Innlent

Séra Hjálmar eini umsækandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls

Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur.
Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. MYND/Hari

Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, var eini umsækjandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls í Reykjavíkuprófastdæmi vestra. Umsóknarfrestur rann út 10. júlí síðastliðinn en það kirkjumálaráðherra sem veitir embættið að fenginni umsögn valnefndar. Embættið er veitt frá 1. október næstkomandi.

Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og vígslubiskups í Skálholti.

Séra Jakob Á. Hjálmarsson, sóknarprestur dómkirkjunnar, lætur af embætti í haust af eigin ósk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×