Innlent

Hefur miklar áhyggjur af húsakosti Náttúrugripasafns

MYND/Anton Brink

Stjórn Félags Íslenskra safna og safnmanna lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar ófullnægjandi aðstöðu sem íslensk stjórnvöld hafa um of langt skeið búið Náttúrgripasafni Ísland. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Þar er jafnframt skorað á stjórnvöld að tryggja Náttúrugripasafninu hið fyrsta framtíðarhúsnæði og gera því kleift að vinna samkvæmt lögbundnum skyldum sínum sem höfuðsafn á sínu sviði hvað varðar söfnun, varðveislu, skráningu, rannsóknir og miðlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×