Fleiri fréttir Verkfalli aflýst hjá British Airways Tveggja daga verkfalli flugliða hjá breska flugfélaginu British Airways hefur verið aflýst. Samningar náðust nú eftir hádegið milli félagsins og flugliða um aðalatriði deilunnar. Verkfallið var fyrirhugað frá miðnætti í kvöld til miðnættis á miðvikudagskvöld. Sættir um laun og veikindadaga tókust loks í dag. Þrátt fyrir að verkfallinu hafi verið aflýst er gert ráð fyrir einhverjum truflunum á flugi. 29.1.2007 14:07 Nemendur sendir heim í mótmælaskyni Kennarar í barnaskólanum á Eyrarbakka sendu í morgun um áttatíu börn í efstu bekkjum skólans heim til sín um tíuleytið til þess að mótmæla því sem þeir kalla sleifarlag við framkvæmdir á skólalóðinni á Eyrarbakka. 29.1.2007 13:57 Gámar fjarlægðir af strandaða flutningaskipinu Fjöldi björgunarbáta hóf í dag að fjarlægja meira en tvö þúsund gáma af flutningaskipinu MSC Napoli, sem strandaði undan ströndum Devon á Englandi 19 janúar. Risastór fljótandi krani er notaður til að færa gámana, sem innihalda allt frá barnableyjum til mótorhjóla. Verkið er bæði tímafrekt og vandasamt, en skipið má ekki breyta um stöðu þegar gámarnir eru teknir af því. 29.1.2007 13:54 Eiður skorar til stuðnings veikum börnum Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðisins í knattspyrnu og leikmaður Barcelona, skrifaði í gær undir samstarfssamning við Eimskipafélag Íslands til þriggja ára bæði á sviði kynningar- og góðgerðamála. 29.1.2007 13:41 Þrír dagar í reykingabann í Frakklandi Frá og með 1. febrúar næstkomandi verður bannað að reykja í opinberum stöðum, nema á kaffihúsum og veitinga- og skemmtistöðum í Frakklandi. Veitingasalar hafa ár til að aðlagast, þar verður bannað að reykja 1. febrúar á næsta ári. Reykingabannið mun breyta ásýnd Frakklands þar sem löngum hefur búið ein mesta reykingaþjóð Evrópu. 29.1.2007 13:30 Líðan vélsleðamanns fer batnandi Líðan mannsnis sem lenti í snjóflóði norðan við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fer batnandi. Að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri er hann þó enn í öndunarvél. 29.1.2007 13:15 Keflavíkurflugvöllur notaður sem umskipunarhöfn Keflavíkurflugvöllur var um helgina notaður sem eins konar umskipunarhöfn fyrir flutning frá Texas til Sádi-Arabíu. Það voru Antonov-flutningavélar frá Rússlandi sem önnuðust flutninginn sem var sérhæfður búnaður til borunar eftir olíu. 29.1.2007 13:00 Dagur Kári hlýtur verðlaun á Sundance Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri var einn fjögurra hugsjónamanna í kvikmyndagerð sem hlutu verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni á laugardag. Verðlaunin nema tæplega 700 þúsund krónum í framleiðslustyrk, auk aðstoðar við dreifingu. Það var handrit Dags Kára “The good heart” sem tryggði honum verðlaunin. Auk peningaverðlaunanna eru myndinni tryggðar sýningar í japönsku sjónvarpi. 29.1.2007 12:51 Allt stefnir í verkfall hjá British Airways Allt útlit er fyrir að tveggja daga verkfall starfsmanna breska flugfélagsins British Airways hefjist á morgun. Flugfélagið hefur þegar aflýst 1.300 flugferðum, þar á meðal til og frá Íslandi. 29.1.2007 12:45 Á fleygiferð í bíl í Illum Stórverslunin Illum á Strikinu í Kaupmannahöfn hefur eflaust líkst tökustað kvikmyndar í gærkvöld þegar tveir menn óku bifreið inn í verslunina og reyndu að ræna skartgripadeildina þar. 29.1.2007 12:41 Rætt um alþjóðlegan háskóla á Keflavíkurflugvelli Alþjóðlegur háskóli, tengdur þekkingarsetri og rannsóknastofnunum, er meðal þeirra hugmynda, sem áhugi er á að gera að veruleika á Keflavíkurflugvelli. 29.1.2007 12:30 Þrenn samtök lýsa ábyrgð Þrenn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í Rauðahafsbænum Eilat í Ísrael í morgun. Þrír létu lífið í árásinni en hún var gerð í bakaríi í bænum, sem er fjölsóttur af ferðamönnum. 29.1.2007 12:30 Ingibjörg Sólrún hefur enga trú á því að Jón Baldvin bjóði fram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur enga trú á því að Jón Baldvin Hannibalsson geri alvöru í því að bjóða fram nýjan lista í alþingiskosningum. Hann skilji manna best að menn megi ekki stökkva frá borði þrátt fyrir ágjöf. Það viti þeir best sem sjálfir hafi staðið í brúnni. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins orðaði möguleikann á slíku framboði í Silfri Egils í gær. 29.1.2007 12:18 120 vitni kölluð fyrir í aðalmeðferð Baugsmáls Við fyrirtöku í morgun í Baugsmálinu, sem enn er komið í héraðsdóm, kom fram að vænta má þess að 120 vitni verði kölluð fyrir í aðalmeðferð málsins í næsta mánuði. Á þessu stigi málsins er verið að fjalla um ákæruliði sem áður hafði verið vísað frá héraðsdómi og Hæstarétti. 29.1.2007 12:15 Yfir 300 uppreisnarmenn féllu í bardögum Að minnsta kosti 300 uppreisnarmenn eru sagðir hafa fallið í heiftarlegum átökum við íraskar og bandarískar hersveitir í Najaf-héraði undanfarinn sólarhring. Að minnnsta kosti fimm íraskir hermenn liggja í valnum eftir átökin og tveir bandarískir. 29.1.2007 12:02 Þrír hafa gefið sig fram Þrír menn af þeim fjórum sem gengu í gildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss þegar þeir héldu sig vera að fara á fund þrettán ára stúlkubarns hafa gefið sig fram við lögreglu. Enn er óljóst hvernig ákæruvaldið mun taka á málum mannanna. 29.1.2007 12:00 UNICEF þarf 43 milljarða til að sinna neyð Í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2007, sem kynnt var í dag, kemur fram að UNICEF þurfi rúmlega 43 milljarða til að aðstoða börn og konur á 33 neyðarsvæðum víða um heim. Verkefnin eru bæði í Darfur en eins í löndum sem fá minni fjölmiðlaathygli á borð við Haítí, Eritreu og Mið-Afríkulýðveldið. 29.1.2007 12:00 Lítill hestur er mikil hjálp Panda hefur allt sem maður gæti óskað sér í gæludýri og blindrahesti. Hún verndar eiganda sinn Ann Eide, lætur vita þegar hún þarf að gera stykkin sín, er ávallt viðbúin og elskar að elta hluti. Smáhesturinn Panda í Betlehem, New York, hefur hjálpað Eide, 58 ára, að komast ferða sinna í borgum og sveitum frá árinu 2003. Edie heyrði fyrst um blindrahesta árið 2000, en þá var hún með blindrahund. 29.1.2007 11:43 Ástralir drekki endurunnið skolp Íbúar í Queensland í Ástralíu munu bráðlega fá endurunnið skolpvatn í kranavatninu, að því er fylkisstjórinn hefur sagt. Hugmyndin nýtur afar lítilla vinsælda hjá íbúunum en fylkisstjórinn segir engra annarra kosta völ og sama muni eflaust eiga við um fleiri fylki Ástralíu á næstu árum. 29.1.2007 11:29 Stálu bílum í Reykjavík og á Skeiðum Bíræfnir bílaþjófar voru á ferðinni í Reykjavík og á Skeiðum í síðustu viku eftir því sem segir á vef lögreglunnar á Selfossi. Lögregla fékk tilkynningu um að bíl hefði verið stolið af sveitabæ á Skeiðum aðfaranótt þriðjudags en hann fannst næsta dag við fjölbýlishús í Laugarneshverfi í Reykjavík. 29.1.2007 11:27 Margrét ákveður næstu skref í dag Margrét Sverrisdóttir ákveður á fundi í dag klukkan sex hver næstu skref hennar á vettvangi stjórnmálanna verða. Þá fundar hún með sínu nánasta samstarfsfólki úr Frjálslynda flokknum um þá stöðu sem upp er komin eftir að hún laut í lægra haldi fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni í varaformannskjöri á landsfundi flokksins um helgina. 29.1.2007 11:08 Vegfarandi varð fyrir bílhurð Lögregla á Ísafirði rannsakar nú mál sem upp kom í gær en þá varð gangandi vegfarandi fyrir hurð á bifreið sem var ekið fram hjá honum á Skutulsfjarðarbraut. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni meiddist vegfarandinn ekki alvarlega en bifreiðinni var ekið á brott eftir atvikið. 29.1.2007 10:56 Hugsanleg brot Ísraelsmanna á vopnalögum Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna birtir Bandaríkjaþingi bráðabirgðaskýrslu í dag um það hvort vopnalög Bandaríkjanna hafi verið brotin þegar Ísraelar vörpuðu klasasprengjum, framleiddum í Bandaríkjunum, á íbúðabyggð í Líbanon síðastliðið sumar. 29.1.2007 10:46 Vígamenn Hamas ræna yfirmanni öryggissveita Fatah Vígamenn hliðhollir Hamas samtökunum rændu í kvöld yfirmanni öryggissveita Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Talsmaður palestínskra öryggissveita skýrði frá þessu í kvöld. Maðurinn sem var rænt heitir Sayyed Shabban og var yfir öryggissveitum á Gaza. 28.1.2007 20:46 Kabila treystir stöðu sína Stuðningsmenn Joseph Kabila, forseta Kongó, unnu auðveldan sigur í fylkisstjórakosningum í Kongó en úrslit voru birt í dag. Stjórnarandstaðan, undir forystu Jean-Pierre Bemba, mótmælti niðurstöðununum samstundis og sagði brögð í tafli. Kosningabandalag Kabila vann sex af níu fylkisstjórakosningum og sjálfstæðir frambjóðendur unnu tvær. 28.1.2007 20:29 Fimm hermenn felldir í Najaf Tveir bandarískir hermenn létu lífið þegar þyrla hrapaði í bardaganum í Najaf í dag. Þetta sagði fulltrúi bandaríska hersins í kvöld. Fréttamaður Reuters fréttaveitunnar sá þyrluna hrapa eftir að hafa lent í skothríð. Reykur liðaðist frá þyrlunni þegar hún hrapaði. 28.1.2007 20:09 Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. 28.1.2007 19:45 Þúfnapólitík réði úrslitum Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér. 28.1.2007 19:30 250 uppreisnarmenn felldir í Írak Bandarískar og íraskar hersveitir hafa barist í allan dag við uppreisnarmenn úr röðum súnnía og sjía múslima í borginni Najaf. Bandaríski herinn hefur hingað til ekki viljað segja neitt um bardagann þar sem hann er enn í gangi en írösk yfirvöld sögðu rétt í þessu að fleiri en 250 uppreisnarmenn hefðu látið lífið. 28.1.2007 19:15 Deilt um friðlandið á Hornströndum Bæjarstjórinn á Ísafirði vill stækka friðland Hornstranda - en hópur landeigenda vill minnka það. Eina friðunin á Hornströndum hefur verið friðun tófunnar, segir einn landeigenda. 28.1.2007 18:54 Vill að Margrét leiði lista í Reykjavík Margrét Sverrisdóttir íhugar að kæra framkvæmd kosninga á landsþingi Frjálslynda flokksins þar sem hún segir hafa ríkt glundroða. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vill að Margrét skipi fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður í næstu þingkostningum 28.1.2007 18:45 Læknir á slysadeild varð fyrir árás Læknir á slysadeild Landsspítalans tognaði á hendi þegar ráðist var á hann í nótt. Fjórir ungir menn voru handteknir fyrir slagsmál og læti á biðstofu slysadeildarinnar. 28.1.2007 18:45 10 til 15 manns rænt í Nablus Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. 28.1.2007 18:30 Leyniviðaukar ræddir á Alþingi Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. 28.1.2007 18:30 Dýrafjörður fullur af hafís Dýrafjörður er enn fullur af hafís og ekki nema fyrir þá alvönustu að fara þar um sjóleiðina ef hún er ekki alveg ófær. 28.1.2007 18:25 Leiðtogar Fatah þekkjast boð Abdullah Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna hafa þekkst boð Abdullah, konungs Sádi Arabíu, um að hittast í Mekka og reyna að leysa ágreiningsmál sín. Adbullah kom með tilboðið í dag en hann sagði nauðsynlegt að palestínumenn sameinuðust um að komast undan hæl Ísraelsmanna. 28.1.2007 18:15 Sinn Fein samþykkir lögmæti lögreglunnar Sinn Fein, stjórnmálaflokkur írska lýðveldishersins, batt í dag enda á áratugalanga mótstöðu við lögreglu Norður Írlands. Félagafundur flokksins samþykkti lögmæti lögreglunnar en forystumenn Sinn Fein höfðu hvatt til þess á fundinum. 28.1.2007 17:54 Rússar og Indverjar halda sameiginlega heræfingu Rússar og Indverjar ætla sér að vera með sameiginlega heræfingu í september. Talsmaður rússneska hersins skýrði frá þessu í dag. Náin samskipi hafa átt sér stað á milli rússneska og indverska hersins og eru þau hluti af nýjum samskiptareglum þeirra en löndin voru bandamenn í kalda stríðinu. 28.1.2007 17:15 Bandarískur táningur gengur berserksgang Sextán ára bandarískur drengur, vopnaður miðaldasverði, myrti móður sína og særði systur sína og vin hennar. Atvikið átti sér stað á heimili drengsins. Þegar lögreglu bar að garði réðist hann að einum lögregluþjóninum með sverðið á lofti og tókst að særa hann. 28.1.2007 17:04 Konungur Sádi Arabíu býður til viðræðna Konungur Sádi Arabíu, Abdullah, bauð í dag leiðtogum Hamas og Fatah til Mekku, einnar heilögustu borgar múslima, til þess að ræða ágreiningsmál sín. „Ég býð þeim öllum... á mikilvægan fund í heilögu húsi guðs til þess að ræða vandamál sín í hinni vinalegu Sádi Arabíu án þess að nokkur sé að skipta sér af.“ sagði Abdullah konungur í opnu bréfi. Hamas hefur þegar þekkst boðið. 28.1.2007 16:39 Íslendingar töpuðu Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins. 28.1.2007 16:09 Mikill hafís í Dýrafirði Hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum. Nær hann langt inn fyrir Þingeyri. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna. Dýrafjörður er nú lokaður fyrir skipaumferð vegna hafíss. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug fyrr í dag en enn á eftir að koma úr því. 28.1.2007 15:52 Umferðaróhapp við Hítará á Mýrum Jepplingur og fólksbíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Hítará á Mýrum. Einhver slys urðu á fólki en ekki alvarleg. Á þessari stundu er ekki vitað hversu margir voru í bílunum tveimur. Báðir bílar skemmdust mikið og þurfti að draga þá á brott. 28.1.2007 15:28 Ísland sex mörkum undir Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum. 28.1.2007 15:09 Ríkisstjórn Sri Lanka nær meirihluta Ríkisstjórnin í Sri Lanka náði að tryggja sér meirihluta í fyrsta sinn eftir að 25 stjórnarandstöðuþingmenn gengu til liðs við hana. Við þessi vistaskipti fengu sumir liðhlaupanna ráðuneyti að launum. Ríkisstjórnin hefur nú 113 sæti af 225 sem mun hjálpa henni að koma lögum í gegnum þingið. 28.1.2007 15:05 Sjá næstu 50 fréttir
Verkfalli aflýst hjá British Airways Tveggja daga verkfalli flugliða hjá breska flugfélaginu British Airways hefur verið aflýst. Samningar náðust nú eftir hádegið milli félagsins og flugliða um aðalatriði deilunnar. Verkfallið var fyrirhugað frá miðnætti í kvöld til miðnættis á miðvikudagskvöld. Sættir um laun og veikindadaga tókust loks í dag. Þrátt fyrir að verkfallinu hafi verið aflýst er gert ráð fyrir einhverjum truflunum á flugi. 29.1.2007 14:07
Nemendur sendir heim í mótmælaskyni Kennarar í barnaskólanum á Eyrarbakka sendu í morgun um áttatíu börn í efstu bekkjum skólans heim til sín um tíuleytið til þess að mótmæla því sem þeir kalla sleifarlag við framkvæmdir á skólalóðinni á Eyrarbakka. 29.1.2007 13:57
Gámar fjarlægðir af strandaða flutningaskipinu Fjöldi björgunarbáta hóf í dag að fjarlægja meira en tvö þúsund gáma af flutningaskipinu MSC Napoli, sem strandaði undan ströndum Devon á Englandi 19 janúar. Risastór fljótandi krani er notaður til að færa gámana, sem innihalda allt frá barnableyjum til mótorhjóla. Verkið er bæði tímafrekt og vandasamt, en skipið má ekki breyta um stöðu þegar gámarnir eru teknir af því. 29.1.2007 13:54
Eiður skorar til stuðnings veikum börnum Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðisins í knattspyrnu og leikmaður Barcelona, skrifaði í gær undir samstarfssamning við Eimskipafélag Íslands til þriggja ára bæði á sviði kynningar- og góðgerðamála. 29.1.2007 13:41
Þrír dagar í reykingabann í Frakklandi Frá og með 1. febrúar næstkomandi verður bannað að reykja í opinberum stöðum, nema á kaffihúsum og veitinga- og skemmtistöðum í Frakklandi. Veitingasalar hafa ár til að aðlagast, þar verður bannað að reykja 1. febrúar á næsta ári. Reykingabannið mun breyta ásýnd Frakklands þar sem löngum hefur búið ein mesta reykingaþjóð Evrópu. 29.1.2007 13:30
Líðan vélsleðamanns fer batnandi Líðan mannsnis sem lenti í snjóflóði norðan við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fer batnandi. Að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri er hann þó enn í öndunarvél. 29.1.2007 13:15
Keflavíkurflugvöllur notaður sem umskipunarhöfn Keflavíkurflugvöllur var um helgina notaður sem eins konar umskipunarhöfn fyrir flutning frá Texas til Sádi-Arabíu. Það voru Antonov-flutningavélar frá Rússlandi sem önnuðust flutninginn sem var sérhæfður búnaður til borunar eftir olíu. 29.1.2007 13:00
Dagur Kári hlýtur verðlaun á Sundance Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri var einn fjögurra hugsjónamanna í kvikmyndagerð sem hlutu verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni á laugardag. Verðlaunin nema tæplega 700 þúsund krónum í framleiðslustyrk, auk aðstoðar við dreifingu. Það var handrit Dags Kára “The good heart” sem tryggði honum verðlaunin. Auk peningaverðlaunanna eru myndinni tryggðar sýningar í japönsku sjónvarpi. 29.1.2007 12:51
Allt stefnir í verkfall hjá British Airways Allt útlit er fyrir að tveggja daga verkfall starfsmanna breska flugfélagsins British Airways hefjist á morgun. Flugfélagið hefur þegar aflýst 1.300 flugferðum, þar á meðal til og frá Íslandi. 29.1.2007 12:45
Á fleygiferð í bíl í Illum Stórverslunin Illum á Strikinu í Kaupmannahöfn hefur eflaust líkst tökustað kvikmyndar í gærkvöld þegar tveir menn óku bifreið inn í verslunina og reyndu að ræna skartgripadeildina þar. 29.1.2007 12:41
Rætt um alþjóðlegan háskóla á Keflavíkurflugvelli Alþjóðlegur háskóli, tengdur þekkingarsetri og rannsóknastofnunum, er meðal þeirra hugmynda, sem áhugi er á að gera að veruleika á Keflavíkurflugvelli. 29.1.2007 12:30
Þrenn samtök lýsa ábyrgð Þrenn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í Rauðahafsbænum Eilat í Ísrael í morgun. Þrír létu lífið í árásinni en hún var gerð í bakaríi í bænum, sem er fjölsóttur af ferðamönnum. 29.1.2007 12:30
Ingibjörg Sólrún hefur enga trú á því að Jón Baldvin bjóði fram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur enga trú á því að Jón Baldvin Hannibalsson geri alvöru í því að bjóða fram nýjan lista í alþingiskosningum. Hann skilji manna best að menn megi ekki stökkva frá borði þrátt fyrir ágjöf. Það viti þeir best sem sjálfir hafi staðið í brúnni. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins orðaði möguleikann á slíku framboði í Silfri Egils í gær. 29.1.2007 12:18
120 vitni kölluð fyrir í aðalmeðferð Baugsmáls Við fyrirtöku í morgun í Baugsmálinu, sem enn er komið í héraðsdóm, kom fram að vænta má þess að 120 vitni verði kölluð fyrir í aðalmeðferð málsins í næsta mánuði. Á þessu stigi málsins er verið að fjalla um ákæruliði sem áður hafði verið vísað frá héraðsdómi og Hæstarétti. 29.1.2007 12:15
Yfir 300 uppreisnarmenn féllu í bardögum Að minnsta kosti 300 uppreisnarmenn eru sagðir hafa fallið í heiftarlegum átökum við íraskar og bandarískar hersveitir í Najaf-héraði undanfarinn sólarhring. Að minnnsta kosti fimm íraskir hermenn liggja í valnum eftir átökin og tveir bandarískir. 29.1.2007 12:02
Þrír hafa gefið sig fram Þrír menn af þeim fjórum sem gengu í gildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss þegar þeir héldu sig vera að fara á fund þrettán ára stúlkubarns hafa gefið sig fram við lögreglu. Enn er óljóst hvernig ákæruvaldið mun taka á málum mannanna. 29.1.2007 12:00
UNICEF þarf 43 milljarða til að sinna neyð Í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2007, sem kynnt var í dag, kemur fram að UNICEF þurfi rúmlega 43 milljarða til að aðstoða börn og konur á 33 neyðarsvæðum víða um heim. Verkefnin eru bæði í Darfur en eins í löndum sem fá minni fjölmiðlaathygli á borð við Haítí, Eritreu og Mið-Afríkulýðveldið. 29.1.2007 12:00
Lítill hestur er mikil hjálp Panda hefur allt sem maður gæti óskað sér í gæludýri og blindrahesti. Hún verndar eiganda sinn Ann Eide, lætur vita þegar hún þarf að gera stykkin sín, er ávallt viðbúin og elskar að elta hluti. Smáhesturinn Panda í Betlehem, New York, hefur hjálpað Eide, 58 ára, að komast ferða sinna í borgum og sveitum frá árinu 2003. Edie heyrði fyrst um blindrahesta árið 2000, en þá var hún með blindrahund. 29.1.2007 11:43
Ástralir drekki endurunnið skolp Íbúar í Queensland í Ástralíu munu bráðlega fá endurunnið skolpvatn í kranavatninu, að því er fylkisstjórinn hefur sagt. Hugmyndin nýtur afar lítilla vinsælda hjá íbúunum en fylkisstjórinn segir engra annarra kosta völ og sama muni eflaust eiga við um fleiri fylki Ástralíu á næstu árum. 29.1.2007 11:29
Stálu bílum í Reykjavík og á Skeiðum Bíræfnir bílaþjófar voru á ferðinni í Reykjavík og á Skeiðum í síðustu viku eftir því sem segir á vef lögreglunnar á Selfossi. Lögregla fékk tilkynningu um að bíl hefði verið stolið af sveitabæ á Skeiðum aðfaranótt þriðjudags en hann fannst næsta dag við fjölbýlishús í Laugarneshverfi í Reykjavík. 29.1.2007 11:27
Margrét ákveður næstu skref í dag Margrét Sverrisdóttir ákveður á fundi í dag klukkan sex hver næstu skref hennar á vettvangi stjórnmálanna verða. Þá fundar hún með sínu nánasta samstarfsfólki úr Frjálslynda flokknum um þá stöðu sem upp er komin eftir að hún laut í lægra haldi fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni í varaformannskjöri á landsfundi flokksins um helgina. 29.1.2007 11:08
Vegfarandi varð fyrir bílhurð Lögregla á Ísafirði rannsakar nú mál sem upp kom í gær en þá varð gangandi vegfarandi fyrir hurð á bifreið sem var ekið fram hjá honum á Skutulsfjarðarbraut. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni meiddist vegfarandinn ekki alvarlega en bifreiðinni var ekið á brott eftir atvikið. 29.1.2007 10:56
Hugsanleg brot Ísraelsmanna á vopnalögum Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna birtir Bandaríkjaþingi bráðabirgðaskýrslu í dag um það hvort vopnalög Bandaríkjanna hafi verið brotin þegar Ísraelar vörpuðu klasasprengjum, framleiddum í Bandaríkjunum, á íbúðabyggð í Líbanon síðastliðið sumar. 29.1.2007 10:46
Vígamenn Hamas ræna yfirmanni öryggissveita Fatah Vígamenn hliðhollir Hamas samtökunum rændu í kvöld yfirmanni öryggissveita Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Talsmaður palestínskra öryggissveita skýrði frá þessu í kvöld. Maðurinn sem var rænt heitir Sayyed Shabban og var yfir öryggissveitum á Gaza. 28.1.2007 20:46
Kabila treystir stöðu sína Stuðningsmenn Joseph Kabila, forseta Kongó, unnu auðveldan sigur í fylkisstjórakosningum í Kongó en úrslit voru birt í dag. Stjórnarandstaðan, undir forystu Jean-Pierre Bemba, mótmælti niðurstöðununum samstundis og sagði brögð í tafli. Kosningabandalag Kabila vann sex af níu fylkisstjórakosningum og sjálfstæðir frambjóðendur unnu tvær. 28.1.2007 20:29
Fimm hermenn felldir í Najaf Tveir bandarískir hermenn létu lífið þegar þyrla hrapaði í bardaganum í Najaf í dag. Þetta sagði fulltrúi bandaríska hersins í kvöld. Fréttamaður Reuters fréttaveitunnar sá þyrluna hrapa eftir að hafa lent í skothríð. Reykur liðaðist frá þyrlunni þegar hún hrapaði. 28.1.2007 20:09
Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. 28.1.2007 19:45
Þúfnapólitík réði úrslitum Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér. 28.1.2007 19:30
250 uppreisnarmenn felldir í Írak Bandarískar og íraskar hersveitir hafa barist í allan dag við uppreisnarmenn úr röðum súnnía og sjía múslima í borginni Najaf. Bandaríski herinn hefur hingað til ekki viljað segja neitt um bardagann þar sem hann er enn í gangi en írösk yfirvöld sögðu rétt í þessu að fleiri en 250 uppreisnarmenn hefðu látið lífið. 28.1.2007 19:15
Deilt um friðlandið á Hornströndum Bæjarstjórinn á Ísafirði vill stækka friðland Hornstranda - en hópur landeigenda vill minnka það. Eina friðunin á Hornströndum hefur verið friðun tófunnar, segir einn landeigenda. 28.1.2007 18:54
Vill að Margrét leiði lista í Reykjavík Margrét Sverrisdóttir íhugar að kæra framkvæmd kosninga á landsþingi Frjálslynda flokksins þar sem hún segir hafa ríkt glundroða. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vill að Margrét skipi fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður í næstu þingkostningum 28.1.2007 18:45
Læknir á slysadeild varð fyrir árás Læknir á slysadeild Landsspítalans tognaði á hendi þegar ráðist var á hann í nótt. Fjórir ungir menn voru handteknir fyrir slagsmál og læti á biðstofu slysadeildarinnar. 28.1.2007 18:45
10 til 15 manns rænt í Nablus Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. 28.1.2007 18:30
Leyniviðaukar ræddir á Alþingi Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. 28.1.2007 18:30
Dýrafjörður fullur af hafís Dýrafjörður er enn fullur af hafís og ekki nema fyrir þá alvönustu að fara þar um sjóleiðina ef hún er ekki alveg ófær. 28.1.2007 18:25
Leiðtogar Fatah þekkjast boð Abdullah Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna hafa þekkst boð Abdullah, konungs Sádi Arabíu, um að hittast í Mekka og reyna að leysa ágreiningsmál sín. Adbullah kom með tilboðið í dag en hann sagði nauðsynlegt að palestínumenn sameinuðust um að komast undan hæl Ísraelsmanna. 28.1.2007 18:15
Sinn Fein samþykkir lögmæti lögreglunnar Sinn Fein, stjórnmálaflokkur írska lýðveldishersins, batt í dag enda á áratugalanga mótstöðu við lögreglu Norður Írlands. Félagafundur flokksins samþykkti lögmæti lögreglunnar en forystumenn Sinn Fein höfðu hvatt til þess á fundinum. 28.1.2007 17:54
Rússar og Indverjar halda sameiginlega heræfingu Rússar og Indverjar ætla sér að vera með sameiginlega heræfingu í september. Talsmaður rússneska hersins skýrði frá þessu í dag. Náin samskipi hafa átt sér stað á milli rússneska og indverska hersins og eru þau hluti af nýjum samskiptareglum þeirra en löndin voru bandamenn í kalda stríðinu. 28.1.2007 17:15
Bandarískur táningur gengur berserksgang Sextán ára bandarískur drengur, vopnaður miðaldasverði, myrti móður sína og særði systur sína og vin hennar. Atvikið átti sér stað á heimili drengsins. Þegar lögreglu bar að garði réðist hann að einum lögregluþjóninum með sverðið á lofti og tókst að særa hann. 28.1.2007 17:04
Konungur Sádi Arabíu býður til viðræðna Konungur Sádi Arabíu, Abdullah, bauð í dag leiðtogum Hamas og Fatah til Mekku, einnar heilögustu borgar múslima, til þess að ræða ágreiningsmál sín. „Ég býð þeim öllum... á mikilvægan fund í heilögu húsi guðs til þess að ræða vandamál sín í hinni vinalegu Sádi Arabíu án þess að nokkur sé að skipta sér af.“ sagði Abdullah konungur í opnu bréfi. Hamas hefur þegar þekkst boðið. 28.1.2007 16:39
Íslendingar töpuðu Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins. 28.1.2007 16:09
Mikill hafís í Dýrafirði Hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum. Nær hann langt inn fyrir Þingeyri. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna. Dýrafjörður er nú lokaður fyrir skipaumferð vegna hafíss. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug fyrr í dag en enn á eftir að koma úr því. 28.1.2007 15:52
Umferðaróhapp við Hítará á Mýrum Jepplingur og fólksbíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Hítará á Mýrum. Einhver slys urðu á fólki en ekki alvarleg. Á þessari stundu er ekki vitað hversu margir voru í bílunum tveimur. Báðir bílar skemmdust mikið og þurfti að draga þá á brott. 28.1.2007 15:28
Ísland sex mörkum undir Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum. 28.1.2007 15:09
Ríkisstjórn Sri Lanka nær meirihluta Ríkisstjórnin í Sri Lanka náði að tryggja sér meirihluta í fyrsta sinn eftir að 25 stjórnarandstöðuþingmenn gengu til liðs við hana. Við þessi vistaskipti fengu sumir liðhlaupanna ráðuneyti að launum. Ríkisstjórnin hefur nú 113 sæti af 225 sem mun hjálpa henni að koma lögum í gegnum þingið. 28.1.2007 15:05
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent