Erlent

Útgerðarmenn í Evrópu sjá fram á tap

MYND/Jón Sigurður

Þorskkvóti Evrópuríkja í Norðursjó verður skertur um 14% á næsta fiskveiðiári. Þetta er þó hvergi nærri nóg að mati fiskifræðinga, sem vildu banna alla þorskveiði á þessu svæði.

Ráðherrar Evrópusambandsins náðu samkomulagi í nótt um að skerða veiðiheimildir ESB um 7-14%, mest í Norðursjó. Einnig verður sóknardögum fækkað, en núverandi hámark sóknardaga í Norðursjó er 15 dagar í mánuði. Vísindamenn höfðu lagt til algjört þorskveiðibann, til að stofninn næði að rétta úr kútnum,en ráðherrarnir tóku ekki tillit til þess.

Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi sjá hins vegar fram á mikla afkomuskerðingu, þannig segir Landssamband danskra útvegsmanna að iðnaðurinn þar í landi muni tapa í kringum milljarði í íslenskum krónum, vegna skertra heimilda í Norðursjó, Kattegat og Skagerak.

Utanríkisráðherra Bretlands, Ben Bradshaw, hvetur þó til bjartsýni og minnir á að nýliðun árið 2005 hafi verið sú mesta í áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×