Innlent

Vatnsborð Hálslóns hækkar mikið vegna asahláku

Frá fyllingu Háslóns í haust þegar tappi var settur í Kárahnjúkastíflu.
Frá fyllingu Háslóns í haust þegar tappi var settur í Kárahnjúkastíflu. MYND/Stöð 2

Vatnsborð Hálslóns hefur hækkað um 60 sentímetra á síðasta sólarhring sem er tífalt meira en að jafnaði í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef Kárahnjúkavirkjunar. Þar segir að vatnsborðið sé nú komið í 562 metra yfir sjávarmáli og að skýringarinnar á þessari miklu hækkun sé að leita í asahlákunni á landinu öllu með tilheyrandi vatnavöxtum.

Óveðrið undanfarna daga hefur einnig skilið eftir sig ummerki á Kárahnjúkasvæðinu og flettist til að mynda klæðing af kafla Kárahnjúkavegar gegnt efnisnámu Arnarfells við Sandfells og Sandá flæddi yfir vestari Eyjabakkaveg. Snjór er að miklu leyti horfinn og landið því vorlegt yfir að líta á sjálfri jólaföstunni segir á vef Kárahnjúkavirkjunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×