Innlent

400 tonna flugvél snerist á staðnum

400 tonna fraktflugvél snerist um 35 gráður á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir fjögur-leytið í dag. Flughált er á vellinum og slær hátt í 30m/s í verstu hviðunum. Búið er að raða kubbum við hjól vélarinnar og raða slökkvilbílum við vélina til að taka af henni mesta vindinn.

Vélin er af gerðinni Antonov 124 sem eru stærstu fraktvélar sem fljúga reglulega um Keflavíkurflugvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×