Innlent

Fær sex milljónir greiddar vegna læknamistaka

Talið er að seinagangur hafi orðið til þess að taka þurfti fótinn af manninum.
Talið er að seinagangur hafi orðið til þess að taka þurfti fótinn af manninum. MYND/Vísir

Íslenska ríkið og læknir voru í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða manni hátt í sex milljónir króna í bætur, vegna læknamistaka, sem talið er að hafi orðið til þess að taka varð af vinstri fót mannsins fyrir ofan hné.

Maðurinn þurfti að fara í aðgerð vegna æðagúls í fæti en nokkuð dróst að hann færi í rannsóknir og aðgerð. Taldi dómurinn þar hafa verið um mistök læknis að ræða sem leitt hafi til þess að taka þurfti af fótinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×