Innlent

Brotist inn í sumarbústað í Grímsneshreppi

MYND/Róbert

Brotist var inn í sumarbústað um helgina. Bústaðurinn er í byggingu í landi Mýrarkots í Grímsneshreppi. Stolið var tveimur borvélum, hjólasög, nagara og slípirokk. Lögreglan á Selfossi biður þá sem orðið hafa varir við óvenjulegar mannaferðir á svæðinu eða hafa einhver upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×