Fleiri fréttir

Krefst skýringa á skipun í stjórn Norræna blaðamannaskólans

Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins, hefur sent menntamálaáðuneytinu harðort bréf þar sem krafist er skýringa á því að ráðuneytið hafi hunsað tilnefningar félagsins um fulltrúa í stjórn Norræna blaðamannaskólans, NJC, í Árósum.

Tók ekki linsurnar úr í heilt ár

Fjarlægja þurfti augnlinsur úr kínverskum manni með uppskurði eftir að hann hafði þær í augunum í heilt ár. Liu sem er fertugur fékk linsur fyrir ári síðan. Hann tók þær ekki úr augunum, því honum fannst það erfitt. Þegar hann fann fyrir óþægindum notaði hann augndropa. Fyrir stuttu fannst honum sjónin vera að versna og brá þá á það ráð að kaupa nýjar linsur, sem hann setti yfir þær gömlu.

Vantar helming upp á friðargæslulið í Sómalíu

Fulltrúar ríkja Afríkusambandsins reyndu í dag að safna í friðargæslulið til að taka við af herliði Eþíópíumanna sem hjálpaði stjórnarher Sómalíu við að hrekja uppreisnarmenn á flótta. Markmiðið er að fá að lágmarki 8.000 hermenn til að gæta stöðugleikans í landinu en enn vantar helminginn upp á að það markmið náist.

Stefnt að áframhaldandi vexti hjá Kaupþingi

Kaupþing skilaði methagnaði á síðasta ári eða yfir áttatíu og fimm milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eigin fjár hjá bankanum var yfir fjörutíu prósent. Stefnt er að áframhaldandi vexti á þessu ári.

Aðalritari SÞ boðar til fundar um umhverfismál

Ban ki-moon nýskipaður aðalritari Sameinuðu þjóðanna leggur nú drög að neyðarfundi í september á þessu ári. Þar mun helstu þjóðhöfðingjum heims verða stefnt saman til að ræða þau umhverfisvandmál sem steðja að heimurinn og leita leiða til að fylgja ákvæðum Kyoto-bókunnarinnar um hækkum hitastigs jarðar.

Borgarstjórnarflokkur frjálslyndra verður óháður

Borgarstjórnarflokkur frjálslyndra verður að öllum líkindum óháður eftir að Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og varaborgarfulltrúi, gekk úr flokknum í gær. Margrét segist reikna fastlega með því að Ólafur F. Magnússon sigli í kjölfar hennar en hann hefur verið hennar helsti stuðningsmaður.

Högnuðust um 650 milljónir á dag

Stóru bankarnir þrír högnuðust um 650 milljónir króna hvern einasta virkan dag í fyrra sem nægir til að kaupa upp allt íbúðarhúsnæði á Akureyri á einu bretti. Hluthafarnir fá um þrjátíu milljarða í arð af hlutafé sínu í bönkunum inn á reikninga sína í mars.

Íslendingurinn ekki með gegn Íslendingum

Hans Óttar Lindberg, Íslendingurinn í danska landsliðinu í handknattleik, og leikstjórnandinn Claus Möller Jakobsen verða ekki í danska landsliðshópnum í kvöld sem mætir Íslendingum í Hamborg.

"Bleika mjólkurvandamálið" leyst

Bónda á Jersey í Bretlandi brá heldur betur í brún þegar kýrnar hans fóru allt í einu að framleiða bleika mjólk. Í ljós kom að eftir að bóndinn Peter Houghuez fór að gefa þeim gulrætur með heyinu, litaðist mjólkin. Peter brá þá á það ráð að gefa þeim hvítar gulrætur í staðinn sem hann keypti frá Frakklandi. Í dagblaðinu Metro sagði bóndinn að kýrnar væru "brjálaðar í gulrætur."

Níu ára sjónvarpskokkur í Kína

Níu ára gömul stúlka frá Shanghai í Kína er með sinn eigin matreiðsluþátt í sjónvarpi. Shi Yulan er auk þess að skrifa sína fyrstu matreiðslubók, en samkvæmt dagblaðinu Qianjiang Evening News hefur hún unnið í eldhúsinu heima hjá sér frá því hún gat staðið í lappirnar. Shi segist hafa hjálpað mömmu sinni í eldhúsinu frá því hún var tveggja ára með því að þvo leirtau.

Grýtti leigubíl vegna deilna um fargjald

Lögregla handtók um helgina karlmann sem grýtti steini í gegnum rúðu leigubíls í Breiðholti. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni kom til ósættis milli hans og leigubílstjórans þegar kom að því að greiða fargjaldið.

Manchester fær spilavítið

Manchester hefur unnið keppnina um að fá að reisa fyrsta stóra spilavítið í Bretlandi, í anda spilaborgarinnar Las Vegas. Fréttirnar eru reiðarslag fyrir gímaldið Þúsaldarhöllina á suðurbakka Thames-árinnar í London og Blackpool-bæ sem einnig vildu hýsa spilavélar og peningaplokkara.

Ólafur Ragnar fundar með Bill Gates

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundar í dag með Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft hugbúnaðarfyrirtækisins, í Edinborg og flutti erindi á leiðtogaráðstefnu sem haldin er í skoska þinginu. Forsetinn ræddi um tækifæri sem smáar þjóðir á borð við Íslendinga geta skapað sér með markvissri nýtingu fjarskipta- og upplýsingatækni og sagði Ísland kjörinn vettvang fyrir Microsoft og önnur öflug hugbúnaðarfyrirtæki til að þróa nýjan hugbúnað og tækni.

Svíar opna sýndarsendiráð

Svíþjóð verður fyrsta landið til að opna sýndarsendiráð í tölvuleiknum Second Life. Nokkur stórfyrirtæki hafa þegar opnað útibú í sýndarheimnum þar sem rúmlega þrjár milljónir spilara eyða stórum hluta af sínum frítíma, eða jafnvel öllum sínum tíma.

Bjartsýnin hættulega mikil fyrir leikinn gegn Íslendingum

Lars Christiansen, einn reyndasti leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, varar liðsfélaga sína og dönsku þjóðina við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn við Ísland. Undir það tekur greinarhöfundur í Politiken sem segir bjartsýnina hættulega mikla fyrir leikinn.

Umferðarljós óvirk eftir að ekið var á þau

Ekið var á umferðarljós á Reykjanesbraut við Arnarnesveg á ellefta tímanum í kvöld. Ljósin eru óvirk og óvíst hvort þau komist aftur í gangið í kvöld. Ekki urðu nein slys á fólki.

Varaþingmaður segir sig úr Frjálslynda flokknum

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, hefur sagt sig úr flokknum. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í kvöld segir Sigurlín að hún sjái sér engan vegin fært að vinna með núverandi valdhöfum í flokknum í ljósi þess sem á undan hefur gengið.

Hamas og Fatha semja um vopnahlé

Meðlimir Hamas-samtakanna og Fatha-hreyfingarinnar í Palestínu hafa samþykkt vopnahlé. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir Mahmoud al-Zahar, utanríkisráðherra Palestínu, en fylkingarnar ætla að leggja niður vopn sín klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Foreldrar reyna að tryggja öryggi barna á Netinu

Ekki þykir ástæða til að foreldrar rífi tölvur úr sambandi og sendi börn sín út í brennó til að tryggja öryggi þeirra, segir verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla. Hann leggur til að foreldrar kynni sér heilræði SAFT verkefnisins um örugga netnotkun.

Ekki reynt að bola Margréti burt segir Guðjón

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir miður að Margrét hafi tekið þá ákvörðun að hætta í flokknum. Hann segir ekki rétt að reynt hafi verið að bola henni burt úr flokknum, hún hafi aðeins orðið undir í varaformannskjöri.

Margrét gengur úr Frjálslynda flokknum

Margrét Sverrisdóttir ætlar að segja sig úr Frjálslynda flokknum. Í yfirlýsingu sem hún sendi út frá sér í kvöld, eftir fund með stuðningsmönnum sínum, segist hún þó ekki hætt í pólitík. Hún skilar inn formlegri úrsögn úr flokknum á morgun.

Óskaði ekki eftir að fulltrúi yrði viðstaddur

Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, vill koma því á framfæri að Margrét Sverrisdóttir óskaði ekki eftir því að fulltrúi hennar yrði viðstaddur endurtalningu vegna kosningar til varaformanns Frjálslynda flokksins um helgina. Hefði hún óskað eftir því hefði það verið sjálfsagt mál.

Næst stærsta lögreglulið landsins á Suðurnesjum

Sameinað lögreglulið Keflavíkurflugvallar og Keflavíkur er nú orðið næst stærsta lögreglulið landsins með yfir 220 starfsmenn. Eitt helsta markmiðið er að auka þjónustu við íbúana.

Stutt flugbraut skapar aukakostnað

Flugfélagið Norðanflug sér fram á verulegan aukakostnað við fraktflug til Belgíu vegna þess hve flugbrautin á Akureyri er stutt. Að óbreyttu þarf hver fulllestuð vél að millilenda í Keflavík á leiðinni út.

Brotist inn í sumarbústað í Grímsneshreppi

Brotist var inn í sumarbústað um helgina. Bústaðurinn er í byggingu í landi Mýrarkots í Grímsneshreppi. Stolið var tveimur borvélum, hjólasög, nagara og slípirokk.

Kærir vefsíðuna barnarperrar.is

Maður, sem var sagður barnaníðingur á vefsíðunni barnaperrar.is, hefur kært aðstandendur síðunnar til lögreglu. Hann segist alsaklaus en mynd af honum var birt á síðunni. Lögregla varar fólk við að leggja gildrur fyrir barnaníðinga á Netinu.

Loftslagið jarðar fer stöðugt hlýnandi

Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum.

Vita deili á öllum fjórum

Þrír menn, af þeim fjórum sem gengu í gildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss þegar þeir héldu sig vera að fara á fund þrettán ára stúlku, hafa gefið sig fram við lögreglu, sem telur sig einnig vita hver sá fjórði er.

Margrét á fundi með stuðningsmönnum sínum

Margrét Sverrisdóttir situr nú á fundi með nánustu stuðningsmönnum sínum innan Frjálslynda flokksins og íhugar framtíð sína í pólitík eftir að hafa tapað fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni í varaformannskjöri um helgina.

Ómar og Jón Baldvin ræða sérstakt framboð fyrir Alþingiskosningar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur enga trú á því að Jón Baldvin Hannibalsson geri alvöru í því að bjóða fram nýjan lista í Alþingiskosningum. Hann skilji manna best að menn megi ekki stökkva frá borði þrátt fyrir ágjöf.

Sprengdi upp bakarí

Samtökin Heilagt stríð og al-Aqsa-herdeildirnar hafa bæði lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í bænum Eilat í Ísrael í dag. Fjórir létu lífið í tilræðinu, sem er það fyrsta í landinu í níu mánuði.

Fimm ungmenni handtekin á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók á miðnætti og í dag fimm ungmenni sem meðal annars eru grunuð um innbrot og að hafa tekið þátt í fjársvikamáli þar sem stolin greiðslukort voru notuð.

Stakk af eftir að hafa ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á Frakkastíg í Reykjavík á fimmta tímanum. Ekki er vitað um meiðsl hans að svo stöddu en hann var fluttur á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Ökumaður bílsins stakk af en lögreglan hafði þó fljótt upp á honum og handtók hann.

Forseti Sudan hundsaður í formannsembætti

Enn hefur verið gengið framhjá Omar al-Bashir forseta Súdan sem næsta formanns Afríkusambandsins vegna átakanna í Darfur. Komið var að Bashir að taka við embættinu, en í stað hans er það John Kufuor forseti Ghana sem hlýtur heiðurinn. Afríkuríkið Chad hafði hótað að segja sig úr samtökunum ef Bashir yrði formaður þeirra.

ASK Arkitektar sigruðu í samkeppni um miðbæ Árborgar

ASK Arkitektar báru sigur úr býtum í samkeppni um miðbæjarskipulag á Selfossi sem bæjarstjórn Árborgar stóð fyrir. Alls bárust tíu tillögur að skipulagi í miðbænum en tillaga ASK var samkvæmt umsögn dómnefndar vel unnin og skýr og gaf fyrirheit um spennandi miðbæ.

Hillary klaufaleg á blaðamannafundi

Hillary Clinton forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum fékk óvænt viðbrögð á fjöldafundi í Iowa í Bandaríkjunum í gær, vegna ummæla sem hún viðhafði um hæfni sína til að meðhöndla illa menn. Hillary byrjaði fundinn á alvarlegum nótum og sagðist vera í forsetaslagnum af alvöru, hún ætlaði að vinna. Hún gagnrýndi George Bush Bandaríkjaforseta harðlega fyrir stríðið í Írak.

Nýtt Windows fer í sölu á morgun

Sala hefst á morgun á nýrri útgáfu af Windows stýrikerfinu frá Microsoft, Windows Vista. Búist er við að um 100 milljón tölvur verði komnar með nýja stýrikerfið innan 12 mánaða. Þetta er um 15% þeirra tölva sem nú keyra á XP stýrakerfinu. Viðmót og öryggismál, eru meðal þess sem bætt hefur verið í nýju útgáfunni, sem verður markaðssett í þremur gerðum. Lágmarksbúnaður til að keyra Vista er 512 Mb af innra minni, 800 megaherza örgjörvi og 15 Gígabita pláss á harða diskinum. 128MB af skjáminni er líka nauðsynlegt til að nýta þrívíddarútlit glugganna í nýja viðmótinu. Uppfærsla í Vista úr Windows XP kostar á bilinu 15 til 20 þúsund krónur hér á landi.

Leggur fram frumvarp um stofnfrumurannsóknir

Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun sem miðar að því að heimila nýtingu stofnfrumna til rannsókna og lækninga.

Eimskip eignast alla hluti í Norðurfrakt

Eimskip hefur keypt alla hluti í Norðufrakt ehf. á Siglufirði en fyrir átti félagið 52 prósenta hlut. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu eru seljendur Árni Helgason á Ólafsfirði og Ásmundur H. Einarsson á Siglufirði.

Fyrsta málið staðfest hjá sakamáladómsstólnum í Haag

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag ákvað í dag að næg sönnunargögn væru gegn leiðtoga og liðsmanni í Kongólska hernum til að hefja fyrsta mál dómstólsins. Ákvörðunin staðfestir ákæru gegn Thomas Lubanga um að hafa skráð börn í herinn sem hermenn. Hún markar þáttaskil fyrir dómstólinn sem var komið á fót árið 2002 og er ætlað að vera varanlegur alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll.

Mótmæli fyrirhuguð vegna Herjólfshækkunar

Hækkun á fargjöldum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs mælist illa fyrir í Eyjum. Að sögn Frétta í Eyjum hefur hópur fólks ákveðið að efna til mótmælastöðu við Herjólf áður en skipið fer seinni ferðina kl. 16.00 á miðvikudaginn. Gjaldskrá Herjólfs hækkar 1. febrúar um 11,49% að meðaltali. Almennt fargjald fyrir fullorðinn hækkur úr 1800 krónum í 2000 krónur.

Sjá næstu 50 fréttir