Innlent

Árekstur á Vogavegi

Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir árekstur við Vogaveg hjá Vogum á Vatnsleysuströnd um fjögurleytið í dag. Að sögn lögreglunnar rákust tveir bílar saman er þeir komu úr gagnstæðri átt. Ökumaður annars þeirra var fluttur með sjúkraflutningum til Reykjavíkur. Talið er að meiðsli hans séu minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×