Fleiri fréttir Coloradobúar arka snjóinn Snjóstormur hefur gengið yfir Colorado í Bandaríkjunum í dag. Mikill snjór er víða á götum og aflýsa hefur þurft hundruðum fluga. Yfirvöld hafa þurft að loka þjóðvegum vegna veðursins. 20.12.2006 23:12 Verðmunur á konfekti í verslunum allt að 131% Mikill verðmunur er á jólamatnum milli verslana samkvæmt könnun sem ASÍ gerði í dag. Mestur er munurinn á verði á konfekti og drykkjarvörum en mikill munur reyndist einnig á laufabrauði, smákökum og jólakjötinu. 20.12.2006 22:33 British Airways hefur aflýst innanlandsflugi um Heathrow Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllu innlandsflugi um Heathrowflugvöllinn í London á morgun sökum mikillar þoku. Skyfréttastofan greindi frá þessu en alls er um 180 flug að ræða. 20.12.2006 22:22 Sumarbústaður skemmdur eftir að hafa staðið í vatni Vatn flæddi inn í sumarbústað skammt frá Háskólanum á Bifröst í nótt. Lögreglan í Borgarnesi segir bústaðinn líklega hafa staðið í um hálfs meters háu vatni þegar það var sem mest. 20.12.2006 21:53 Fangar fluttir af Byrginu á Litla Hraunið Fangelsismálastofnun ákvað í dag að taka tvo fanga, sem leyft hefur verið að afplána hluta refsingar í Byrginu, til baka á Litla Hraun. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir brýnt að hefja lögreglurannsókn á ásökunum á hendur forstöðumanni Byrgisins. 20.12.2006 21:30 Ekki taldar líkur á að Ölfusá flæði yfir bakka sína Björgunarfélag Árborgar stendur nú vaktina við bakka Ölfusár við Ölfusárbrú. Lögreglan á Selfossi segir ekki taldar líkur á að áin flæði yfir bakka sína en björgunarsveitarmenn standa þó áfram vaktina til að koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða við ána. 20.12.2006 21:04 Flugumferðarstjórar segja skort á samningsvilja Félag íslenskra flugumferðarstjóra segja Flugstoðir skorta vilja til að semja. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem því er neitað að flugumferðarstjórar krefjist þess að laun sín hækki um tugi prósenta líkt og Flugstoðir hafa haldið fram. 20.12.2006 20:45 Ekki hægt að mismuna starfsfólki Flugstoðir segja að ekki sé hægt að gera flugumferðarstjórum hærra undir höfði en öðrum starfsmönnum og því sé ekki hægt að ganga að kröfum þeirra. Um sextíu flugumferðarstjórar sem störfuðu hjá Flugmálastjórn Íslands hafa ekki gert samning við Flugstöðir ohf., sem tekur við rekstirnum um áramótin, og krefjast þeir kjarabóta. 20.12.2006 20:16 Dómarar detta í lukkupottinn Þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn fengu vænar launahækkanir, samkvæmt ákvörðun Kjararáðs í dag. Sex komma fimm prósenta launahækkun fellur þeim í skaut. Dómarar detta í lukkupottinn þar sem þeir fá, þessu til viðbótar, launahækkanir frá í fyrra sem ríkið afnumdi með lögum, til baka með dómsúrskurði. 20.12.2006 20:15 Metrennsli í Norðurá Í Borgarfirði hafa ár flætt yfir bakka sína og gamla brúin yfir Hvítá, milli Ferjukots og Hvítarvalla, er lokuð og íbúar í Ferjukoti því innlyksa. 20.12.2006 19:45 Mesta hættan liðin hjá á Akureyri Mestan hættan er liðin hjá á Akureyri vegna vatns- og aurflóða. Ekki er talin ástæða til að óttast frekari skriðuföll nema aftur fari saman miklar leysingar og rigning. Björgunarsveitarmenn munu þó áfram standa vaktina í nótt. 20.12.2006 19:20 Bæir innlyksa vegna flóða í Hvítá Hvítá í Árnessýslu er í miklum ham og var brúnni á Brúarhlöðum lokað í morgun þar sem áin flæddi yfir hana. Eins eru átta íbúðarhús innlyksa í Auðsholti þar sem Hvítáin beljar allt um kring. 20.12.2006 19:11 Mikil hætta á bráðri mengun úr flutningaskipinu Flutningaskipið Wilson Muuga er nú flokkað sem umhverfisslys enda mikil hætta talin á bráðri mengun. Flogið var í skipið í dag til að kanna ástand skipsins og aðstæður til að dæla olíunni í land. 20.12.2006 19:10 Samningur um varðskip undirritaður Smíðasamningur um nýtt varðskip var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í dag. Samningsverðið er tæpir 2,7 milljarðar króna og er búist við að smíðin taki hálft þriðja ár. 20.12.2006 18:55 Bush boðar stækkun heraflans George Bush, forseti Bandaríkjanna, boðaði í dag stækkun herafla landsins en vildi ekki svara því hvort liðsstyrkurinn yrði nýttur í stríðinu í Írak. 20.12.2006 18:30 Komið verður á fót heimili fyrir heimilislausa Félagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg ætla að koma á fót heimili fyrir heimilislausa í Reykjavík. Rúm verður fyrir 10 heimilismenn samtímis. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag, samstarfssamning um heimilið. 20.12.2006 18:05 Ellefu áramótabrennur í Reykjavík Um þessi áramót verða 11 áramótabrennur í Reykjavík. Þær verða allar á sömu stöðum og í fyrra. Kveikt verður í borgarbrennum kl. 20.30. á gamlárskvöld. Í frétt frá Framkvæmdasviði segir að starfsmenn hverfastöðva Framkvæmdasviðs verði við móttöku og uppröðun í bálkesti frá fimmtudeginum 28. desember. Hætt verður að taka á móti efni þegar kestirnir eru orðnir hæfilega stórir eða í síðasta lagi kl.12:00 á gamlársdag. 20.12.2006 17:38 Björgunarsveitir klári verkefni og verði svo í viðbragðsstöðu Almannavarnarnefndir í Árnessýslu ákváðu á fundi sínum sem var að ljúka björgunarsveitir muni ljúka fyrirliggjandi verkefnum og fara síðan heim að því loknu en verða viðbúnar útköllum. Þær hafa í dag aðstoðað hestaeigendur við að bjarga hrossum úr úthaga. 20.12.2006 17:06 Verulegt tjón á Djúpadalsvirkjun Franz Árnason, framkvæmdastjóri Fallorku ehf. sem rekur Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit ,segir að verulegt tjón hafi orðið á virkjuninni í dag þegar efri stíflan í virkjuninni brast eftir mikið úrhelli í Eyjafirði á síðasta sólarhring. 20.12.2006 16:56 Reyndist ölvaður undir stýri í banaslysi Annar mannanna, sem yfirheyrðir hafa verið vegna umferðarslyss sem varð á Reykjanesbraut nærri nýju IKEA-versluninni í Garðabæ í nóvember, hefur viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni. Komið hefur í ljós að hann og tveir aðrir sem voru í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis en einn mannanna lést þegar bílnum var ekið á steypustólpa. 20.12.2006 16:36 Abramovich segir af sér Roman Abramovich hefur sagt af sér sem ríkisstjóri hins strjálbýla Chukotka héraðs í austur Rússlandi. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og eigandi fótboltaklúbbsins Chelsea. Hann hefur varið hundruðum milljóna dollara í að byggja upp héraðið, og notað náið samband sitt við Pútín forseta í baráttunni við fátækt þar. 20.12.2006 16:27 Fjórðungur þróunarfjár ÞSSÍ til Malaví á næsta ári Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að verja um fjórðungi þess fjár sem stofnunin hefur þegar fengið samþykkt fyrir fyrir næsta ár til þróunarverkefna í Malaví, alls um 280 milljónum króna. 20.12.2006 16:26 Tengivagn valt á Suðureyrarvegi Vegurinn til Suðureyrar er lokaður vegna umferðaróhapps sem varð nú í eftirmiðdaginn. Þá valt tengivagn flutningabíls með þeim afleiðingum að hann lokar nú veginum. Óhappið varð til móts við eyðibýlið Laugar á veginum milli Suðureyrar og Botns í Súgandafirði en að sögn lögreglu á Ísafirði urðu engin slys á fólki. 20.12.2006 16:14 Tugir mafíósa handteknir Ítalska lögreglan hefur í dag handtekið tugi manna í borginni Bari, í suðurhluta landsins, vegna tengsla þess við Mafíu fjölskyldu sem þar ræður lögum og lofum. Yfir 100 manns eru á handtökulista lögreglunnar. Átta konur eru meðal hinna handteknu. 20.12.2006 16:07 16 ára piltur dæmdur fyrir hættulega líkamsárás Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. 20.12.2006 15:59 Ísbjörn í stofunni Tveir rússneskir veðurfræðingar földu sig í ruslageymslu í tvo sólarhringa, meðan stór og hungraður ísbjörn rústaði kofa þeirra í leit að mat. Björninn át meðal annars tvo af hundum þeirra. 20.12.2006 15:48 Flæðir inn í kjallara Selfosskirkju Björgunarfélag Árborgar vinnur nú að því að tæma kjallara Selfosskirkju þar sem allt er á floti, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarsveitarmenn hafa þurft að aðstoða lögreglumenn við að stugga forvitnu fólki frá árbakkanum, þar sem bæði börn og fullorðnir hafa hætt sér tæpara en góðu hófi gegnir. 20.12.2006 15:41 Flugi til Ísafjarðar í dag aflýst Flugi á vegum Flugfélags Íslands sem fara átti til Ísafjarðar í dag hefur verið aflýst vegna veðurs og verður ekki athugað með flug þangað fyrr en á morgun. Þá er óvíst með flug til Egilsstaða og Akureyrar og verður kannað með flug þangað næst klukkan hálffimm. 20.12.2006 15:36 Annar dæmdra nauðgara laus úr gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem eru grunaðir um kynferðisbrot og setið hafa í varðhaldi undanfarið rennur út í dag. Lögreglan í Reykjavík hefur ekki farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. 20.12.2006 15:22 Nýtt varðskip til um mitt ár 2009 Reikna má með því að nýtt varðskip verði komið í flota Landhelgisgæslu Íslands um mitt ár 2009 en samningur um smíði þess var undirritaður í dag. Það gerðu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands ásamt Carlos Fanta de la Vega, forstjóra skipasmíðastöðvarinnar ASMAR í Chile, sem átti lægsta tilboð í smíði skipsins. 20.12.2006 15:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til taks á Selfossi Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu fara nú á fjórða tímanum austur fyrir fjall til þess að vera til taks á Selfossi ef fer að flæða þar inn í hús með hækkandi vatnsborði Ölfusár. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út og slökkviliðin í umdæminu eru í viðbragðstöðu. 20.12.2006 15:16 Forseti Íslands sendir samúðarkveðju vegna andláts sjóliðsforingja Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í dag Margréti Danadrottningu samúðarkveðju vegna andláts sjóliðsforingjans Jans Nordskovs Larsens sem drukknaði við björgunarstörf í tengslum við strand kýpverska skipsins Wilson Muuga. 20.12.2006 15:05 Sýknaður af ákæru um nauðgun Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. 20.12.2006 14:58 Mesta vatnshæð síðan mælingar hófust Vatnamælirinn þar sem Hvítá rennur um Fremstaver hefur aldrei sýnt meiri vatnshæð síðan hann var settur upp. Snorri Zóphóníasson, hjá Vatnamælingum Orkustofnunar, býst við að rennsli Ölfusár við Selfoss vaxi fram að miðnætti í kvöld og geti náð 2000 rúmmetrum á sekúndu, sem er fimmfalt meðalrennsli þessarar vatnsmestu ár landsins. 20.12.2006 14:42 Ísraelar íhuga að borga Abbas Ísraelar eru að íhuga að greiða Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, tugi milljóna dollara af sköttum sem þeir hafa innheimt fyrir heimastjórnina, en haldið eftir síðan Hamas myndaði ríkisstjórn undir forystu Ismails Hainyehs. 20.12.2006 14:38 Ísland dýrast í Evrópu -Norðmenn gleðjast Ísland er dýrasta land í Evrópu, sam kvæmt niðurstöðum norsku hafstofunnar. Norðmenn eru í öðru sæti og eru aldrei þessu vant ánægðir með að vera ekki númer eitt. Norska hagstofan segir að á síðasta ári hafi verð á neysluvörum á Íslandi verið fimmtíu og einu prósenti hærra en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins. 20.12.2006 14:35 Efri stíflan í Djúpadalsvirkjun brast í úrhellinu Efri stíflan í Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit, skammt frá Melgerðismelum, brast í úrhellinu í morgun og æddi flóðbylgja niður ána og yfir Eyjafjarðarveg vestri þannig að hann rofnaði. 20.12.2006 14:11 Hestabjörgunin gengur vonum framar Hestabjörgun Björgunarfélagsins Eyvindar við Auðsholt í Hrunamannahreppi gengur vonum framar, að sögn Borgþórs Vignissonar, sem er á vettvangi. Í kringum hundrað hestar voru á flæðiskeri staddir í morgun þegar björgunarmenn komu á vettvang. Tveir litlir gúmmíbátar hafa smalað hestunum á sund og farið með þá á öruggan stað. 20.12.2006 14:09 Grjóthrun úr Óshlíð í morgun Nokkuð grjót hrundi á veginn um Óshlíð í morgun og var lögregla kölluð út til að aðstoða vegfaranda. Kona sem var á leið til Bolungarvíkur keyrði á grjóthnullung og sprengdi dekkið og skemmdi felguna. Vegagerðin ruddi veginn en ekki þurfti að loka honum. Ekki hefur hrunið frekar í dag, að sögn lögreglu á Ísafirði. 20.12.2006 13:47 Kína herðir reglur um ættleiðingar Kínverjar eru að setja nýjar og hertar reglur til þess að fækka ættleiðingum barna frá landinu. Feitt og ógift fólk fær ekki að ættleiða börn, og heldur ekki fólk sem er á þunglyndislyfjum eða fatlað á einhvern hátt. Nýju reglurnar verða kynntar í vikunni. 20.12.2006 13:47 Lyngdalsheiðin orðin ófær vegna vatnavaxta Lyngdalsheiði, sem liggur milli Þingvalla og Laugarvatns er orðin ófær vegna vatnavaxta og bætist þar með í hóp vega á Norður- og Suðurlandi sem lokast hafa vegna þess. Skeiðavegur er ófær þar sem Hvítá flæðir yfir veginn við Brúarhlöð og þá er Auðsholtsvegur, vegur 340, ófær vegna vatnavaxta við bæinn Auðsholt. 20.12.2006 13:43 Metfjöldi innflytjenda til Svíþjóðar 20.12.2006 13:27 Vegstikur hrökkva ekki til að marka öll umferðaróhöpp 5000 þúsund óhöpp, um 2500 slys og 54 banaslys hafa orðið á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Vegstikur beggja megin vegarins hrökkva ekki til að marka öll umferðaróhöppin sem orðið hafa á veginum. 20.12.2006 13:15 Al-Kæda býður Bandaríkjamönnum til samninga Næst æðsti leiðtogi al-Kæda gaf í dag sterklega í skyn að Bandaríkjamenn ættu að semja við hryðjuverkasamtökin um brotthvarf sitt frá Írak. Það séu þau sem hafi völdin í landinu. 20.12.2006 13:02 Íbúar og sumarhúsaeigendur í Árnessýslu hugi að eigum sínum Þrjár af fjórum almannavarnarnefndum í Árnessýslu funduðu á lögreglustöðinni á Selfossi kl. 11:30. Á fundinum sátu einnig fulltrúar Vatnamælinga og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Íbúar og sumarhúsaeigendur í Árnessýslu eru hvattir til að gæta að eignum sínum. 20.12.2006 12:59 Sjá næstu 50 fréttir
Coloradobúar arka snjóinn Snjóstormur hefur gengið yfir Colorado í Bandaríkjunum í dag. Mikill snjór er víða á götum og aflýsa hefur þurft hundruðum fluga. Yfirvöld hafa þurft að loka þjóðvegum vegna veðursins. 20.12.2006 23:12
Verðmunur á konfekti í verslunum allt að 131% Mikill verðmunur er á jólamatnum milli verslana samkvæmt könnun sem ASÍ gerði í dag. Mestur er munurinn á verði á konfekti og drykkjarvörum en mikill munur reyndist einnig á laufabrauði, smákökum og jólakjötinu. 20.12.2006 22:33
British Airways hefur aflýst innanlandsflugi um Heathrow Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllu innlandsflugi um Heathrowflugvöllinn í London á morgun sökum mikillar þoku. Skyfréttastofan greindi frá þessu en alls er um 180 flug að ræða. 20.12.2006 22:22
Sumarbústaður skemmdur eftir að hafa staðið í vatni Vatn flæddi inn í sumarbústað skammt frá Háskólanum á Bifröst í nótt. Lögreglan í Borgarnesi segir bústaðinn líklega hafa staðið í um hálfs meters háu vatni þegar það var sem mest. 20.12.2006 21:53
Fangar fluttir af Byrginu á Litla Hraunið Fangelsismálastofnun ákvað í dag að taka tvo fanga, sem leyft hefur verið að afplána hluta refsingar í Byrginu, til baka á Litla Hraun. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir brýnt að hefja lögreglurannsókn á ásökunum á hendur forstöðumanni Byrgisins. 20.12.2006 21:30
Ekki taldar líkur á að Ölfusá flæði yfir bakka sína Björgunarfélag Árborgar stendur nú vaktina við bakka Ölfusár við Ölfusárbrú. Lögreglan á Selfossi segir ekki taldar líkur á að áin flæði yfir bakka sína en björgunarsveitarmenn standa þó áfram vaktina til að koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða við ána. 20.12.2006 21:04
Flugumferðarstjórar segja skort á samningsvilja Félag íslenskra flugumferðarstjóra segja Flugstoðir skorta vilja til að semja. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem því er neitað að flugumferðarstjórar krefjist þess að laun sín hækki um tugi prósenta líkt og Flugstoðir hafa haldið fram. 20.12.2006 20:45
Ekki hægt að mismuna starfsfólki Flugstoðir segja að ekki sé hægt að gera flugumferðarstjórum hærra undir höfði en öðrum starfsmönnum og því sé ekki hægt að ganga að kröfum þeirra. Um sextíu flugumferðarstjórar sem störfuðu hjá Flugmálastjórn Íslands hafa ekki gert samning við Flugstöðir ohf., sem tekur við rekstirnum um áramótin, og krefjast þeir kjarabóta. 20.12.2006 20:16
Dómarar detta í lukkupottinn Þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn fengu vænar launahækkanir, samkvæmt ákvörðun Kjararáðs í dag. Sex komma fimm prósenta launahækkun fellur þeim í skaut. Dómarar detta í lukkupottinn þar sem þeir fá, þessu til viðbótar, launahækkanir frá í fyrra sem ríkið afnumdi með lögum, til baka með dómsúrskurði. 20.12.2006 20:15
Metrennsli í Norðurá Í Borgarfirði hafa ár flætt yfir bakka sína og gamla brúin yfir Hvítá, milli Ferjukots og Hvítarvalla, er lokuð og íbúar í Ferjukoti því innlyksa. 20.12.2006 19:45
Mesta hættan liðin hjá á Akureyri Mestan hættan er liðin hjá á Akureyri vegna vatns- og aurflóða. Ekki er talin ástæða til að óttast frekari skriðuföll nema aftur fari saman miklar leysingar og rigning. Björgunarsveitarmenn munu þó áfram standa vaktina í nótt. 20.12.2006 19:20
Bæir innlyksa vegna flóða í Hvítá Hvítá í Árnessýslu er í miklum ham og var brúnni á Brúarhlöðum lokað í morgun þar sem áin flæddi yfir hana. Eins eru átta íbúðarhús innlyksa í Auðsholti þar sem Hvítáin beljar allt um kring. 20.12.2006 19:11
Mikil hætta á bráðri mengun úr flutningaskipinu Flutningaskipið Wilson Muuga er nú flokkað sem umhverfisslys enda mikil hætta talin á bráðri mengun. Flogið var í skipið í dag til að kanna ástand skipsins og aðstæður til að dæla olíunni í land. 20.12.2006 19:10
Samningur um varðskip undirritaður Smíðasamningur um nýtt varðskip var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í dag. Samningsverðið er tæpir 2,7 milljarðar króna og er búist við að smíðin taki hálft þriðja ár. 20.12.2006 18:55
Bush boðar stækkun heraflans George Bush, forseti Bandaríkjanna, boðaði í dag stækkun herafla landsins en vildi ekki svara því hvort liðsstyrkurinn yrði nýttur í stríðinu í Írak. 20.12.2006 18:30
Komið verður á fót heimili fyrir heimilislausa Félagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg ætla að koma á fót heimili fyrir heimilislausa í Reykjavík. Rúm verður fyrir 10 heimilismenn samtímis. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag, samstarfssamning um heimilið. 20.12.2006 18:05
Ellefu áramótabrennur í Reykjavík Um þessi áramót verða 11 áramótabrennur í Reykjavík. Þær verða allar á sömu stöðum og í fyrra. Kveikt verður í borgarbrennum kl. 20.30. á gamlárskvöld. Í frétt frá Framkvæmdasviði segir að starfsmenn hverfastöðva Framkvæmdasviðs verði við móttöku og uppröðun í bálkesti frá fimmtudeginum 28. desember. Hætt verður að taka á móti efni þegar kestirnir eru orðnir hæfilega stórir eða í síðasta lagi kl.12:00 á gamlársdag. 20.12.2006 17:38
Björgunarsveitir klári verkefni og verði svo í viðbragðsstöðu Almannavarnarnefndir í Árnessýslu ákváðu á fundi sínum sem var að ljúka björgunarsveitir muni ljúka fyrirliggjandi verkefnum og fara síðan heim að því loknu en verða viðbúnar útköllum. Þær hafa í dag aðstoðað hestaeigendur við að bjarga hrossum úr úthaga. 20.12.2006 17:06
Verulegt tjón á Djúpadalsvirkjun Franz Árnason, framkvæmdastjóri Fallorku ehf. sem rekur Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit ,segir að verulegt tjón hafi orðið á virkjuninni í dag þegar efri stíflan í virkjuninni brast eftir mikið úrhelli í Eyjafirði á síðasta sólarhring. 20.12.2006 16:56
Reyndist ölvaður undir stýri í banaslysi Annar mannanna, sem yfirheyrðir hafa verið vegna umferðarslyss sem varð á Reykjanesbraut nærri nýju IKEA-versluninni í Garðabæ í nóvember, hefur viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni. Komið hefur í ljós að hann og tveir aðrir sem voru í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis en einn mannanna lést þegar bílnum var ekið á steypustólpa. 20.12.2006 16:36
Abramovich segir af sér Roman Abramovich hefur sagt af sér sem ríkisstjóri hins strjálbýla Chukotka héraðs í austur Rússlandi. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og eigandi fótboltaklúbbsins Chelsea. Hann hefur varið hundruðum milljóna dollara í að byggja upp héraðið, og notað náið samband sitt við Pútín forseta í baráttunni við fátækt þar. 20.12.2006 16:27
Fjórðungur þróunarfjár ÞSSÍ til Malaví á næsta ári Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að verja um fjórðungi þess fjár sem stofnunin hefur þegar fengið samþykkt fyrir fyrir næsta ár til þróunarverkefna í Malaví, alls um 280 milljónum króna. 20.12.2006 16:26
Tengivagn valt á Suðureyrarvegi Vegurinn til Suðureyrar er lokaður vegna umferðaróhapps sem varð nú í eftirmiðdaginn. Þá valt tengivagn flutningabíls með þeim afleiðingum að hann lokar nú veginum. Óhappið varð til móts við eyðibýlið Laugar á veginum milli Suðureyrar og Botns í Súgandafirði en að sögn lögreglu á Ísafirði urðu engin slys á fólki. 20.12.2006 16:14
Tugir mafíósa handteknir Ítalska lögreglan hefur í dag handtekið tugi manna í borginni Bari, í suðurhluta landsins, vegna tengsla þess við Mafíu fjölskyldu sem þar ræður lögum og lofum. Yfir 100 manns eru á handtökulista lögreglunnar. Átta konur eru meðal hinna handteknu. 20.12.2006 16:07
16 ára piltur dæmdur fyrir hættulega líkamsárás Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. 20.12.2006 15:59
Ísbjörn í stofunni Tveir rússneskir veðurfræðingar földu sig í ruslageymslu í tvo sólarhringa, meðan stór og hungraður ísbjörn rústaði kofa þeirra í leit að mat. Björninn át meðal annars tvo af hundum þeirra. 20.12.2006 15:48
Flæðir inn í kjallara Selfosskirkju Björgunarfélag Árborgar vinnur nú að því að tæma kjallara Selfosskirkju þar sem allt er á floti, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarsveitarmenn hafa þurft að aðstoða lögreglumenn við að stugga forvitnu fólki frá árbakkanum, þar sem bæði börn og fullorðnir hafa hætt sér tæpara en góðu hófi gegnir. 20.12.2006 15:41
Flugi til Ísafjarðar í dag aflýst Flugi á vegum Flugfélags Íslands sem fara átti til Ísafjarðar í dag hefur verið aflýst vegna veðurs og verður ekki athugað með flug þangað fyrr en á morgun. Þá er óvíst með flug til Egilsstaða og Akureyrar og verður kannað með flug þangað næst klukkan hálffimm. 20.12.2006 15:36
Annar dæmdra nauðgara laus úr gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem eru grunaðir um kynferðisbrot og setið hafa í varðhaldi undanfarið rennur út í dag. Lögreglan í Reykjavík hefur ekki farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. 20.12.2006 15:22
Nýtt varðskip til um mitt ár 2009 Reikna má með því að nýtt varðskip verði komið í flota Landhelgisgæslu Íslands um mitt ár 2009 en samningur um smíði þess var undirritaður í dag. Það gerðu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands ásamt Carlos Fanta de la Vega, forstjóra skipasmíðastöðvarinnar ASMAR í Chile, sem átti lægsta tilboð í smíði skipsins. 20.12.2006 15:17
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til taks á Selfossi Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu fara nú á fjórða tímanum austur fyrir fjall til þess að vera til taks á Selfossi ef fer að flæða þar inn í hús með hækkandi vatnsborði Ölfusár. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út og slökkviliðin í umdæminu eru í viðbragðstöðu. 20.12.2006 15:16
Forseti Íslands sendir samúðarkveðju vegna andláts sjóliðsforingja Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í dag Margréti Danadrottningu samúðarkveðju vegna andláts sjóliðsforingjans Jans Nordskovs Larsens sem drukknaði við björgunarstörf í tengslum við strand kýpverska skipsins Wilson Muuga. 20.12.2006 15:05
Sýknaður af ákæru um nauðgun Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. 20.12.2006 14:58
Mesta vatnshæð síðan mælingar hófust Vatnamælirinn þar sem Hvítá rennur um Fremstaver hefur aldrei sýnt meiri vatnshæð síðan hann var settur upp. Snorri Zóphóníasson, hjá Vatnamælingum Orkustofnunar, býst við að rennsli Ölfusár við Selfoss vaxi fram að miðnætti í kvöld og geti náð 2000 rúmmetrum á sekúndu, sem er fimmfalt meðalrennsli þessarar vatnsmestu ár landsins. 20.12.2006 14:42
Ísraelar íhuga að borga Abbas Ísraelar eru að íhuga að greiða Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, tugi milljóna dollara af sköttum sem þeir hafa innheimt fyrir heimastjórnina, en haldið eftir síðan Hamas myndaði ríkisstjórn undir forystu Ismails Hainyehs. 20.12.2006 14:38
Ísland dýrast í Evrópu -Norðmenn gleðjast Ísland er dýrasta land í Evrópu, sam kvæmt niðurstöðum norsku hafstofunnar. Norðmenn eru í öðru sæti og eru aldrei þessu vant ánægðir með að vera ekki númer eitt. Norska hagstofan segir að á síðasta ári hafi verð á neysluvörum á Íslandi verið fimmtíu og einu prósenti hærra en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins. 20.12.2006 14:35
Efri stíflan í Djúpadalsvirkjun brast í úrhellinu Efri stíflan í Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit, skammt frá Melgerðismelum, brast í úrhellinu í morgun og æddi flóðbylgja niður ána og yfir Eyjafjarðarveg vestri þannig að hann rofnaði. 20.12.2006 14:11
Hestabjörgunin gengur vonum framar Hestabjörgun Björgunarfélagsins Eyvindar við Auðsholt í Hrunamannahreppi gengur vonum framar, að sögn Borgþórs Vignissonar, sem er á vettvangi. Í kringum hundrað hestar voru á flæðiskeri staddir í morgun þegar björgunarmenn komu á vettvang. Tveir litlir gúmmíbátar hafa smalað hestunum á sund og farið með þá á öruggan stað. 20.12.2006 14:09
Grjóthrun úr Óshlíð í morgun Nokkuð grjót hrundi á veginn um Óshlíð í morgun og var lögregla kölluð út til að aðstoða vegfaranda. Kona sem var á leið til Bolungarvíkur keyrði á grjóthnullung og sprengdi dekkið og skemmdi felguna. Vegagerðin ruddi veginn en ekki þurfti að loka honum. Ekki hefur hrunið frekar í dag, að sögn lögreglu á Ísafirði. 20.12.2006 13:47
Kína herðir reglur um ættleiðingar Kínverjar eru að setja nýjar og hertar reglur til þess að fækka ættleiðingum barna frá landinu. Feitt og ógift fólk fær ekki að ættleiða börn, og heldur ekki fólk sem er á þunglyndislyfjum eða fatlað á einhvern hátt. Nýju reglurnar verða kynntar í vikunni. 20.12.2006 13:47
Lyngdalsheiðin orðin ófær vegna vatnavaxta Lyngdalsheiði, sem liggur milli Þingvalla og Laugarvatns er orðin ófær vegna vatnavaxta og bætist þar með í hóp vega á Norður- og Suðurlandi sem lokast hafa vegna þess. Skeiðavegur er ófær þar sem Hvítá flæðir yfir veginn við Brúarhlöð og þá er Auðsholtsvegur, vegur 340, ófær vegna vatnavaxta við bæinn Auðsholt. 20.12.2006 13:43
Vegstikur hrökkva ekki til að marka öll umferðaróhöpp 5000 þúsund óhöpp, um 2500 slys og 54 banaslys hafa orðið á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Vegstikur beggja megin vegarins hrökkva ekki til að marka öll umferðaróhöppin sem orðið hafa á veginum. 20.12.2006 13:15
Al-Kæda býður Bandaríkjamönnum til samninga Næst æðsti leiðtogi al-Kæda gaf í dag sterklega í skyn að Bandaríkjamenn ættu að semja við hryðjuverkasamtökin um brotthvarf sitt frá Írak. Það séu þau sem hafi völdin í landinu. 20.12.2006 13:02
Íbúar og sumarhúsaeigendur í Árnessýslu hugi að eigum sínum Þrjár af fjórum almannavarnarnefndum í Árnessýslu funduðu á lögreglustöðinni á Selfossi kl. 11:30. Á fundinum sátu einnig fulltrúar Vatnamælinga og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Íbúar og sumarhúsaeigendur í Árnessýslu eru hvattir til að gæta að eignum sínum. 20.12.2006 12:59