Innlent

Leggur fram frumvarp um stofnfrumurannsóknir

MYND/Hari

Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun sem miðar að því að heimila nýtingu stofnfrumna til rannsókna og lækninga.

Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að nota fósturvísa til að búa til stofnfrumulínur en eftir því sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpið á aflétta banninu að hluta með því að leyfa notkun umframfósturvísa í þessu skyni. Auk þessa er í frumvarpinu lagt til að heimilt verði í undantekningartilvikum að framkvæma kjarnaflutning, það er fjarlægja kjarna úr eggfrumu og koma í staðinn fyrir kjarna úr líkamsfrumu, í þeim tilgangi að búa til stofnfrumulínur sem nýst geta til lækninga eða til að afla þekkingar í líf- og læknisfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×