Innlent

Foreldrar reyna að tryggja öryggi barna á Netinu

Ekki þykir ástæða til að foreldrar rífi tölvur úr sambandi og sendi börn sín út í brennó til að tryggja öryggi þeirra, segir verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla. Hann leggur til að foreldrar kynni sér heilræði SAFT verkefnisins um örugga netnotkun.

Eftir umfjöllun Kompás hefur símtölum rignt til Heimilis og skóla þangað sem óttaslegnir foreldrar hafa leitað til að reyna að tryggja öryggi barna sinna á Netinu. Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri hjá SAFT, segir eðlilegt að samkomulag sé um það hve mikil netnotkun barna sé. Þau séu hvött til að gefa aldrei upp persónulegar upplýsingar eða mæla sér mót við einhvern sem þau hafa kynnst á Netinu, án leyfis foreldris.

Hafa skal í huga að barnaníðingar virðast ærið útsjónarsamir. Taka sér tíma til að ávinna sér traust barnanna og villa á sér heimildir.

Leiðbeiningar um það hvernig hægt er að láta MSN forritið vista samtöl sem þar fara fram er að finna á heimasíðu SAFT Saft.is. Einnig má benda foreldrum og forráðamönnum barna á vefslóðina netöryggi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×