Innlent

Ekki ástæða til aðgerða á Grund eftir umfjöllun Ísafoldar

MYND/Heiða

Landlæknir segir frásögn blaðamanns tímaritsins Ísafoldar af konu á elliheimilinu Grund sem beinbrotnaði ranga en tímaritið fullyrti að konan hefði verið látin liggja í meira en sólarhring áður en henni var komið á sjúkrahús.

Á heimasíðu landlæknisembættisins kemur fram að farið hafi verið í fyrirvaralausa heimsókn á Grund, aðstæður skoðaðar og rætt við starfsmenn, stjórnendur og vistmenn á viðkomandi deild, auk þess sem rætt var við aðstandendur.

Er það niðurstaða embættisins að ekki sé ástæða til aðgerða vegna málsins að öðru leyti en því að það láðist að láta viðkomandi starfsmann undirrita trúnaðaryfirlýsingu, en það mun í framtíðinni verða gert áður en nýir starfsmenn hefja störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×