Innlent

Eimskip eignast alla hluti í Norðurfrakt

MYND/Vilhelm

Eimskip hefur keypt alla hluti í Norðufrakt ehf. á Siglufirði en fyrir átti félagið 52 prósenta hlut. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu eru seljendur Árni Helgason á Ólafsfirði og Ásmundur H. Einarsson á Siglufirði.

Ásmundur stofnaði fyrirtækið fyrir átta árum en rekstur Árna Helgasonar á Ólafsfirði var færður inn í það fyrir um tveimur árum. Hjá Norðurfrakt vinna nú 19 starfsmenn og félagið rekur vöruafgreiðslur á Siglufirði og Ólafsfirði en reksturinn verður á næstu vikum samþættur inn í rekstur Eimskips.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×