Innlent

Hemmi Gunn vill skapa 25 ný störf í Dýrafirði

 

Hermann Gunnarsson vill starfrækja sumarbúðir fyrir krakka á Núpi í Dýrafirði þar sem komið hefur til tals að setja niður olíuhreinisstöð. Bæjarstjórarnir á Ísafirði og í Bolungarvík eru mjög hlynntir hugmyndum Hermanns og vilja hrinda þeim í framkvæmd.

 

 

Hermann Gunnarsson, sem dvelur hluta úr árinu í Haukadal í Dýrafirði, er með hugmynd að mótvægisaðgerðum fyrir vestan sem skapa 25 störf yfir sumartímann. Hermann segir að menn eigi að byggja á því sem fyrir er til að mæta niðurskurði í þorskkvóta í stað þess að ráðast í stórvirkan iðnað.

 

Hann vill að byggingar að Núpi verði notaðar sem sumarbúðir en þær standa nú að mestu auðar.

 

Bæjaryfirvöld á Vestfjörðum leita nú logandi ljósi að úrræðum til að mæta nálega þriðjungs niðurskurði í aflaheimildum og ísfirðingar og bolvíkingar eru samstíga í að taka vel í hugmyndir Hermanns

 

Hermann hefur þegar tekið saman fjárhagsáætlanir fyrir sumarbúðirnar og fullyrðir að dæmið muni ganga upp því hér sé á ferðinni þjónusta sem standist samanburð við allt það sem boðið er í nágrannalöndum okkar. Hugmyndin er að aðstaða í firðinum til afþreyinga verði nýtt.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×