Fleiri fréttir Ekki talið að Íslendingar tengist málinu Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu. 12.7.2007 18:45 Ber vott um ofstjórnarsamfélag Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir viðbrögð hins opinbera við útiborðum kaffihúsa í höfuðborginni óskiljanleg. Þau beri vott um ofstjórnarsamfélag. Fyrr í vikunni var veitingamanni á Laugavegi gert að fjarlægja aukaborð sem hann setti út í sól og blíðu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að bregðast verði við kvörtunum. 12.7.2007 18:20 Brimborg mun flytja inn bíla með etanolvélum Brimborg hyggst hefja innflutning etanolbíla. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að um tilraunarstarfsemi sé að ræða. Búið sé að panta tvo bíla af gerðinni Volvo og Ford sem væntanlegir séu til landsins í ágúst. 12.7.2007 18:09 Biðja drottninguna afsökunar BBC hefur beðið Elísabetu Englandsdrottningu afsökunar á því að hafa gefið ranglega í skyn að hún hafi strunsað út úr myndatöku hjá Annie Leibovitz, einum frægasta ljósmyndara Bandaríkjanna. 12.7.2007 17:49 Ók ölvaður á Laugarvegi Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ölvaðan karlmann á þrítugsaldri við akstur á Laugavegi eftir hádegi í gær. Hann var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa. Við eftirgrennslan kom jafnframt í ljós að maðurinn hafði ekki ökuréttindi. 12.7.2007 17:05 Að minnsta kosti 12 létust þegar ferja sökk Að minnsta kosti 12 létust þegar ferja sökk rétt hjá Manila í dag, höfuðborg Filippseyja. Herinn sagði að minnsta kosti 129 manns hafi verið bjargað sem voru um borð í ferjunni „MV Blue Water Princess," en þó séu það ekki staðfestar tölur. Þegar hermenn komu á vettvang lá ferjan á hlið í grunnu vatninu. 12.7.2007 16:38 Þyrla sækir tvo brunasjúklinga til Neskaupstaðar Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Gná, lenti fyrir skömmu í Reykjavík með tvo brunasjúklinga. Annar þeirra brenndist illa í morgun þegar kviknaði í bíl hans í Fljótsdal. Hinn, sem er útlendingur, brenndist í gærkvöldi þegar hann steig út í hver við Mývatn. 12.7.2007 16:20 Þriggja ára dreng rænt í Nígeríu Þriggja ára nígerískum dreng hefur verið rænt við borgina Port Harcourt sem stendur við ósa Níger-ánnar í Nígeríu. Aðeins eru fjórir dagar síðan að mannræningjar slepptu þriggja ára breskri stúlku úr haldi sem þeir höfðu rænt í sömu borg. Samkvæmt lögreglu á svæðinu er drengurinn sonur höfðingja á svæðinu í kringum borgina. Ekkert hefur heyrst af kröfum mannræningja. 12.7.2007 15:40 Sjö farast eftir sjálfsmorðsárás í brúðkaupi Sjö gestir í brúðkaupi lögreglumanns í Írak létust þegar maður sem gerðist boðflenna í brúðkaupinu sprengdi sjálfan sig í loft upp. Fjórir í viðbót slösuðust alvarlega. Ekki kemur fram hvort að brúðarhjónin hafi verið á meðal fórnarlamba sprengjunnar. 12.7.2007 15:37 Rice og Gates til Mið-Austurlanda í ágúst George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á fréttamannafundi sínum í dag að hann ætlaði sér að senda varnarmálaráðherrann Robert Gates og utanríkismálaráðherrann Condoleezzu Rice í ferðalag um Mið-Austurlönd. 12.7.2007 14:57 Bráðabirgðarlög um rafkerfi á Keflavíkurflugvelli ekki nauðsynleg Gera mátti nauðsynlegar breytingar á rafkerfi gamla varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli án umdeildrar lagasetningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnurekenda í raf-og tölvuiðnaði. Ríkisstjórnin afgreiddi í síðustu viku sérstök bráðabirgðarlög til að heimila notkun bandarísks rafkerfis. Vinna á endurbótum á rafkerfinu er nú hafin en hún felur meðal annars í sér breytingar á rafmagnsöryggi í samræmi við íslenskar reglur og fyrirmæli Neytendastofu. 12.7.2007 14:53 Magnús Þór ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra og starfandi borgarritari Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra til eins árs. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarstjóra þess efnis. Magnús Þór gegnir starfinu í leyfi Kristínar A. Árnadóttur sem utanríkisráðuneytið hefur ráðið til að leiða framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 12.7.2007 14:49 Lögreglan í Rússlandi vill að flækingar séu fangelsaðir Lögreglan í Rússlandi vill endurlífga lög frá tímum Sovétríkjanna og fangelsa flækingja og betlara. Gagnrýnendur fordæma hugmyndina og segja hana færa Rússland aftur til alræðistíma fortíðarinnar. Flakkarar og betlarar eru algengir í Rússlandi og margir láta lífið af völdum kulda á veturnar. 12.7.2007 14:13 Gáfu Krabbameinsfélaginu 1,2 milljónir króna Konur úr Lionsklúbbnum Engey í Reykjavík afhentu Krabbameinsfélaginu í morgun 1,2 milljónir króna til kaupa á brjóstaómsjá. Tækinu er ætlað til noktunar við leit að brjóstakrabbameini í leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíði í Reykjavík. Um er ræða peninga sem söfnuðust í styrktartónleikum sem fram fóru í Salnum í Kópavogi í síðastliðnum marsmánuði. 12.7.2007 14:02 Sjóður til styrktar augnlækningum Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar augnlækningadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss en tilkynnt var um stofnun sjóðsins í dag. Það er Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga sem stendur á bak við sjóðinn og lagði félagið fram 25 milljónir króna í stofnfé. 12.7.2007 13:52 Bush ætlar að bíða eftir skýrslu Petraeus George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndbrot frá fréttamannafundi Bush í dag. 12.7.2007 13:46 Notuðu íbúa sem tilraunadýr við einkavæðingu orkufyrirtækjanna Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gagnrýnir meirihluta sjálfstæðismanna harðlega í yfirlýsingu í tilefni samkomulags um Hitaveitu Suðurnesja. Að sögn minnihlutans var ekkert samráð haft við þá í sölu- og samningaferlinu og telja þeir sjálfstæðismenn hafa notað íbúa sveitarfélagsins sem tilraunadýr við einkavæðingu orkufyrirtækjanna. 12.7.2007 13:15 Sjö alvarlega slasaðir eftir nautahlaup dagsins Sjö manns slösuðust alvarlega í nautahlaupi í Pamplona í morgun og nokkrir til viðbótar urðu sárir. Hlaupið entist í rúmar sex mínútur í stað rúmlega tveggja eins og vaninn er þar sem nautin skildust að, sneru við og gerðu í raun allt sem þau eiga ekki að gera. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir frá hlaupinu í morgun. 12.7.2007 13:10 Vilja að stjórnvöld kanni óeðlilegar verðhækkanir á matvælum Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld kanni hvað valdi óeðlilegum verðhækkunum hjá matvöruverslunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að niðurstaða könnunar verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands valdi miklum vonbrigðum. 12.7.2007 12:36 Svört bráðabirgðaskýrsla um Írak Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim. 12.7.2007 12:33 Neyslugleðin náði hámarki í júnímánuði Íslendingar grilluðu, átu, drukku og gerðu sér glaðan dag sem aldrei fyrr í síðasta mánuði og er þessi mikla neyslugleði meðal annars rakin til góðviðris. 12.7.2007 12:31 Ólympíumeistarinn á meðal alþjóðlegra afrekshlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis Stefano Baldini, sigurvegari í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, verður meðal keppenda í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 18. ágúst næstkomandi. Baldini sigraði einnig í Evrópumeistaramótinu í Gautaborg árið 2006. Hann gerir ráð fyrir að hlaupa hálft maraþon hér á landi að þessu sinni. 12.7.2007 12:30 Vændiskona játaði Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar hafi átt þátt í að flytja rússneks konu hingað til lands í þeim tilgangi að stunda vændi. Konan hefur játað að hafa komið hingað til lands til að selja blíðu sína. Henni verður ekki vísað úr landi og ólíklegt er talið að hún verði kærð. 12.7.2007 12:29 16 ára breskar stelpur handteknar í Ghana fyrir tilraun til smygls á kókaíni Tvær 16 ára breskar stelpur eiga von á fangelsisvist í Ghana eftir að hafa verið handteknar á Accra flugvellinum þar í landi með kókaín að verðmæti 37 milljóna króna. Stelpurnar voru handteknar 2. júlí síðastliðinn með sex kíló af kókaíni. 12.7.2007 12:12 Afkoma íslenskra fyrirtækja batnaði á árunum 2004 til 2005 Afkoma íslenskra fyrirtækja batnaði á milli áranna 2004 til 2005 samkvæmt samantekt Hagstofunnar á ársreikningum fyrirtækja. Árið 2005 nam rekstrarhagnaður fyrirtækjanna 14,7 prósentum af tekjum en árið áður var hann 10,7 prósent. 12.7.2007 11:52 Sex látnir í snjóflóði í Svissnesku Ölpunum Í það minnsta sex manns eru látnir eftir að snjóflóð féll í Svissnesku Ölpunum um áttaleytið í morgun. Þetta hafa þarlend blöð eftir hjálparstarfsmönnum. Tvö þriggja manna lið fjallgöngumanna grófust undir flóðinu í suðurhlíðum Jungfreu fjallsins um níutíu kílómetra suð austur af höfuðborg Sviss, Bern. 12.7.2007 11:51 Sýknaðir af ákæru um innflutningi á kókaíni Tveir menn sem ákærðir voru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni voru sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um var að ræða 3,8 kíló af kókaíni sem fundust í miðstöðvarkæli bifreiðar sem flutt var til landsins á síðasta ári. 12.7.2007 11:31 Hæsti maður heims giftir sig Heimsins hæsti maður, Bao Xishun, gifti sig við hefðbundna athöfn í Mongólíu í nótt. Bao, sem er 2,36 metrar á hæð og 56 ára, giftist þá konunni Xia Shuijan, sem er 28 ára og 1,67 metrar á hæð. Giftingin fór síðan fram í grafhýsi Kublai Khan. Smellið á „Spila“ hnappinn hér að neðan til þess að sjá myndir frá brúðkaupinu. 12.7.2007 11:08 Vilja kynjakvóta í læknanám Radikale venstre stjórnmálaflokkurinn í Danmörku vill nota kynjakvóta til að auka hlut karla í læknanámi, en þeir eru í miklum minnihluta þeirra sem hefja nám í læknisfræði þar. Rök flokksins eru að konur sérhæfi sig helst í greinum á borð við heimilis- eða barnalækningar. Því sé útlit fyrir skort á læknum í þeim greinum sem karlmenn sækja frekar í, líkt og skurðlækningar. Háskólayfirvöldum í Kaupmannahafnarháskóla lýst illa á hugmyndirnar. Þau benda á að vandamálið sé fyrst og fremst fólgið í því að drengir spjari sig verr í skólakerfinu en stúlkur, og það þurfi að leysa. 12.7.2007 11:05 Vatn finnst í fyrsta skipti utan sólkerfisins Vísindamenn hafa fundið vatn utan sólkerfisins, í fyrsta skipti svo óyggjandi sé. Vatnið greindist í gufuðu formi á reikisstjörnunni HD189733b sem svipar til Júipíters og er í 63 ljósára fjarlægð frá jörðu. 12.7.2007 10:36 F.B.I. rannsakar myndband þar sem grunur er á að 2 ára stelpa sé undir áhrifum alsælu Alríkislögreglan í Bandaríkjunum er að hjálpa yfirvöldum í Houston, Texas þar sem verið er að athuga hvort að glæpur hafi verið framinn þegar hópur ungra kvenna tóku upp myndband af smábarni þar sem það sat á gólfi í aftursæti bíls. Konurnur hlógu óspart að barninu og gáfu í skyn að barnið, sem er tveggja ára stúlkubarn, væri undir áhrifum alsælu. 12.7.2007 10:26 Stuðningsmenn Ghazi vilja heilagt stríð „Al Jihad, al Jihad," eða „Heilagt stríð, heilagt stríð," ómaði um þegar klerkurinn úr Rauðu Moskunni, Abdul Rashid Ghazi, var jarðaður í morgun. Hann lést í áhlaupi pakistanska hersins á moskuna. 12.7.2007 10:22 Ári of snemma Manni sem flaug frá Kanada til Bretlands til að vera viðstaddur brúðkaup vinar síns brá í brún þegar hann komst að því að hann mætti ári of snemma. Vinur mannsins bauð honum fyrr á árinu í brúðkaupið, sem átti að vera sjötta júlí. Hann gleymdi hinsvegar að minnast á að það væri júlí á næsta ári. Maðurinn, sem er kennari í Toronto, eyddi rúmum sextíu þúsund krónum í flugmiðann. Hann sagði við BBC fréttastofuna að vinir sínur skemmtu sér konunglega yfir klúðrinu. 12.7.2007 10:15 Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjnesbæjar samþykkja samning um HS Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar samþykktu í morgun eighnarhaldsskiptingu á Hitaveitu Suðurnesja, sem samningamenn lögðu grundvöll að í gær. Hlutur Reykjanesbæjar verður 35 %, eða ráðandi, hlutur Geysis Green Energy 32 % og hlutur Orkuveitu Reykjavíkur 32 %. Skiptingin miðar við að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að selja Orkuveitunni sinn hlut fyrir átta milljarða króna. 12.7.2007 10:12 Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar veitir milljón króna styrk Harpa Þorvaldsdóttir, mezzosópran hlýtur einnar milljón króna styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til efnilegs söngfólks til framhaldsnáms erlendis. Auglýst var eftir styrkhöfum fyrir árið í ár og bárust 15 umsóknir. 12.7.2007 10:02 Engin áhrif á hlýnun jarðar Virkni sólarinnar hefur engin áhrif haft á hlýnun andrúmsloftsins hér á jörðinni síðustu áratugina. Þvert á móti, því virkni sólarinnar hefur minnkað nokkuð síðustu tuttugu árin, en á þeim tíma hefur hitinn í andrúmsloftinu hækkað. 12.7.2007 10:00 Evrópusambandið á móti því að nota launmorðingja Evrópusambandið styður ekki þá hugmynd að beita launmorðingjum í baráttunni gegn hryðuverkum. Dómsmálaráðherra sambandsins, Franco Frattini, skýrði frá þessu í morgun. Hann var að svara hugmynd þýska innanríkisráðherrans Wolfgang Schaeuble, sem sagði í viðtali um helgina að skýra þyrfti hvenær stjórnarskrár heimiluðu ríkjum að elta uppi og myrða hryðjuverkamenn. 12.7.2007 09:59 Staða íslenskukennslu erlendis ótrygg Staða íslenskukennslu í erlendum háskólum er víða ótrygg og svo gæti farið að sumir háskólar hætti að bjóða upp á hana. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samtaka sendikennara í íslensku erlendis. Þeir skora á íslensk stjórnvöld og aðra velunnara íslensks máls að leggja sitt af mörkum til eflingar íslenskukennslu erlendis. 12.7.2007 09:24 Geðsjúkir fangar fengu lykil að klefum sínum Fimm geðsjúkir fangar sluppu í lok júní úr fangelsi á Jótlandi. Extra blaðið greinir frá þessu. Þeim var óvart gefinn master lykill að réttargeðdeildinni í Árósum og skruppu í kjölfarið til Hamborgar á kvennafar. Mennirnir sátu inni fyrir rán og ofbeldisbrot og þóttu hættulegir. Einn þeirra stakk geðlækninn sinn árið 2002. Tæknimenn sem skiptu um lása í klefum fanganna létu þá óvart hafa lykla sem gengu að öllu lásum á deildinni þeirra. 12.7.2007 08:15 Lady Bird Johnson látin Lady Bird Johnson, ekkja Lyndons B. Johnson, lést á heimili sínu í Austin, Texas í kvöld. Hún var 94 ára gömul. Forsetafrúin var virt og dáð af fjölmörgum Bandaríkjamönnum. 11.7.2007 23:42 Vinsældir Bjerregaards dvína Ritt Bjerregaard, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, lofaði 5000 nýjum félagslegum íbúðum fyrir 55 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Tæpum tveimur árum seinna hefur hún ekki efnt kosningaloforðið. 11.7.2007 23:16 Bandaríkjaforseti bannar fyrrverandi aðstoðarmanni sínum að bera vitni George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Harriet Miers, að neita því að koma fyrir þingnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Miers á að vitna um uppsagnir alríkissaksóknara. Annar fyrrverandi aðstoðarmaður Bush, Sara Taylor, vitnaði fyrir þingnefndinni í dag. 11.7.2007 22:17 Hvetur Pakistana til þátttöku í heilögu stríði Ayman al-Zawahri, næstráðandi Al-Qaida, sendi frá sér nýtt myndband í dag þar sem hann hvetur Pakistana til að taka þátt í heilögu stríði til að hefna fyrir árás pakistanska hersins á rauðu moskuna. 11.7.2007 21:12 Rússneska vændiskonan braut engin lög Athæfi vændiskonunnar sem bauð blíðu sína fala á Hótel Nordica í gær er löglegt eftir breytingar á hegningalögum frá því í vor. Alþingismennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Katrín Jakobsdóttir rökræddu um ágæti þessara laga í Íslandi í dag. 11.7.2007 20:16 Fimmti hver Dani getur nýtt sér námskeið til að hætta að reykja Um það bil fimmta hverjum Dana tekst að hætta að reykja með hjálp námskeiða, samkvæmt niðurstöðum danskrar rannsóknar. Rannsóknin telst vera sú stærsta sinnar tegundar. 11.7.2007 20:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki talið að Íslendingar tengist málinu Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu. 12.7.2007 18:45
Ber vott um ofstjórnarsamfélag Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir viðbrögð hins opinbera við útiborðum kaffihúsa í höfuðborginni óskiljanleg. Þau beri vott um ofstjórnarsamfélag. Fyrr í vikunni var veitingamanni á Laugavegi gert að fjarlægja aukaborð sem hann setti út í sól og blíðu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að bregðast verði við kvörtunum. 12.7.2007 18:20
Brimborg mun flytja inn bíla með etanolvélum Brimborg hyggst hefja innflutning etanolbíla. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að um tilraunarstarfsemi sé að ræða. Búið sé að panta tvo bíla af gerðinni Volvo og Ford sem væntanlegir séu til landsins í ágúst. 12.7.2007 18:09
Biðja drottninguna afsökunar BBC hefur beðið Elísabetu Englandsdrottningu afsökunar á því að hafa gefið ranglega í skyn að hún hafi strunsað út úr myndatöku hjá Annie Leibovitz, einum frægasta ljósmyndara Bandaríkjanna. 12.7.2007 17:49
Ók ölvaður á Laugarvegi Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ölvaðan karlmann á þrítugsaldri við akstur á Laugavegi eftir hádegi í gær. Hann var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa. Við eftirgrennslan kom jafnframt í ljós að maðurinn hafði ekki ökuréttindi. 12.7.2007 17:05
Að minnsta kosti 12 létust þegar ferja sökk Að minnsta kosti 12 létust þegar ferja sökk rétt hjá Manila í dag, höfuðborg Filippseyja. Herinn sagði að minnsta kosti 129 manns hafi verið bjargað sem voru um borð í ferjunni „MV Blue Water Princess," en þó séu það ekki staðfestar tölur. Þegar hermenn komu á vettvang lá ferjan á hlið í grunnu vatninu. 12.7.2007 16:38
Þyrla sækir tvo brunasjúklinga til Neskaupstaðar Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Gná, lenti fyrir skömmu í Reykjavík með tvo brunasjúklinga. Annar þeirra brenndist illa í morgun þegar kviknaði í bíl hans í Fljótsdal. Hinn, sem er útlendingur, brenndist í gærkvöldi þegar hann steig út í hver við Mývatn. 12.7.2007 16:20
Þriggja ára dreng rænt í Nígeríu Þriggja ára nígerískum dreng hefur verið rænt við borgina Port Harcourt sem stendur við ósa Níger-ánnar í Nígeríu. Aðeins eru fjórir dagar síðan að mannræningjar slepptu þriggja ára breskri stúlku úr haldi sem þeir höfðu rænt í sömu borg. Samkvæmt lögreglu á svæðinu er drengurinn sonur höfðingja á svæðinu í kringum borgina. Ekkert hefur heyrst af kröfum mannræningja. 12.7.2007 15:40
Sjö farast eftir sjálfsmorðsárás í brúðkaupi Sjö gestir í brúðkaupi lögreglumanns í Írak létust þegar maður sem gerðist boðflenna í brúðkaupinu sprengdi sjálfan sig í loft upp. Fjórir í viðbót slösuðust alvarlega. Ekki kemur fram hvort að brúðarhjónin hafi verið á meðal fórnarlamba sprengjunnar. 12.7.2007 15:37
Rice og Gates til Mið-Austurlanda í ágúst George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á fréttamannafundi sínum í dag að hann ætlaði sér að senda varnarmálaráðherrann Robert Gates og utanríkismálaráðherrann Condoleezzu Rice í ferðalag um Mið-Austurlönd. 12.7.2007 14:57
Bráðabirgðarlög um rafkerfi á Keflavíkurflugvelli ekki nauðsynleg Gera mátti nauðsynlegar breytingar á rafkerfi gamla varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli án umdeildrar lagasetningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnurekenda í raf-og tölvuiðnaði. Ríkisstjórnin afgreiddi í síðustu viku sérstök bráðabirgðarlög til að heimila notkun bandarísks rafkerfis. Vinna á endurbótum á rafkerfinu er nú hafin en hún felur meðal annars í sér breytingar á rafmagnsöryggi í samræmi við íslenskar reglur og fyrirmæli Neytendastofu. 12.7.2007 14:53
Magnús Þór ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra og starfandi borgarritari Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra til eins árs. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarstjóra þess efnis. Magnús Þór gegnir starfinu í leyfi Kristínar A. Árnadóttur sem utanríkisráðuneytið hefur ráðið til að leiða framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 12.7.2007 14:49
Lögreglan í Rússlandi vill að flækingar séu fangelsaðir Lögreglan í Rússlandi vill endurlífga lög frá tímum Sovétríkjanna og fangelsa flækingja og betlara. Gagnrýnendur fordæma hugmyndina og segja hana færa Rússland aftur til alræðistíma fortíðarinnar. Flakkarar og betlarar eru algengir í Rússlandi og margir láta lífið af völdum kulda á veturnar. 12.7.2007 14:13
Gáfu Krabbameinsfélaginu 1,2 milljónir króna Konur úr Lionsklúbbnum Engey í Reykjavík afhentu Krabbameinsfélaginu í morgun 1,2 milljónir króna til kaupa á brjóstaómsjá. Tækinu er ætlað til noktunar við leit að brjóstakrabbameini í leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíði í Reykjavík. Um er ræða peninga sem söfnuðust í styrktartónleikum sem fram fóru í Salnum í Kópavogi í síðastliðnum marsmánuði. 12.7.2007 14:02
Sjóður til styrktar augnlækningum Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar augnlækningadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss en tilkynnt var um stofnun sjóðsins í dag. Það er Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga sem stendur á bak við sjóðinn og lagði félagið fram 25 milljónir króna í stofnfé. 12.7.2007 13:52
Bush ætlar að bíða eftir skýrslu Petraeus George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndbrot frá fréttamannafundi Bush í dag. 12.7.2007 13:46
Notuðu íbúa sem tilraunadýr við einkavæðingu orkufyrirtækjanna Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gagnrýnir meirihluta sjálfstæðismanna harðlega í yfirlýsingu í tilefni samkomulags um Hitaveitu Suðurnesja. Að sögn minnihlutans var ekkert samráð haft við þá í sölu- og samningaferlinu og telja þeir sjálfstæðismenn hafa notað íbúa sveitarfélagsins sem tilraunadýr við einkavæðingu orkufyrirtækjanna. 12.7.2007 13:15
Sjö alvarlega slasaðir eftir nautahlaup dagsins Sjö manns slösuðust alvarlega í nautahlaupi í Pamplona í morgun og nokkrir til viðbótar urðu sárir. Hlaupið entist í rúmar sex mínútur í stað rúmlega tveggja eins og vaninn er þar sem nautin skildust að, sneru við og gerðu í raun allt sem þau eiga ekki að gera. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir frá hlaupinu í morgun. 12.7.2007 13:10
Vilja að stjórnvöld kanni óeðlilegar verðhækkanir á matvælum Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld kanni hvað valdi óeðlilegum verðhækkunum hjá matvöruverslunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að niðurstaða könnunar verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands valdi miklum vonbrigðum. 12.7.2007 12:36
Svört bráðabirgðaskýrsla um Írak Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim. 12.7.2007 12:33
Neyslugleðin náði hámarki í júnímánuði Íslendingar grilluðu, átu, drukku og gerðu sér glaðan dag sem aldrei fyrr í síðasta mánuði og er þessi mikla neyslugleði meðal annars rakin til góðviðris. 12.7.2007 12:31
Ólympíumeistarinn á meðal alþjóðlegra afrekshlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis Stefano Baldini, sigurvegari í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, verður meðal keppenda í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 18. ágúst næstkomandi. Baldini sigraði einnig í Evrópumeistaramótinu í Gautaborg árið 2006. Hann gerir ráð fyrir að hlaupa hálft maraþon hér á landi að þessu sinni. 12.7.2007 12:30
Vændiskona játaði Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar hafi átt þátt í að flytja rússneks konu hingað til lands í þeim tilgangi að stunda vændi. Konan hefur játað að hafa komið hingað til lands til að selja blíðu sína. Henni verður ekki vísað úr landi og ólíklegt er talið að hún verði kærð. 12.7.2007 12:29
16 ára breskar stelpur handteknar í Ghana fyrir tilraun til smygls á kókaíni Tvær 16 ára breskar stelpur eiga von á fangelsisvist í Ghana eftir að hafa verið handteknar á Accra flugvellinum þar í landi með kókaín að verðmæti 37 milljóna króna. Stelpurnar voru handteknar 2. júlí síðastliðinn með sex kíló af kókaíni. 12.7.2007 12:12
Afkoma íslenskra fyrirtækja batnaði á árunum 2004 til 2005 Afkoma íslenskra fyrirtækja batnaði á milli áranna 2004 til 2005 samkvæmt samantekt Hagstofunnar á ársreikningum fyrirtækja. Árið 2005 nam rekstrarhagnaður fyrirtækjanna 14,7 prósentum af tekjum en árið áður var hann 10,7 prósent. 12.7.2007 11:52
Sex látnir í snjóflóði í Svissnesku Ölpunum Í það minnsta sex manns eru látnir eftir að snjóflóð féll í Svissnesku Ölpunum um áttaleytið í morgun. Þetta hafa þarlend blöð eftir hjálparstarfsmönnum. Tvö þriggja manna lið fjallgöngumanna grófust undir flóðinu í suðurhlíðum Jungfreu fjallsins um níutíu kílómetra suð austur af höfuðborg Sviss, Bern. 12.7.2007 11:51
Sýknaðir af ákæru um innflutningi á kókaíni Tveir menn sem ákærðir voru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni voru sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um var að ræða 3,8 kíló af kókaíni sem fundust í miðstöðvarkæli bifreiðar sem flutt var til landsins á síðasta ári. 12.7.2007 11:31
Hæsti maður heims giftir sig Heimsins hæsti maður, Bao Xishun, gifti sig við hefðbundna athöfn í Mongólíu í nótt. Bao, sem er 2,36 metrar á hæð og 56 ára, giftist þá konunni Xia Shuijan, sem er 28 ára og 1,67 metrar á hæð. Giftingin fór síðan fram í grafhýsi Kublai Khan. Smellið á „Spila“ hnappinn hér að neðan til þess að sjá myndir frá brúðkaupinu. 12.7.2007 11:08
Vilja kynjakvóta í læknanám Radikale venstre stjórnmálaflokkurinn í Danmörku vill nota kynjakvóta til að auka hlut karla í læknanámi, en þeir eru í miklum minnihluta þeirra sem hefja nám í læknisfræði þar. Rök flokksins eru að konur sérhæfi sig helst í greinum á borð við heimilis- eða barnalækningar. Því sé útlit fyrir skort á læknum í þeim greinum sem karlmenn sækja frekar í, líkt og skurðlækningar. Háskólayfirvöldum í Kaupmannahafnarháskóla lýst illa á hugmyndirnar. Þau benda á að vandamálið sé fyrst og fremst fólgið í því að drengir spjari sig verr í skólakerfinu en stúlkur, og það þurfi að leysa. 12.7.2007 11:05
Vatn finnst í fyrsta skipti utan sólkerfisins Vísindamenn hafa fundið vatn utan sólkerfisins, í fyrsta skipti svo óyggjandi sé. Vatnið greindist í gufuðu formi á reikisstjörnunni HD189733b sem svipar til Júipíters og er í 63 ljósára fjarlægð frá jörðu. 12.7.2007 10:36
F.B.I. rannsakar myndband þar sem grunur er á að 2 ára stelpa sé undir áhrifum alsælu Alríkislögreglan í Bandaríkjunum er að hjálpa yfirvöldum í Houston, Texas þar sem verið er að athuga hvort að glæpur hafi verið framinn þegar hópur ungra kvenna tóku upp myndband af smábarni þar sem það sat á gólfi í aftursæti bíls. Konurnur hlógu óspart að barninu og gáfu í skyn að barnið, sem er tveggja ára stúlkubarn, væri undir áhrifum alsælu. 12.7.2007 10:26
Stuðningsmenn Ghazi vilja heilagt stríð „Al Jihad, al Jihad," eða „Heilagt stríð, heilagt stríð," ómaði um þegar klerkurinn úr Rauðu Moskunni, Abdul Rashid Ghazi, var jarðaður í morgun. Hann lést í áhlaupi pakistanska hersins á moskuna. 12.7.2007 10:22
Ári of snemma Manni sem flaug frá Kanada til Bretlands til að vera viðstaddur brúðkaup vinar síns brá í brún þegar hann komst að því að hann mætti ári of snemma. Vinur mannsins bauð honum fyrr á árinu í brúðkaupið, sem átti að vera sjötta júlí. Hann gleymdi hinsvegar að minnast á að það væri júlí á næsta ári. Maðurinn, sem er kennari í Toronto, eyddi rúmum sextíu þúsund krónum í flugmiðann. Hann sagði við BBC fréttastofuna að vinir sínur skemmtu sér konunglega yfir klúðrinu. 12.7.2007 10:15
Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjnesbæjar samþykkja samning um HS Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar samþykktu í morgun eighnarhaldsskiptingu á Hitaveitu Suðurnesja, sem samningamenn lögðu grundvöll að í gær. Hlutur Reykjanesbæjar verður 35 %, eða ráðandi, hlutur Geysis Green Energy 32 % og hlutur Orkuveitu Reykjavíkur 32 %. Skiptingin miðar við að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að selja Orkuveitunni sinn hlut fyrir átta milljarða króna. 12.7.2007 10:12
Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar veitir milljón króna styrk Harpa Þorvaldsdóttir, mezzosópran hlýtur einnar milljón króna styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til efnilegs söngfólks til framhaldsnáms erlendis. Auglýst var eftir styrkhöfum fyrir árið í ár og bárust 15 umsóknir. 12.7.2007 10:02
Engin áhrif á hlýnun jarðar Virkni sólarinnar hefur engin áhrif haft á hlýnun andrúmsloftsins hér á jörðinni síðustu áratugina. Þvert á móti, því virkni sólarinnar hefur minnkað nokkuð síðustu tuttugu árin, en á þeim tíma hefur hitinn í andrúmsloftinu hækkað. 12.7.2007 10:00
Evrópusambandið á móti því að nota launmorðingja Evrópusambandið styður ekki þá hugmynd að beita launmorðingjum í baráttunni gegn hryðuverkum. Dómsmálaráðherra sambandsins, Franco Frattini, skýrði frá þessu í morgun. Hann var að svara hugmynd þýska innanríkisráðherrans Wolfgang Schaeuble, sem sagði í viðtali um helgina að skýra þyrfti hvenær stjórnarskrár heimiluðu ríkjum að elta uppi og myrða hryðjuverkamenn. 12.7.2007 09:59
Staða íslenskukennslu erlendis ótrygg Staða íslenskukennslu í erlendum háskólum er víða ótrygg og svo gæti farið að sumir háskólar hætti að bjóða upp á hana. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samtaka sendikennara í íslensku erlendis. Þeir skora á íslensk stjórnvöld og aðra velunnara íslensks máls að leggja sitt af mörkum til eflingar íslenskukennslu erlendis. 12.7.2007 09:24
Geðsjúkir fangar fengu lykil að klefum sínum Fimm geðsjúkir fangar sluppu í lok júní úr fangelsi á Jótlandi. Extra blaðið greinir frá þessu. Þeim var óvart gefinn master lykill að réttargeðdeildinni í Árósum og skruppu í kjölfarið til Hamborgar á kvennafar. Mennirnir sátu inni fyrir rán og ofbeldisbrot og þóttu hættulegir. Einn þeirra stakk geðlækninn sinn árið 2002. Tæknimenn sem skiptu um lása í klefum fanganna létu þá óvart hafa lykla sem gengu að öllu lásum á deildinni þeirra. 12.7.2007 08:15
Lady Bird Johnson látin Lady Bird Johnson, ekkja Lyndons B. Johnson, lést á heimili sínu í Austin, Texas í kvöld. Hún var 94 ára gömul. Forsetafrúin var virt og dáð af fjölmörgum Bandaríkjamönnum. 11.7.2007 23:42
Vinsældir Bjerregaards dvína Ritt Bjerregaard, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, lofaði 5000 nýjum félagslegum íbúðum fyrir 55 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Tæpum tveimur árum seinna hefur hún ekki efnt kosningaloforðið. 11.7.2007 23:16
Bandaríkjaforseti bannar fyrrverandi aðstoðarmanni sínum að bera vitni George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Harriet Miers, að neita því að koma fyrir þingnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Miers á að vitna um uppsagnir alríkissaksóknara. Annar fyrrverandi aðstoðarmaður Bush, Sara Taylor, vitnaði fyrir þingnefndinni í dag. 11.7.2007 22:17
Hvetur Pakistana til þátttöku í heilögu stríði Ayman al-Zawahri, næstráðandi Al-Qaida, sendi frá sér nýtt myndband í dag þar sem hann hvetur Pakistana til að taka þátt í heilögu stríði til að hefna fyrir árás pakistanska hersins á rauðu moskuna. 11.7.2007 21:12
Rússneska vændiskonan braut engin lög Athæfi vændiskonunnar sem bauð blíðu sína fala á Hótel Nordica í gær er löglegt eftir breytingar á hegningalögum frá því í vor. Alþingismennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Katrín Jakobsdóttir rökræddu um ágæti þessara laga í Íslandi í dag. 11.7.2007 20:16
Fimmti hver Dani getur nýtt sér námskeið til að hætta að reykja Um það bil fimmta hverjum Dana tekst að hætta að reykja með hjálp námskeiða, samkvæmt niðurstöðum danskrar rannsóknar. Rannsóknin telst vera sú stærsta sinnar tegundar. 11.7.2007 20:01