Innlent

Grýtti leigubíl vegna deilna um fargjald

MYND/Róbert

Lögregla handtók um helgina karlmann sem grýtti steini í gegnum rúðu leigubíls í Breiðholti. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni kom til ósættis milli hans og leigubílstjórans þegar kom að því að greiða fargjaldið. Lauk þeim viðskiptum með því að maðurinn kastaði grjóti í framrúðu leigubílsins.

Þá var hurð illa leikin á gistihúsi í borginni en þar dvöldu karlmaður og kona á fertugsaldri. Þeim sinnaðist og maðurinn gekk á dyr með látum. Nokkuð var um skemmdarverk á höfuðborgarsvæðinu um helgina og fengu bæði bílar, hurðir, póstkassar og rúður að kenna á reiði borgarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×