Innlent

Össur vill ekki að Geysir Green Energy nái ofurtökum á Hitaveitu Suðurnesja

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra vill ekki að Geysir Green Energy nái ofurtökum í Hitaveitu suðurnesja og hann er því mótfallinn að almenningsþjónusta verði að fullu einkavædd.

 

Samkvæmt samkomulagi sem gert var í gær verða framtíðareigendur Hitaveitu suðunesja Geysir Green energy, Reykjanesbær og Orkuveita Reykjavíkur með nálega þriðjungshlut hvert. Þetta er í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki á Íslandi eignast kjölfestuhlut í orkufyrirtæki.

 

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að mál hitaveitu suðurnesja eins og þau hafi nú þróast verði að færast í syndaregistur fyrri iðnaðarráðherra.

 

Össur segir ljóst að fyrirtæki eins og hitaveita suðurnesja verði að nýta þá þekkingu sem þar myndast til að skapa auð en það þurfti að horfa sérstaklega til þess þegar verið að selja neytendum til að mynda orku og vatn.

 

Stjórnarandstaðan hefur gangrýnt málefni Hitaveitu Suðurnesja harðlega og hefur meðal annars komið fram sú skoðun að þessi mál hafi ekki fengið lýðræðislega meðferð hvorki af hálfu Alþingis eða viðkomandi sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×