Fleiri fréttir Ung kona vitnar um kynferðissamband við Guðmund í Byrginu Tuttugu og fjögurra ára kona, sem var skjólstæðingur Guðmundar Jónssonar forstöðumanns Byrgisins, vitnar um það, í viðtali í Íslandi í dag á eftir, að hún átti í kynferðissambandi við hann í nærri tvö ár. Hún hefur sett sig í samband við lögreglu og mun leggja fram formlega kæru í fyrramálið. 21.12.2006 19:26 Hermaður ákærður fyrir 13 morð Bandarískur hermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 13 óvopnaða óbreytta borgara í borginni Haditha í Írak en lögfræðingar hans skýrðu frá þessu í dag. 21.12.2006 19:22 Kviknaði í út frá aðventukransi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúð á Reynimelnum fyrir stundu eftir að það kviknaði í. Aðventukrans hafði brunnið niður og við það kviknað í. Búið er að slökkva eldinn og slökkviliðsmenn eru nú að reykræsta íbúðina. 21.12.2006 19:15 Sér ekki fyrir endann á verkefnum björgunarsveita Allt innanlandsflug lá niðri eftir hádegi í dag og miklar tafir voru á Keflavíkurflugvelli vegna hvassviðris. Björgunarsveitir á Suðvesturhorninu hafa farið í fjölmörg óveðursútköll í dag og sér ekki fyrir endann á verkefnunum. 21.12.2006 18:50 Skagafjörður eins og hafsjór yfir að líta Skagafjörður er nú eins og hafsjór yfir að líta en Héraðsvötnin eru stífluð á tveimur stöðum. Hópar björgunarsveitarmanna hafa í dag reynt, við erfiðar aðstæður, að bjarga hrossum sem orðið hafa innlyksa. 21.12.2006 18:40 Sjálfstæðisflokkur samþykkir framboðslista í Reykjavíkurkjördæmum Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður voru samþykktir á fundi í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, verður í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, verður í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík norður í alþingiskosningunum í maí á næsta ári. 21.12.2006 18:32 Níðstöng veldur vandræðum Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. 21.12.2006 18:28 Skriðuhætta ekki enn liðin hjá Talið er að skriðuhætta sé ekki enn liðin hjá í innanverðum Eyjafirði og þá sérstaklega við bæinn Grænuhlíð. Í ljósi þess er lagt til að fólk hafist ekki við á þeim bæjum sem í mestri hættu eru taldir, það er á svæðinu frá Æsustöðum að Arnarfelli, að báðum bæjum meðtöldum. 21.12.2006 18:21 Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun og segir að ekkert ferðaveður sé á Holtavörðuheiði og Vatnsskarði vegna mikillar hálku og stórhríðar. 21.12.2006 18:13 Selfosslögreglan fær nætursjónauka Fulltrúar Suðurlandsvegar ehf, sem stefnir að bættum vegasamgöngum á Suðvesturhorni landsins, afhentu lögreglunni á Selfossi í hádeginu í dag, dimmasta degi ársins, nætursjónauka til eftirlitsstarfa. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, tekur við sjónaukanum, sem á að auðvelda lögreglunni eftirlitsstörf, en allir vegir utan þéttbýlis á Suðurlandi, eru ólýstir. 21.12.2006 17:40 Kóraninn notaður við embættistöku Deilur hafa blossað upp á bandaríska þinginu vegna þess að nýkjörinn þingmaður Minnesota fylkis, Keith Ellison, ætlar sér að nota Kóraninn þegar hann sver embættiseið en Ellison er múslimi. Þingmenn hafa jafnan notað biblíuna við athafnir sem þessar þó svo að samkvæmt lögum sé þess ekki krafist. 21.12.2006 17:37 Nýjasta Harry Potter bókin heitir..... Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur upplýst hvað verður nafnið á sjöundu og síðustu Harry Potter bókinni. Hún mun heita "Harry Potter and the Deathly Hallows." 21.12.2006 16:55 Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að rannsaka hleranir frekar Ríkissaksóknari sér ekki ástæðu til að halda áfram rannsókn á ætluðum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og starfsmönnum á meðan þeir gengdu störfum í utanríkisráðuneytinu. Ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka hvort um hleranir hefði verið að ræða. Að lokinni rannsókn telur lögreglustjórinn ekki ástæðu til að rannsaka málið frekar. 21.12.2006 16:39 400 tonna flugvél snerist á staðnum 400 tonna fraktflugvél snerist um 35 gráður á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir fjögur-leytið í dag. Flughált er á vellinum og slær hátt í 30m/s í verstu hviðunum. Búið er að raða kubbum við hjól vélarinnar og raða slökkvilbílum við vélina til að taka af henni mesta vindinn. 21.12.2006 16:38 Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn ætlar að hækka óverðtryggða inn- og útlána um allt að 0,25 prósentustig frá og með 1. janúar 2007. Í tilkynningu frá bankanum segir að hækkunin sé í beinu framhaldi af hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands í morgun. 21.12.2006 16:21 Valkyrjur í vígahug Þrjár breskar konur, vopnaðar handtöskum sínum, stöðvuðu hættulegan glæpamann sem var á flótta undan lögreglunni, og komu honum undir manna hendir. Maðurinn var eftirlýstur fyrir árásir á þrjá lögregluþjóna, og ólöglegan vopnaburð. 21.12.2006 16:11 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir á suðvesturhorninu Björgunarsveitarmenn Landsbjargar eru nú í nokkrum óveðursútköllum á suðvesturhorninu. Í Þorlákshöfn voru þakplötur farnar að fjúka af fiskimjölsverksmiðju. Þá er stór skemma í byggingu í Keflavík en sú nýbygging er að liðast í sundur og er allt tiltækt lið frá Björgunarsveitinni Suðurnes að vinna í því verkefni. 21.12.2006 16:07 Björguðu um 70 hrossum á Skeiðum Björgunarfélag Árborgar hefur staðið í ströngu í dag vegna vatnavaxtanna í Hvítá og Ölfusá á Suðurlandi. Fyrr í dag komu þær yfir 70 hrossum til bjargar við bæinn Vorsabæ I á Skeiðum og voru hrossin rekin á sund með þremur eða fjórum bátum. Öll sluppu þau lifandi. 21.12.2006 16:07 Reynt að bjarga hrossum í Skagafirði Björgunarsveitarmenn í Skagafirði hafa síðan á hádegi reynt að bjarga hrossum sem hafa orðið innlyksa vegna flóðs í Héraðsvötnum. Nokkrir hópar björgunarsveitamanna eru nú á bátum og reyna að ná hrossunum á þurrt. 21.12.2006 15:55 Ekki hægt að nota landganga í Leifsstöð Vindur er nú orðinn það mikill í Leifsstöð að ekki er hægt að nota landganga flugstöðvarinnar og því mikil seinkun á flugi. Í sterkustu vindhviðunum slær upp í 55 hnúta, eða rúmlega 28 m/s á vellinum. Seinkun á flugi frá vellinum er nú allt upp í fjóra og hálfan tíma. 21.12.2006 15:38 Harðar deilur um líknardráp á Ítalíu Ítalskur læknir segist hafa slökkt á öndunarvél dauðvona sjúklings síns, til þess að binda enda á þjáningar hans. Sjúklingurinn hafði tapað máli sem hann höfðaði til þess að fá að deyja. Ættingjar og vinir mannsins voru viðstaddir þegar slökkt var á öndunarvélinni. 21.12.2006 15:37 Saka landlækni um dylgjur Ritstjórar tímaritsins Ísafoldar saka Matthías Halldórsson, landlækni, um að vera með dylgjur um það að í nýjasta hefti tímaritsins sé að finna ósannsögli og rangfærslur í grein um elliheimilið Grund. Ritstjórar blaðsins ætla að kanna hver lagaleg staða tímaritsins er vegna umæla landlæknis. 21.12.2006 15:32 Lokað á peninga handa Hamas Evrópskir eftirlitsmenn sem halda uppi vörslu á Rafah landamærastöðinni milli Egyptalands og Gaza strandarinnar hafa náð samkomulagi við Ísrael og fleiri aðila um að stöðva peningaflutninga Hamas samtakanna um stöðina. Talið er að Hamas hafi komið um 80 milljónum dollara í gegnum stöðina það sem af er þessu ári. 21.12.2006 15:25 Flugvél British Airways þurfti að lenda á Egilsstaðaflugvelli Flugvél frá British Airways þurfti að lenda á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki reyndist unt að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Vélin sem er Boeing 737 var að koma frá London en hundrað og þrjátíu farþegar eru um borð. Flugstjórar vélarinnar eru nú að velta fyrir sér næstu skrefum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri. Ætlunin er að athuga með flug aftur kl 17 síðdegis. 21.12.2006 15:03 Mikil seinkun á flugi British Airways Fjögurra og hálfs tíma seinkun er nú á flugi British Airways frá Keflavík til Gatwick-flugvallar í Lundúnum vegna þykkrar þoku sem legið hefur yfir flugvöllum í Lundúnum. Flug Iceland Express til Stanstead er hins vegar á áætlun enda er Stanstead nokkuð lengra frá Lundúnum en bæði Heathrow og Gatwick. 21.12.2006 14:53 Virðist sem maður hafi lagst í dvala Læknar eru forviða að Japani einn sé enn á lífi, eftir að hann villtist í fjallgöngu og lá úti í 23 daga með eina flösku af barbikjúsósu til matar. Öll líffæri fyrir utan heilann í honum voru hætt að virka, líkamshitinn var kominn niður í 22 gráður og púlsinn mjög veikur. 21.12.2006 14:41 Eignaðist þríbura úr tveimur legum Tuttugu og þriggja ára gömul bresk kona eignaðist nýlega þríbura sem hún hafði gengið með í tveimur legum. Úr öðru leginu komu eineggja tvíburasystur og ein stúlka úr hinu. Líkurnar á að þetta gerist eru sagðar einn á móti tuttugu og fimm milljónum. m 21.12.2006 14:38 Vinnuslys við Reykjanesbraut Vinnuslys varð við gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilstaðavegar skömmu fyrir klukkan tvö. Verið var að loka sliskju á flutningavagni, eða skábraut, eftir að ýta hafði verið sett upp á vagninn en hún féll þá ofan á karlmann. 21.12.2006 14:32 Fær sex milljónir greiddar vegna læknamistaka Íslenska ríkið og læknir voru í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða manni hátt í sex milljónir króna í bætur, vegna læknamistaka, sem talið er að hafi orðið til þess að taka varð af vinstri fót mannsins fyrir ofan hné. 21.12.2006 14:18 Engum datt í hug að fjármálafyrirtæki gætu talið fram í evrum Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, telur þá ákvörðun Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, að telja fram í evrum í stað krónu óheppilega. Þetta kom fram á Fréttamannafundi vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Davíð sagði að þegar lögin hafi verið sett um að fyrirtæki gætu gert upp í evrum, þá hafi ekki verið gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki nýttu sér þá heimild. Þau hafi ekki formlega verið undanþegin í lögunum, en engum hafi heldur dottið það í hug að þetta gæti gengið til þeirra. Sérfræðingar óttast að fleiri bankar kunni að fylgja fordæmi Straums, sem gæti veikt stöðu krónunnar. 21.12.2006 14:15 Malbikað umhverfis Snæfellsjökul Berglín ehf. í Stykkishólmi átti lægsta tilboð í gerð 17 kílómetra langs vegar með bundnu slitlagi á utanverðu Snæfellsnesi. Með vegagerðinni lýkur malbikun vegarins milli Arnarstapa og Ólafsvíkur og verður þá unnt að aka hring um Snæfellsnes á bundnu slitlagi með því að fara Vatnaleið en malarvegur er enn um Fróðárheiði. 21.12.2006 14:10 Varað við fölskum atvinnutilboðum í netpósti Ríkislögreglustjóri varar netnotendur við atvinnutilboðum erlendis frá sem þeir fá send á netföng sín. Fram kemur í tilkynningu frá Ríkislögreglsutjóra að í flestum tilfellum sé um sölu- og markaðsstörf að ræða og þykjast fyrirtækin sem kynnt eru til sögunnar vera leiðandi á því sviði á Netinu en flestum tilfellum er um hreina svikastarfsemi að ræða. 21.12.2006 14:06 Vatnsborð Hálslóns hækkar mikið vegna asahláku Vatnsborð Hálslóns hefur hækkað um 60 sentímetra á síðasta sólarhring sem er tífalt meira en að jafnaði í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef Kárahnjúkavirkjunar. Þar segir að vatnsborðið sé nú komið í 562 metra yfir sjávarmáli og að skýringarinnar á þessari miklu hækkun sé að leita í asahlákunni á landinu öllu með tilheyrandi vatnavöxtum. 21.12.2006 13:53 Stýrivextir hafa sjaldan verið hærri Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í dag um 0.25 prósent og hafa stýrivextir sjaldan verið hærri, en þeir eru nú 14.25 prósent. Þetta er sjöunda vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári og telur greiningardeild KB Banka ekki hafa verið ástæðu fyrir hækkuninni í dag. 21.12.2006 13:42 Hefur miklar áhyggjur af húsakosti Náttúrugripasafns Stjórn Félags Íslenskra safna og safnmanna lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar ófullnægjandi aðstöðu sem íslensk stjórnvöld hafa um of langt skeið búið Náttúrgripasafni Ísland. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. 21.12.2006 13:15 Ekki ástæða til aðgerða á Grund eftir umfjöllun Ísafoldar Landlæknir segir frásögn blaðamanns tímaritsins Ísafoldar af konu á elliheimilinu Grund sem beinbrotnaði ranga en tímaritið fullyrti að konan hefði verið látin liggja í meira en sólarhring áður en henni var komið á sjúkrahús. 21.12.2006 12:45 Tafir á flugi til og frá London Nokkur hundruð flugum til og frá Heathrow hefur verið aflýst í morgun þar sem þykk þoka liggur yfir flugvellinum annan daginn í röð. Flugvél Icelandair er á leið til Heathrow en tafir verða á flugi til og frá London í dag. Einnig eru tafir á öðrum flugvöllum í London. 21.12.2006 12:45 Nokkuð um þjófnaði úr verslunum Nokkuð hefur verið um þjófnaði úr verslunum í Reykjavík síðustu dagana. Tveir tólf ára piltar voru teknir fyrir þjófnað úr matvöruverslun í gær. Hringt var í foreldra þeirra sem sóttu þá. 21.12.2006 12:36 Útgerðarmenn í Evrópu sjá fram á tap Þorskkvóti Evrópuríkja í Norðursjó verður skertur um 14% á næsta fiskveiðiári. Þetta er þó hvergi nærri nóg að mati fiskifræðinga, sem vildu banna alla þorskveiði á þessu svæði. Hagsmunaaðilar sjá fram á mikið tap, til dæmis áætla danskir útgerðarmenn að tapið nemi milljarði íslenkra króna. Sjávarútvegsráðherra Breta hvetur hins vegar til bjartsýni. 21.12.2006 12:30 Tæpur helmingur olíunnar eftir í skipinu Sterkar líkur benda til að um 70 tonn af svartolíu séu þegar lekin úr botntönkum flutningaskipsins Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes. Sé það raunin eru aðeins 50 tonn eftir af svartolíu í hliðartönkum þess. Auk þess bendir margt til þess að um helmingur af rúmum þrettán tonnum af gasolíu í skipinu, sé líka lekinn út. 21.12.2006 12:10 Fengu samtals yfir tuttugu ára fangelsisdóm Fjórir karlmenn voru í dag dæmdir í samtals tuttugu og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum til landsins. Um er að ræða fjóra Íslendinga og einn Hollending sem ákærðir voru fyrir smygl á um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið til landsins. 21.12.2006 12:09 Eyjafjarðará skemmdi flugvallarsvæðið Skemmdir urðu hjá Flugmálastjórn á Akureyri í gær eftir að Eyjafjarðaráin ruddist inn á flugvallarsvæðið. Fólk í Eyjafjarðarsveit var flutt til vegna hættu á skriðuföllum en flóðin eru í rénun. 21.12.2006 12:07 Floods in South Iceland 21.12.2006 11:25 Telur stýrivaxtahækkun í morgun þá síðustu í bili Greiningardeild Glitnis telur að stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í morgun sé sú síðasta í þessu hækkunarferli en bankinn hækkaði stýrivextina um 0,25 prósentur. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að greiningardeildin telji að næsta skref hans verði að lækka vexti og að það gerist um miðbik næsta árs. 21.12.2006 11:04 Slasaðist lítils háttar í bílveltu á Sandskeiði Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu á Sandskeiði á tíunda tímanum í morgun. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en maðurinn var kominn út úr bílnum þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Meiðsl mannsins eru talin minni háttar en hann var einn í bílnum. 21.12.2006 10:55 Sjá næstu 50 fréttir
Ung kona vitnar um kynferðissamband við Guðmund í Byrginu Tuttugu og fjögurra ára kona, sem var skjólstæðingur Guðmundar Jónssonar forstöðumanns Byrgisins, vitnar um það, í viðtali í Íslandi í dag á eftir, að hún átti í kynferðissambandi við hann í nærri tvö ár. Hún hefur sett sig í samband við lögreglu og mun leggja fram formlega kæru í fyrramálið. 21.12.2006 19:26
Hermaður ákærður fyrir 13 morð Bandarískur hermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 13 óvopnaða óbreytta borgara í borginni Haditha í Írak en lögfræðingar hans skýrðu frá þessu í dag. 21.12.2006 19:22
Kviknaði í út frá aðventukransi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúð á Reynimelnum fyrir stundu eftir að það kviknaði í. Aðventukrans hafði brunnið niður og við það kviknað í. Búið er að slökkva eldinn og slökkviliðsmenn eru nú að reykræsta íbúðina. 21.12.2006 19:15
Sér ekki fyrir endann á verkefnum björgunarsveita Allt innanlandsflug lá niðri eftir hádegi í dag og miklar tafir voru á Keflavíkurflugvelli vegna hvassviðris. Björgunarsveitir á Suðvesturhorninu hafa farið í fjölmörg óveðursútköll í dag og sér ekki fyrir endann á verkefnunum. 21.12.2006 18:50
Skagafjörður eins og hafsjór yfir að líta Skagafjörður er nú eins og hafsjór yfir að líta en Héraðsvötnin eru stífluð á tveimur stöðum. Hópar björgunarsveitarmanna hafa í dag reynt, við erfiðar aðstæður, að bjarga hrossum sem orðið hafa innlyksa. 21.12.2006 18:40
Sjálfstæðisflokkur samþykkir framboðslista í Reykjavíkurkjördæmum Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður voru samþykktir á fundi í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, verður í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, verður í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík norður í alþingiskosningunum í maí á næsta ári. 21.12.2006 18:32
Níðstöng veldur vandræðum Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. 21.12.2006 18:28
Skriðuhætta ekki enn liðin hjá Talið er að skriðuhætta sé ekki enn liðin hjá í innanverðum Eyjafirði og þá sérstaklega við bæinn Grænuhlíð. Í ljósi þess er lagt til að fólk hafist ekki við á þeim bæjum sem í mestri hættu eru taldir, það er á svæðinu frá Æsustöðum að Arnarfelli, að báðum bæjum meðtöldum. 21.12.2006 18:21
Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun og segir að ekkert ferðaveður sé á Holtavörðuheiði og Vatnsskarði vegna mikillar hálku og stórhríðar. 21.12.2006 18:13
Selfosslögreglan fær nætursjónauka Fulltrúar Suðurlandsvegar ehf, sem stefnir að bættum vegasamgöngum á Suðvesturhorni landsins, afhentu lögreglunni á Selfossi í hádeginu í dag, dimmasta degi ársins, nætursjónauka til eftirlitsstarfa. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, tekur við sjónaukanum, sem á að auðvelda lögreglunni eftirlitsstörf, en allir vegir utan þéttbýlis á Suðurlandi, eru ólýstir. 21.12.2006 17:40
Kóraninn notaður við embættistöku Deilur hafa blossað upp á bandaríska þinginu vegna þess að nýkjörinn þingmaður Minnesota fylkis, Keith Ellison, ætlar sér að nota Kóraninn þegar hann sver embættiseið en Ellison er múslimi. Þingmenn hafa jafnan notað biblíuna við athafnir sem þessar þó svo að samkvæmt lögum sé þess ekki krafist. 21.12.2006 17:37
Nýjasta Harry Potter bókin heitir..... Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur upplýst hvað verður nafnið á sjöundu og síðustu Harry Potter bókinni. Hún mun heita "Harry Potter and the Deathly Hallows." 21.12.2006 16:55
Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að rannsaka hleranir frekar Ríkissaksóknari sér ekki ástæðu til að halda áfram rannsókn á ætluðum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og starfsmönnum á meðan þeir gengdu störfum í utanríkisráðuneytinu. Ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka hvort um hleranir hefði verið að ræða. Að lokinni rannsókn telur lögreglustjórinn ekki ástæðu til að rannsaka málið frekar. 21.12.2006 16:39
400 tonna flugvél snerist á staðnum 400 tonna fraktflugvél snerist um 35 gráður á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir fjögur-leytið í dag. Flughált er á vellinum og slær hátt í 30m/s í verstu hviðunum. Búið er að raða kubbum við hjól vélarinnar og raða slökkvilbílum við vélina til að taka af henni mesta vindinn. 21.12.2006 16:38
Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn ætlar að hækka óverðtryggða inn- og útlána um allt að 0,25 prósentustig frá og með 1. janúar 2007. Í tilkynningu frá bankanum segir að hækkunin sé í beinu framhaldi af hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands í morgun. 21.12.2006 16:21
Valkyrjur í vígahug Þrjár breskar konur, vopnaðar handtöskum sínum, stöðvuðu hættulegan glæpamann sem var á flótta undan lögreglunni, og komu honum undir manna hendir. Maðurinn var eftirlýstur fyrir árásir á þrjá lögregluþjóna, og ólöglegan vopnaburð. 21.12.2006 16:11
Björgunarsveitarmenn önnum kafnir á suðvesturhorninu Björgunarsveitarmenn Landsbjargar eru nú í nokkrum óveðursútköllum á suðvesturhorninu. Í Þorlákshöfn voru þakplötur farnar að fjúka af fiskimjölsverksmiðju. Þá er stór skemma í byggingu í Keflavík en sú nýbygging er að liðast í sundur og er allt tiltækt lið frá Björgunarsveitinni Suðurnes að vinna í því verkefni. 21.12.2006 16:07
Björguðu um 70 hrossum á Skeiðum Björgunarfélag Árborgar hefur staðið í ströngu í dag vegna vatnavaxtanna í Hvítá og Ölfusá á Suðurlandi. Fyrr í dag komu þær yfir 70 hrossum til bjargar við bæinn Vorsabæ I á Skeiðum og voru hrossin rekin á sund með þremur eða fjórum bátum. Öll sluppu þau lifandi. 21.12.2006 16:07
Reynt að bjarga hrossum í Skagafirði Björgunarsveitarmenn í Skagafirði hafa síðan á hádegi reynt að bjarga hrossum sem hafa orðið innlyksa vegna flóðs í Héraðsvötnum. Nokkrir hópar björgunarsveitamanna eru nú á bátum og reyna að ná hrossunum á þurrt. 21.12.2006 15:55
Ekki hægt að nota landganga í Leifsstöð Vindur er nú orðinn það mikill í Leifsstöð að ekki er hægt að nota landganga flugstöðvarinnar og því mikil seinkun á flugi. Í sterkustu vindhviðunum slær upp í 55 hnúta, eða rúmlega 28 m/s á vellinum. Seinkun á flugi frá vellinum er nú allt upp í fjóra og hálfan tíma. 21.12.2006 15:38
Harðar deilur um líknardráp á Ítalíu Ítalskur læknir segist hafa slökkt á öndunarvél dauðvona sjúklings síns, til þess að binda enda á þjáningar hans. Sjúklingurinn hafði tapað máli sem hann höfðaði til þess að fá að deyja. Ættingjar og vinir mannsins voru viðstaddir þegar slökkt var á öndunarvélinni. 21.12.2006 15:37
Saka landlækni um dylgjur Ritstjórar tímaritsins Ísafoldar saka Matthías Halldórsson, landlækni, um að vera með dylgjur um það að í nýjasta hefti tímaritsins sé að finna ósannsögli og rangfærslur í grein um elliheimilið Grund. Ritstjórar blaðsins ætla að kanna hver lagaleg staða tímaritsins er vegna umæla landlæknis. 21.12.2006 15:32
Lokað á peninga handa Hamas Evrópskir eftirlitsmenn sem halda uppi vörslu á Rafah landamærastöðinni milli Egyptalands og Gaza strandarinnar hafa náð samkomulagi við Ísrael og fleiri aðila um að stöðva peningaflutninga Hamas samtakanna um stöðina. Talið er að Hamas hafi komið um 80 milljónum dollara í gegnum stöðina það sem af er þessu ári. 21.12.2006 15:25
Flugvél British Airways þurfti að lenda á Egilsstaðaflugvelli Flugvél frá British Airways þurfti að lenda á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki reyndist unt að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Vélin sem er Boeing 737 var að koma frá London en hundrað og þrjátíu farþegar eru um borð. Flugstjórar vélarinnar eru nú að velta fyrir sér næstu skrefum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri. Ætlunin er að athuga með flug aftur kl 17 síðdegis. 21.12.2006 15:03
Mikil seinkun á flugi British Airways Fjögurra og hálfs tíma seinkun er nú á flugi British Airways frá Keflavík til Gatwick-flugvallar í Lundúnum vegna þykkrar þoku sem legið hefur yfir flugvöllum í Lundúnum. Flug Iceland Express til Stanstead er hins vegar á áætlun enda er Stanstead nokkuð lengra frá Lundúnum en bæði Heathrow og Gatwick. 21.12.2006 14:53
Virðist sem maður hafi lagst í dvala Læknar eru forviða að Japani einn sé enn á lífi, eftir að hann villtist í fjallgöngu og lá úti í 23 daga með eina flösku af barbikjúsósu til matar. Öll líffæri fyrir utan heilann í honum voru hætt að virka, líkamshitinn var kominn niður í 22 gráður og púlsinn mjög veikur. 21.12.2006 14:41
Eignaðist þríbura úr tveimur legum Tuttugu og þriggja ára gömul bresk kona eignaðist nýlega þríbura sem hún hafði gengið með í tveimur legum. Úr öðru leginu komu eineggja tvíburasystur og ein stúlka úr hinu. Líkurnar á að þetta gerist eru sagðar einn á móti tuttugu og fimm milljónum. m 21.12.2006 14:38
Vinnuslys við Reykjanesbraut Vinnuslys varð við gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilstaðavegar skömmu fyrir klukkan tvö. Verið var að loka sliskju á flutningavagni, eða skábraut, eftir að ýta hafði verið sett upp á vagninn en hún féll þá ofan á karlmann. 21.12.2006 14:32
Fær sex milljónir greiddar vegna læknamistaka Íslenska ríkið og læknir voru í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða manni hátt í sex milljónir króna í bætur, vegna læknamistaka, sem talið er að hafi orðið til þess að taka varð af vinstri fót mannsins fyrir ofan hné. 21.12.2006 14:18
Engum datt í hug að fjármálafyrirtæki gætu talið fram í evrum Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, telur þá ákvörðun Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, að telja fram í evrum í stað krónu óheppilega. Þetta kom fram á Fréttamannafundi vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Davíð sagði að þegar lögin hafi verið sett um að fyrirtæki gætu gert upp í evrum, þá hafi ekki verið gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki nýttu sér þá heimild. Þau hafi ekki formlega verið undanþegin í lögunum, en engum hafi heldur dottið það í hug að þetta gæti gengið til þeirra. Sérfræðingar óttast að fleiri bankar kunni að fylgja fordæmi Straums, sem gæti veikt stöðu krónunnar. 21.12.2006 14:15
Malbikað umhverfis Snæfellsjökul Berglín ehf. í Stykkishólmi átti lægsta tilboð í gerð 17 kílómetra langs vegar með bundnu slitlagi á utanverðu Snæfellsnesi. Með vegagerðinni lýkur malbikun vegarins milli Arnarstapa og Ólafsvíkur og verður þá unnt að aka hring um Snæfellsnes á bundnu slitlagi með því að fara Vatnaleið en malarvegur er enn um Fróðárheiði. 21.12.2006 14:10
Varað við fölskum atvinnutilboðum í netpósti Ríkislögreglustjóri varar netnotendur við atvinnutilboðum erlendis frá sem þeir fá send á netföng sín. Fram kemur í tilkynningu frá Ríkislögreglsutjóra að í flestum tilfellum sé um sölu- og markaðsstörf að ræða og þykjast fyrirtækin sem kynnt eru til sögunnar vera leiðandi á því sviði á Netinu en flestum tilfellum er um hreina svikastarfsemi að ræða. 21.12.2006 14:06
Vatnsborð Hálslóns hækkar mikið vegna asahláku Vatnsborð Hálslóns hefur hækkað um 60 sentímetra á síðasta sólarhring sem er tífalt meira en að jafnaði í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef Kárahnjúkavirkjunar. Þar segir að vatnsborðið sé nú komið í 562 metra yfir sjávarmáli og að skýringarinnar á þessari miklu hækkun sé að leita í asahlákunni á landinu öllu með tilheyrandi vatnavöxtum. 21.12.2006 13:53
Stýrivextir hafa sjaldan verið hærri Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í dag um 0.25 prósent og hafa stýrivextir sjaldan verið hærri, en þeir eru nú 14.25 prósent. Þetta er sjöunda vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári og telur greiningardeild KB Banka ekki hafa verið ástæðu fyrir hækkuninni í dag. 21.12.2006 13:42
Hefur miklar áhyggjur af húsakosti Náttúrugripasafns Stjórn Félags Íslenskra safna og safnmanna lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar ófullnægjandi aðstöðu sem íslensk stjórnvöld hafa um of langt skeið búið Náttúrgripasafni Ísland. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. 21.12.2006 13:15
Ekki ástæða til aðgerða á Grund eftir umfjöllun Ísafoldar Landlæknir segir frásögn blaðamanns tímaritsins Ísafoldar af konu á elliheimilinu Grund sem beinbrotnaði ranga en tímaritið fullyrti að konan hefði verið látin liggja í meira en sólarhring áður en henni var komið á sjúkrahús. 21.12.2006 12:45
Tafir á flugi til og frá London Nokkur hundruð flugum til og frá Heathrow hefur verið aflýst í morgun þar sem þykk þoka liggur yfir flugvellinum annan daginn í röð. Flugvél Icelandair er á leið til Heathrow en tafir verða á flugi til og frá London í dag. Einnig eru tafir á öðrum flugvöllum í London. 21.12.2006 12:45
Nokkuð um þjófnaði úr verslunum Nokkuð hefur verið um þjófnaði úr verslunum í Reykjavík síðustu dagana. Tveir tólf ára piltar voru teknir fyrir þjófnað úr matvöruverslun í gær. Hringt var í foreldra þeirra sem sóttu þá. 21.12.2006 12:36
Útgerðarmenn í Evrópu sjá fram á tap Þorskkvóti Evrópuríkja í Norðursjó verður skertur um 14% á næsta fiskveiðiári. Þetta er þó hvergi nærri nóg að mati fiskifræðinga, sem vildu banna alla þorskveiði á þessu svæði. Hagsmunaaðilar sjá fram á mikið tap, til dæmis áætla danskir útgerðarmenn að tapið nemi milljarði íslenkra króna. Sjávarútvegsráðherra Breta hvetur hins vegar til bjartsýni. 21.12.2006 12:30
Tæpur helmingur olíunnar eftir í skipinu Sterkar líkur benda til að um 70 tonn af svartolíu séu þegar lekin úr botntönkum flutningaskipsins Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes. Sé það raunin eru aðeins 50 tonn eftir af svartolíu í hliðartönkum þess. Auk þess bendir margt til þess að um helmingur af rúmum þrettán tonnum af gasolíu í skipinu, sé líka lekinn út. 21.12.2006 12:10
Fengu samtals yfir tuttugu ára fangelsisdóm Fjórir karlmenn voru í dag dæmdir í samtals tuttugu og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum til landsins. Um er að ræða fjóra Íslendinga og einn Hollending sem ákærðir voru fyrir smygl á um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið til landsins. 21.12.2006 12:09
Eyjafjarðará skemmdi flugvallarsvæðið Skemmdir urðu hjá Flugmálastjórn á Akureyri í gær eftir að Eyjafjarðaráin ruddist inn á flugvallarsvæðið. Fólk í Eyjafjarðarsveit var flutt til vegna hættu á skriðuföllum en flóðin eru í rénun. 21.12.2006 12:07
Telur stýrivaxtahækkun í morgun þá síðustu í bili Greiningardeild Glitnis telur að stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í morgun sé sú síðasta í þessu hækkunarferli en bankinn hækkaði stýrivextina um 0,25 prósentur. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að greiningardeildin telji að næsta skref hans verði að lækka vexti og að það gerist um miðbik næsta árs. 21.12.2006 11:04
Slasaðist lítils háttar í bílveltu á Sandskeiði Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu á Sandskeiði á tíunda tímanum í morgun. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en maðurinn var kominn út úr bílnum þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Meiðsl mannsins eru talin minni háttar en hann var einn í bílnum. 21.12.2006 10:55