn hafði setið í ellefu daga þegar hann loks komst að niðurstöðu. Black var ákærður fyrir 13 brot og var fundinn sekur í fjórum þeirra. Á meðal ásakana var að hann hefði stolið nærri þremur komma sex milljörðum íslenskra króna frá hluthöfum Hollinger samsteypunnar. 13.7.2007 16:12 Naust Íslendings reist með Smithsonian í Reykjanesbæ Samningur um að reisa skála yfir víkingaskipið Íslending var undirritaður í Reykjanesbæ í dag. Samningnurinn milli Íslendings ehf og Spangar ehf tekur til smíði skálans yfir skipið og sýningar því tengdu, m.a. í samstarfi við Smithsonian safnið. Skálinn er sagður verða hinn glæsilegasti. Kostnaðaráætlun er rúmlega 240 milljónir króna. 13.7.2007 16:02 Óforskammaðir piltar fjarlægðu hraðahindrun Á vef lögreglunnar kemur fram að tveir hafi fjarlægt hraðahindrun í í Mosfellsbæ í nótt. Til þeirra sást og hafði lögreglan hendur í hári þeirra skömmu síðar. Piltarnir báru því við að vinir þeirra hefðu skemmt bílana sína á þessari hindrun og því ákváðu þeir að taka lögin í sínar hendur. 13.7.2007 14:49 Deila um forræðið á níræðisaldri Hjón á níræðisaldri berjast nú fyrir forræði yfir fimm ára ofvirku barnabarni sínu fyrir rétti í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Barnaverndaryfirvöld tóku drenginn af þeim í júní og komu honum fyrir í tímabundinni vistun hjá fósturfjölskyldu þar sem hjónin þóttu of gömul til að ala hann upp. 13.7.2007 14:48 Herpes gegn krabbameini Ein tegund herpesveirunnar sem vísindamenn hafa þróað gæti reynst vel í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sem kynnt var á læknaráðstefnu í Lugano í Sviss gefur til kynna að veiran eyði krabbameinsfrumum. 13.7.2007 14:35 Úthlutun lóða í Úlfársdal staðfest í borgarráði Borgarráð samþykkti í gær úthlutun lóða í Úlfársdal. Á fundinum var lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 3. júlí, þar sem lögð er til úthlutun á byggingarrétti fyrir 4 fjölbýlishús, 11 raðhús, 27 parhús og 65 einbýlishús í Úlfarsárdal. Samtals eru þetta 107 lóðir og 380 íbúðir. 13.7.2007 14:34 Móðir og börn finnast látin í Manchester Lík ungrar konu og tveggja barna hennar á unglingsaldri fundust heimili þeirra í Fallowfield í Manchester í gær. Þau voru öll með mikla höfuðáverka. Líkin eru talin vera af Beverly Samuels, 35 ára konu, Keshu, 18 ára dóttur hennar og Fred, 13 ára syni. Kesha Wizzart var þekkt fyrir þáttöku sína í hæfileikakeppni á ITV sjónvarpsstöðinni. Lögregla sagði að látin væru rannsökuð sem morðmál. 13.7.2007 13:44 Markvörður í lögregluyfirheyrslu í hálfleik Beitir Ólafsson, fyrirliði og markvörður 3. deildarliðsins Ýmir, var í sviðsljósinu í Fagralundi í gær. Í fyrri hálfleik varði hann vítaspyrnu eftir að hafa lent í samstuði við leikmann KB. Við samstuðið rotaðist leikmaður KB og þurfti að fara á brott með sjúkrabíl. Í hálfleik var svo lögreglan mætt á svæðið og yfirheyrði Beiti vegna atviksins. Eftir yfirheyrslur hélt leikurinn áfram og Beitir stóð sem áður í marki Ýmismanna. 13.7.2007 13:41 Þriggja ára dreng rænt í Nígeríu Nígerískir mannræningjar hafa krafist tíu milljóna Naíra, eða tæpra fimm milljón króna lausnargjalds fyrir þriggja ára dreng sem þeir rændu á leið í skóla í borginni Port Harcourt við ósa Níger-árinnar. Ættingjar barnsins greyndu frá þessu í dag. Einungis eru fjórir dagar síðan mannræningjar á svipuðum slóðum slepptu þriggja ára breskri stúlku sem þeir höfðu haldið frá því fimmta júlí. 13.7.2007 13:19 Slasaður eftir stökk af hótelsvölum í sveppavímu 19 ára gamall íslenskur ferðamaður brotnaði á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi, þegar hann stökk fram af svölum af annarri hæð hótels undir áhrifum ferskra ofskynjunarsveppa. Pilturinn er með gifs á báðum fótum. 13.7.2007 13:18 Vill að ríkið hætti við sölu á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja Málefni Hitaveitu Suðurnesja hefur ekki fengið lýðræðislega meðferð hvorki af hálfu Alþingis eða viðkomandi sveitarfélaga að mati Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna. Hann segir það aldrei hafa staðið til að Hitaveita Suðurnesja yrði einkavædd þegar málið kom til kasta Alþingis á sínum tíma og krefst þess að ríkið hætti við sölu hlutar síns í hitaveitunni. 13.7.2007 13:01 Myrti börn sín og yfirmann Franskur herlögreglumaður myrti tvo syni sína og yfirmann áður en hann skaut sjálfan sig herbúðum í bænum Malakoff suður af París í dag. Drengirnir voru að sögn lögreglu um ellefu ára gamlir. Maðurinn var meðlimur í gendarmerie hersveitunum, sem sinna lögggæslu í sveitum og smábæjum í Frakklandi. Þetta er annar fjölskylduharmleikurinn á stuttum tíma í Frakklandi en fyrr í vikunni viðurkenndi 37 ára gamall maður í Suður-Frakklandi að hafa drekkt þremur börnum sínum í baðkari á heimili sínu. 13.7.2007 12:44 Samstarf til að auka notkun korta Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samkomulag um aukið samstarf til að auka notkun korta og annarra landupplýsinga. Samkomulagið var undirritað í dag. 13.7.2007 12:17 Séra Hjálmar eini umsækandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, var eini umsækjandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls í Reykjavíkuprófastdæmi vestra. Umsóknarfrestur rann út 10. júlí síðastliðinn en það kirkjumálaráðherra sem veitir embættið að fenginni umsögn valnefndar. Embættið er veitt frá 1. október næstkomandi. 13.7.2007 12:10 Fljúgandi asparfræ áberandi víða á landinu Siðustu daga hafa fljúgandi asparfræ verið áberandi víða á landinu. Nú er grasfrjókornatímabilið hálfnað, en það hófst óvenju snemma í ár. Í júní var magn frjókorna í lofti einnig óvenjumikið suma daga. Mikill erill er hjá ofnæmislæknum og er fjöldi sjúklinga mjög illa haldinn. Yfirgnæfandi hluti þeirra er með grasfrjókornaofnæmi. 13.7.2007 12:05 Breski herinn sakaður um að sleppa skrímslum í Basra Breski herinn í Basra í Írak liggur nú undir ámæli fyrir að standa fyrir plágu af risavöxnum mannýgum greifingjum þar í borg. Undanfarnar vikur hafa sögusagnir geisað um að risavaxin loðin skrímsli gangi um úthverfi borgarinnar og ráðist jafnt á búfénað og menn. 13.7.2007 11:59 Hornhimnubanka komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms Svokölluðum hornhimnubanka verður komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms. Þannig munu íslendingar eiga meiri möguleika en áður á að fá betri sjón. 13.7.2007 11:57 Góð veiði í Elliðaánum Alls veiddust 23 laxar í Elliðaánum í gær þrátt fyrir óhagstætt veðurfar. Fiskurinn þykir fallegur og vel haldinn. 13.7.2007 11:45 Jón Steinar myndi fagna opinberri rannsókn á upphafi Baugsmálsins Í viðtali sem birtist við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í Viðskiptablaðinu í dag, segist hann telja eðlilegt ef gerð yrði opinber rannsókn á upphafi Baugsmálsins. Hann segist ekki vilja leggja mat á hvort lagaheimildir fyrir slíkri rannsókn séu fyrir hendi. „Persónulega myndi ég þó fagna því," sagði Jón Steinar í viðtalinu. 13.7.2007 11:09 Ísland þarfnast ekki Rio Tinto Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir reynslu íslenskra stjórnvalda af fyrirtækinu Rio Tinto ekki góða og telur að Ísland þarfnist ekki fyrirtækisins. Þá segist hann vera vitandi um það slæma orðspor sem fyrirtækið hefur meðal umhverfissina og það hjálpi ekki til með að skapa sátt um náttúruvernd á Íslandi. 13.7.2007 11:05 Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi Enn er varað við skemmdum á klæðningu á 1,5 km kafla á Þingvallavegi, við Grafningsvegamót. Bifhjólamenn eru sérstaklega varaðir við skemmdunum og er hraði takmarkaður við 50 km. Einnig eru vegfarendur beðnir um að sýna varúð við akstur um hálendið, sérstaklega við óbrúaðar ár. 13.7.2007 10:34 Mótmæla sölu lúxusíbúða á kostnað aldraðra Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur snúið frá yfirlýstri stefnu sinni að auka þjónustuíbúðir fyrir aldraða að mati fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borgarstjórn. Þeir mótmæla því harðlega að selja megi íbúðir í Mörkinni til annarra en aldraðra. 13.7.2007 10:09 Fyrsta BMW kraftmílan háð á morgun Farið verður í fyrstu BMW kraftmíluna á kvartmílubrautinni í Kaplahrauni, laugardaginn 14 júlí næstkomandi. Slík kraftmíla hefur ekki verið háð hér á landi áður, og þarna er markmiðið að mynda öruggan og löglegan vettvang fyrir unga ökuþóra. 13.7.2007 10:02 Matvæli dýrust á Íslandi samkvæmt evrópskri könnun Verð á matvælum, áfengi og tóbaki er 61 prósent hærra á Íslandi en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópskrar könnunar. Verð var næst hæst í Noregi þar sem það mældist 56 prósent yfir meðaltali. Sé skattalækkunin í mars tekin inn í dæmið er verð engu að síður hæst á Íslandi samkvæmt Hagstofunni. 13.7.2007 09:43 Vilja stöðva morð á stúlkubörnum Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að skrá allar þunganir þar í landi til að koma í veg fyrir að foreldrar myrði stúlkubörn. Hjá fátækum fjölskyldum þykir ekki eftirsóknarvert að eignast stúlku þar sem þær þykja byrði á fjölskyldunni og ekki eins góðar fyrirvinnur og strákar. Talið er að allt 10 milljónir stúlkubarna hafi verið myrt á Indlandi á síðastliðnum áratug. 13.7.2007 08:48 Þarf að efla öryggi á Kastrup flugvelli Öryggisnefnd flugmála í Danmörku segja að það þurfi að yfirfara og efla allt öryggi á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn til þess að koma í veg fyrir slys eða hættuástand. 13.7.2007 08:16 Draga til baka beiðni um framlengt gæsluvarðhald Lögregluyfirvöld í Ástralíu og Bretlandi hafa dregið til baka beiðni um framlengt gæsluvarðhald yfir indverska lækninum Mohamed Haneef. Hann hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í ellefu daga en Mohamed er grunaður um að aðild að sprengjuárásunum í London og Glasgow í lok síðasta mánaðar. 13.7.2007 08:09 Fulltrúadeild Bandaríkjaþings vill herinn heim fyrir apríl Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lög þess efnis að herlið Bandaríkjanna hverfi frá Írak fyrir apríl á næsta ári. Lögin gera ráð fyrir því að varnarmálaráðuneytið byrji að kalla herliðið til baka eftir fjóra mánuði. 12.7.2007 23:30 Segjast hafa verið narraðar til verksins Bresku stúlkurnar sem voru ákærðar í Ghana fyrir tilraun til að smygla kokaíni að verðmæti 37 milljónir íslenskra króna til Englands segja að þær hafi verið narraðar til verknaðarins. 12.7.2007 22:09 Eyþing hefur áhyggjur af atvinnulífi á svæðinu Stjórn Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hefur áhyggjur af þróun atvinnulífs á svæðinu eftir að tilkynnt var um niðurskurð í aflaheimildum á þorski. Stjórnin vill að gripið verði strax til raunhæfra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda. 12.7.2007 20:30 Sláttuvélar menga Nýjasta tískuorðið á Íslandi er kolefnisjöfnun og er enginn maður með mönnum nema hann hafi kolefnisjafnað bílinn sinn, sumarfríið sitt og jafnvel sjálfan sig. En það er fleira en bílar og flugferðir sem menga því ein sláttuvél getur mengað á við 40-70 bíla. 12.7.2007 20:19 Laugavegshlaupið á laugardag Laugavegshlaupið verður haldið á laugardaginn kemur og hefst kl. 9. Tæplega 140 keppendur frá 14 löndum eru skráðir þátttakendur þar af 94 Íslendingar. Þetta er næst fjölmennasta hlaupið frá upphafi. Hlaupaleiðin frá Landmannalaugum í Þórsmörk er um 55 km. Stígur er alla leiðina þar sem undirlag er sandur, möl, gras, snjór, ís eða ýmis vöð á vatnsföllum. 12.7.2007 20:17 Ekkert óeðlilegt við ástandið í Austurstræti Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir ekkert óeðlilegt við að enn séu spýtnabrak og hálffullar áfengisflöskur í húsunum sem brunnu við Austurstræti fyrir heilum þremur mánuðum. 12.7.2007 20:04 Óttast að rækjuvinnsla leggist af Aðeins fjórar til fimm rækjuverksmiðjur verða starfandi í landinu eftir að Rammi á Siglufirði hættir starfsemi í haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins óttast að rækjuvinnsla á Íslandi leggist af á næstu árum. Fólkið sem missti vinnuna í gær er í miklu áfalli að sögn formanns verkalýðsfélagsins Vöku. 12.7.2007 19:40 Geysir Green eignast þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja Búið er að semja um eignaskiptingu Hitaveitu Suðurnesja og mun Geysir Green Energy eignast þriðjung. Minnihlutinn í Reykjanesbæ fordæmir að Suðurnesjamenn séu gerðir að tilraunadýrum í einkavæðingu orkufyrirtækja og telur að bæjarfélagið sé að verða ofurselt Glitni, kjölfestueiganda Geysis Green. 12.7.2007 19:38 Sjá næstu 50 fréttir
Þarf að halda sig inni vikum saman Um tuttugu prósent ungmenna hér á landi þjást af mis alvarlegu grasfrjókornaofnæmi. Sumartíminn getur verið þeim afar erfiður. Í sumum tilfellum þarf fólk að halda sig inni svo vikum skiptir. 13.7.2007 19:02
Hæsti maður heims hittir minnsta mann heims Hæsti maður heims, Bao Sjísjún, hitti í dag minnsta mann í heimi, He Pingping. Hæðarmunurinn á þeim er einn meter og sextíu og þrír sentimetrar. Pingping hefur sótt um að komast í heimsmetabókina sem minnsti maður í heimi. 13.7.2007 19:00
Össur vill ekki að Geysir Green Energy nái ofurtökum á Hitaveitu Suðurnesja Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra vill ekki að Geysir Green Energy nái ofurtökum í Hitaveitu suðurnesja og hann er því mótfallinn að almenningsþjónusta verði að fullu einkavædd. 13.7.2007 18:58
Hæl- og ristarbrotnaði þegar hann fór út um glugga Nítján ára íslenskur karlmaður, sem var undir áhrifum ofskynjunarsveppa, hæl- og ristarbrotnaði á báðum fótum þegar hann fór út um glugga á annarri hæð hótels í Amsterdam. Ungi maðurinn er nú á sjúkrahúsi í Hollandi en faðir hans vonast til að hægt verði að flytja hann heim til Íslands um helgina. 13.7.2007 18:56
Hemmi Gunn vill skapa 25 ný störf í Dýrafirði Hermann Gunnarsson vill starfrækja sumarbúðir fyrir krakka á Núpi í Dýrafirði þar sem komið hefur til tals að setja niður olíuhreinisstöð. Bæjarstjórarnir á Ísafirði og í Bolungarvík eru mjög hlynntir hugmyndum Hermanns og vilja hrinda þeim í framkvæmd. 13.7.2007 18:56
Rio Tinto skilur eftir sig blóði drifna slóð Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir að fyrirtækið RIO Tinto hafi blóði drifna slóð að baki sér en fyrirtækið er að sameinast kanadíska álfélaginu Alcan sem stendur að rekstri álversins í Straumsvík. 13.7.2007 18:51
Árekstur á Vogavegi Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir árekstur við Vogaveg hjá Vogum á Vatnsleysuströnd um fjögurleytið í dag. Að sögn lögreglunnar rákust tveir bílar saman er þeir komu úr gagnstæðri átt. Ökumaður annars þeirra var fluttur með sjúkraflutningum til Reykjavíkur. Talið er að meiðsli hans séu minniháttar. 13.7.2007 18:43
Íranar hleypa eftirlitsmönnum inn í landið Íranar hafa samþykkt að leyfa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar að fylgjast með starfsemi og byggingu kjarnakljúfsins í Arak. 13.7.2007 18:30
Borgarstjóri segir R-listann hafa ákveðið byggingu öldrunaríbúða í Mörkinni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri segir að allar ákvarðanir um byggingu íbúða fyrir aldraða í Mörkinni hafi verið teknar af R-listanum. Hann segir að sér hafi fundist illa staðið að ákvörðunum um byggingu íbúðanna. 13.7.2007 18:24
Pia Kjærsgaard sýknuð af meiðyrðakæru Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins var í dag sýknuð af kæru um meiðyrði fyrir að hafa kallað danska múslimaklerka landráðamenn. Íslömsk trúarsamtök sem höfðuðu málið á hendur Kjærsgaard eru vonsvikin með dóminn. 13.7.2007 16:52
Conrad Black sekur Kviðdómur sakfelldi fyrrum fjölmiðlajöfurinn Conrad Black fyrir fjársvik og hindrun á framgangi réttvísinnar í dag. Kviðdómurinn hafði setið í ellefu daga þegar hann loks komst að niðurstöðu. Black var ákærður fyrir 13 brot og var fundinn sekur í fjórum þeirra. Á meðal ásakana var að hann hefði stolið nærri þremur komma sex milljörðum íslenskra króna frá hluthöfum Hollinger samsteypunnar. 13.7.2007 16:12
Naust Íslendings reist með Smithsonian í Reykjanesbæ Samningur um að reisa skála yfir víkingaskipið Íslending var undirritaður í Reykjanesbæ í dag. Samningnurinn milli Íslendings ehf og Spangar ehf tekur til smíði skálans yfir skipið og sýningar því tengdu, m.a. í samstarfi við Smithsonian safnið. Skálinn er sagður verða hinn glæsilegasti. Kostnaðaráætlun er rúmlega 240 milljónir króna. 13.7.2007 16:02
Óforskammaðir piltar fjarlægðu hraðahindrun Á vef lögreglunnar kemur fram að tveir hafi fjarlægt hraðahindrun í í Mosfellsbæ í nótt. Til þeirra sást og hafði lögreglan hendur í hári þeirra skömmu síðar. Piltarnir báru því við að vinir þeirra hefðu skemmt bílana sína á þessari hindrun og því ákváðu þeir að taka lögin í sínar hendur. 13.7.2007 14:49
Deila um forræðið á níræðisaldri Hjón á níræðisaldri berjast nú fyrir forræði yfir fimm ára ofvirku barnabarni sínu fyrir rétti í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Barnaverndaryfirvöld tóku drenginn af þeim í júní og komu honum fyrir í tímabundinni vistun hjá fósturfjölskyldu þar sem hjónin þóttu of gömul til að ala hann upp. 13.7.2007 14:48
Herpes gegn krabbameini Ein tegund herpesveirunnar sem vísindamenn hafa þróað gæti reynst vel í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sem kynnt var á læknaráðstefnu í Lugano í Sviss gefur til kynna að veiran eyði krabbameinsfrumum. 13.7.2007 14:35
Úthlutun lóða í Úlfársdal staðfest í borgarráði Borgarráð samþykkti í gær úthlutun lóða í Úlfársdal. Á fundinum var lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 3. júlí, þar sem lögð er til úthlutun á byggingarrétti fyrir 4 fjölbýlishús, 11 raðhús, 27 parhús og 65 einbýlishús í Úlfarsárdal. Samtals eru þetta 107 lóðir og 380 íbúðir. 13.7.2007 14:34
Móðir og börn finnast látin í Manchester Lík ungrar konu og tveggja barna hennar á unglingsaldri fundust heimili þeirra í Fallowfield í Manchester í gær. Þau voru öll með mikla höfuðáverka. Líkin eru talin vera af Beverly Samuels, 35 ára konu, Keshu, 18 ára dóttur hennar og Fred, 13 ára syni. Kesha Wizzart var þekkt fyrir þáttöku sína í hæfileikakeppni á ITV sjónvarpsstöðinni. Lögregla sagði að látin væru rannsökuð sem morðmál. 13.7.2007 13:44
Markvörður í lögregluyfirheyrslu í hálfleik Beitir Ólafsson, fyrirliði og markvörður 3. deildarliðsins Ýmir, var í sviðsljósinu í Fagralundi í gær. Í fyrri hálfleik varði hann vítaspyrnu eftir að hafa lent í samstuði við leikmann KB. Við samstuðið rotaðist leikmaður KB og þurfti að fara á brott með sjúkrabíl. Í hálfleik var svo lögreglan mætt á svæðið og yfirheyrði Beiti vegna atviksins. Eftir yfirheyrslur hélt leikurinn áfram og Beitir stóð sem áður í marki Ýmismanna. 13.7.2007 13:41
Þriggja ára dreng rænt í Nígeríu Nígerískir mannræningjar hafa krafist tíu milljóna Naíra, eða tæpra fimm milljón króna lausnargjalds fyrir þriggja ára dreng sem þeir rændu á leið í skóla í borginni Port Harcourt við ósa Níger-árinnar. Ættingjar barnsins greyndu frá þessu í dag. Einungis eru fjórir dagar síðan mannræningjar á svipuðum slóðum slepptu þriggja ára breskri stúlku sem þeir höfðu haldið frá því fimmta júlí. 13.7.2007 13:19
Slasaður eftir stökk af hótelsvölum í sveppavímu 19 ára gamall íslenskur ferðamaður brotnaði á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi, þegar hann stökk fram af svölum af annarri hæð hótels undir áhrifum ferskra ofskynjunarsveppa. Pilturinn er með gifs á báðum fótum. 13.7.2007 13:18
Vill að ríkið hætti við sölu á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja Málefni Hitaveitu Suðurnesja hefur ekki fengið lýðræðislega meðferð hvorki af hálfu Alþingis eða viðkomandi sveitarfélaga að mati Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna. Hann segir það aldrei hafa staðið til að Hitaveita Suðurnesja yrði einkavædd þegar málið kom til kasta Alþingis á sínum tíma og krefst þess að ríkið hætti við sölu hlutar síns í hitaveitunni. 13.7.2007 13:01
Myrti börn sín og yfirmann Franskur herlögreglumaður myrti tvo syni sína og yfirmann áður en hann skaut sjálfan sig herbúðum í bænum Malakoff suður af París í dag. Drengirnir voru að sögn lögreglu um ellefu ára gamlir. Maðurinn var meðlimur í gendarmerie hersveitunum, sem sinna lögggæslu í sveitum og smábæjum í Frakklandi. Þetta er annar fjölskylduharmleikurinn á stuttum tíma í Frakklandi en fyrr í vikunni viðurkenndi 37 ára gamall maður í Suður-Frakklandi að hafa drekkt þremur börnum sínum í baðkari á heimili sínu. 13.7.2007 12:44
Samstarf til að auka notkun korta Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samkomulag um aukið samstarf til að auka notkun korta og annarra landupplýsinga. Samkomulagið var undirritað í dag. 13.7.2007 12:17
Séra Hjálmar eini umsækandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, var eini umsækjandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls í Reykjavíkuprófastdæmi vestra. Umsóknarfrestur rann út 10. júlí síðastliðinn en það kirkjumálaráðherra sem veitir embættið að fenginni umsögn valnefndar. Embættið er veitt frá 1. október næstkomandi. 13.7.2007 12:10
Fljúgandi asparfræ áberandi víða á landinu Siðustu daga hafa fljúgandi asparfræ verið áberandi víða á landinu. Nú er grasfrjókornatímabilið hálfnað, en það hófst óvenju snemma í ár. Í júní var magn frjókorna í lofti einnig óvenjumikið suma daga. Mikill erill er hjá ofnæmislæknum og er fjöldi sjúklinga mjög illa haldinn. Yfirgnæfandi hluti þeirra er með grasfrjókornaofnæmi. 13.7.2007 12:05
Breski herinn sakaður um að sleppa skrímslum í Basra Breski herinn í Basra í Írak liggur nú undir ámæli fyrir að standa fyrir plágu af risavöxnum mannýgum greifingjum þar í borg. Undanfarnar vikur hafa sögusagnir geisað um að risavaxin loðin skrímsli gangi um úthverfi borgarinnar og ráðist jafnt á búfénað og menn. 13.7.2007 11:59
Hornhimnubanka komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms Svokölluðum hornhimnubanka verður komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms. Þannig munu íslendingar eiga meiri möguleika en áður á að fá betri sjón. 13.7.2007 11:57
Góð veiði í Elliðaánum Alls veiddust 23 laxar í Elliðaánum í gær þrátt fyrir óhagstætt veðurfar. Fiskurinn þykir fallegur og vel haldinn. 13.7.2007 11:45
Jón Steinar myndi fagna opinberri rannsókn á upphafi Baugsmálsins Í viðtali sem birtist við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í Viðskiptablaðinu í dag, segist hann telja eðlilegt ef gerð yrði opinber rannsókn á upphafi Baugsmálsins. Hann segist ekki vilja leggja mat á hvort lagaheimildir fyrir slíkri rannsókn séu fyrir hendi. „Persónulega myndi ég þó fagna því," sagði Jón Steinar í viðtalinu. 13.7.2007 11:09
Ísland þarfnast ekki Rio Tinto Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir reynslu íslenskra stjórnvalda af fyrirtækinu Rio Tinto ekki góða og telur að Ísland þarfnist ekki fyrirtækisins. Þá segist hann vera vitandi um það slæma orðspor sem fyrirtækið hefur meðal umhverfissina og það hjálpi ekki til með að skapa sátt um náttúruvernd á Íslandi. 13.7.2007 11:05
Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi Enn er varað við skemmdum á klæðningu á 1,5 km kafla á Þingvallavegi, við Grafningsvegamót. Bifhjólamenn eru sérstaklega varaðir við skemmdunum og er hraði takmarkaður við 50 km. Einnig eru vegfarendur beðnir um að sýna varúð við akstur um hálendið, sérstaklega við óbrúaðar ár. 13.7.2007 10:34
Mótmæla sölu lúxusíbúða á kostnað aldraðra Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur snúið frá yfirlýstri stefnu sinni að auka þjónustuíbúðir fyrir aldraða að mati fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borgarstjórn. Þeir mótmæla því harðlega að selja megi íbúðir í Mörkinni til annarra en aldraðra. 13.7.2007 10:09
Fyrsta BMW kraftmílan háð á morgun Farið verður í fyrstu BMW kraftmíluna á kvartmílubrautinni í Kaplahrauni, laugardaginn 14 júlí næstkomandi. Slík kraftmíla hefur ekki verið háð hér á landi áður, og þarna er markmiðið að mynda öruggan og löglegan vettvang fyrir unga ökuþóra. 13.7.2007 10:02
Matvæli dýrust á Íslandi samkvæmt evrópskri könnun Verð á matvælum, áfengi og tóbaki er 61 prósent hærra á Íslandi en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópskrar könnunar. Verð var næst hæst í Noregi þar sem það mældist 56 prósent yfir meðaltali. Sé skattalækkunin í mars tekin inn í dæmið er verð engu að síður hæst á Íslandi samkvæmt Hagstofunni. 13.7.2007 09:43
Vilja stöðva morð á stúlkubörnum Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að skrá allar þunganir þar í landi til að koma í veg fyrir að foreldrar myrði stúlkubörn. Hjá fátækum fjölskyldum þykir ekki eftirsóknarvert að eignast stúlku þar sem þær þykja byrði á fjölskyldunni og ekki eins góðar fyrirvinnur og strákar. Talið er að allt 10 milljónir stúlkubarna hafi verið myrt á Indlandi á síðastliðnum áratug. 13.7.2007 08:48
Þarf að efla öryggi á Kastrup flugvelli Öryggisnefnd flugmála í Danmörku segja að það þurfi að yfirfara og efla allt öryggi á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn til þess að koma í veg fyrir slys eða hættuástand. 13.7.2007 08:16
Draga til baka beiðni um framlengt gæsluvarðhald Lögregluyfirvöld í Ástralíu og Bretlandi hafa dregið til baka beiðni um framlengt gæsluvarðhald yfir indverska lækninum Mohamed Haneef. Hann hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í ellefu daga en Mohamed er grunaður um að aðild að sprengjuárásunum í London og Glasgow í lok síðasta mánaðar. 13.7.2007 08:09
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings vill herinn heim fyrir apríl Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lög þess efnis að herlið Bandaríkjanna hverfi frá Írak fyrir apríl á næsta ári. Lögin gera ráð fyrir því að varnarmálaráðuneytið byrji að kalla herliðið til baka eftir fjóra mánuði. 12.7.2007 23:30
Segjast hafa verið narraðar til verksins Bresku stúlkurnar sem voru ákærðar í Ghana fyrir tilraun til að smygla kokaíni að verðmæti 37 milljónir íslenskra króna til Englands segja að þær hafi verið narraðar til verknaðarins. 12.7.2007 22:09
Eyþing hefur áhyggjur af atvinnulífi á svæðinu Stjórn Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hefur áhyggjur af þróun atvinnulífs á svæðinu eftir að tilkynnt var um niðurskurð í aflaheimildum á þorski. Stjórnin vill að gripið verði strax til raunhæfra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda. 12.7.2007 20:30
Sláttuvélar menga Nýjasta tískuorðið á Íslandi er kolefnisjöfnun og er enginn maður með mönnum nema hann hafi kolefnisjafnað bílinn sinn, sumarfríið sitt og jafnvel sjálfan sig. En það er fleira en bílar og flugferðir sem menga því ein sláttuvél getur mengað á við 40-70 bíla. 12.7.2007 20:19
Laugavegshlaupið á laugardag Laugavegshlaupið verður haldið á laugardaginn kemur og hefst kl. 9. Tæplega 140 keppendur frá 14 löndum eru skráðir þátttakendur þar af 94 Íslendingar. Þetta er næst fjölmennasta hlaupið frá upphafi. Hlaupaleiðin frá Landmannalaugum í Þórsmörk er um 55 km. Stígur er alla leiðina þar sem undirlag er sandur, möl, gras, snjór, ís eða ýmis vöð á vatnsföllum. 12.7.2007 20:17
Ekkert óeðlilegt við ástandið í Austurstræti Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir ekkert óeðlilegt við að enn séu spýtnabrak og hálffullar áfengisflöskur í húsunum sem brunnu við Austurstræti fyrir heilum þremur mánuðum. 12.7.2007 20:04
Óttast að rækjuvinnsla leggist af Aðeins fjórar til fimm rækjuverksmiðjur verða starfandi í landinu eftir að Rammi á Siglufirði hættir starfsemi í haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins óttast að rækjuvinnsla á Íslandi leggist af á næstu árum. Fólkið sem missti vinnuna í gær er í miklu áfalli að sögn formanns verkalýðsfélagsins Vöku. 12.7.2007 19:40
Geysir Green eignast þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja Búið er að semja um eignaskiptingu Hitaveitu Suðurnesja og mun Geysir Green Energy eignast þriðjung. Minnihlutinn í Reykjanesbæ fordæmir að Suðurnesjamenn séu gerðir að tilraunadýrum í einkavæðingu orkufyrirtækja og telur að bæjarfélagið sé að verða ofurselt Glitni, kjölfestueiganda Geysis Green. 12.7.2007 19:38