Innlent

ASK Arkitektar sigruðu í samkeppni um miðbæ Árborgar

ASK Arkitektar báru sigur úr býtum í samkeppni um miðbæjarskipulag á Selfossi sem bæjarstjórn Árborgar stóð fyrir. Alls bárust tíu tillögur að skipulagi í miðbænum en tillaga ASK var samkvæmt umsögn dómnefndar vel unnin og skýr og gaf fyrirheit um spennandi miðbæ.

Hlaut ASK 3,8 milljónir í verðlaun fyrir tillögu sína. Í umsögn um hana segir einnig að aðkoma að miðbæ frá Ölfusárbrú sé sterk og gott jafnvægi sé í götumyndum og húsastærðum sem taki mið af eldri byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×