Innlent

Mótmæli fyrirhuguð vegna Herjólfshækkunar

Herjólfur í kröppum dansi fyrr í vetur
Herjólfur í kröppum dansi fyrr í vetur MYND/Fréttablaðið
Hækkun á fargjöldum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs mælist illa fyrir í Eyjum. Að sögn Frétta í Eyjum hefur hópur fólks ákveðið að efna til mótmælastöðu við Herjólf áður en skipið fer seinni ferðina kl. 16.00 á miðvikudaginn. Gjaldskrá Herjólfs hækkar 1. febrúar um 11,49% að meðaltali. Almennt fargjald fyrir fullorðinn hækkur úr 1800 krónum í 2000 krónur. Páll Scheving staðfesti þetta í samtali við Fréttir og sagði hann að Eggert Björgvinsson, kennari, hefði haft samband við sig. "Hann bað mig um að koma þessu áleiðis til fólks og ég á ekki von á öðru en að Eyjamenn fjölmenni á Básaskersbryggju á miðvikudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×