Innlent

Mikil seinkun á flugi British Airways

Flugvél á Heathrow. Svartaþoka er nú bæði á Heathrow og Gatwick flugvöllum í London.
Flugvél á Heathrow. Svartaþoka er nú bæði á Heathrow og Gatwick flugvöllum í London. MYND/AP

Fjögurra og hálfs tíma seinkun er nú á flugi British Airways frá Keflavík til Gatwick-flugvallar í Lundúnum vegna þykkrar þoku sem legið hefur yfir flugvöllum í Lundúnum. Flug Iceland Express til Stanstead er hins vegar á áætlun enda er Stanstead nokkuð lengra frá Lundúnum en bæði Heathrow og Gatwick.

Flugvél British Airways sem átti að fara í loftið klukkan 12:25 er nú í athugun fyrir klukkan 16:50, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Leifsstöðvar.

Samkvæmt tilkynningu frá British Airways munu breytingar á flugáætlun félagsins fyrir morgundaginn ekki hafa áhrif á flugáætlun til og frá Íslandi. Öllu innanlandsflugi félagsins á Bretlandi hefur hins vegar verið aflýst á morgun, sem og styttri flugferðum innan Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×