Fleiri fréttir Enn einnar vændiskonu saknað í Ipswich Enn einnar stúlku er saknað í Ipswich á Suðaustur-Englandi, þar sem svo virðist sem óhugnanlegur raðmorðingi leiti til fordæmis Kobba kviðristu og herji á vændiskonur. Síðan 2. desember hafa fimm kvenmannslík fundist á víðavangi á Suffolk-svæðinu, allt vændiskonur sem hafa horfið sporlaust af götunum. 15.12.2006 18:05 Prófkjörsfrestur liðinn hjá Framsókn í Suðurkjördæmi Prófkjörsfrestur hjá Framsóknarflokkinum í Suðurkjördæmi rann út í dag klukkan 17:00. 12 gefa kost á sér, þar af koma fjórir frá Árborg en tveir frá Reykjanesbæ. Aðeins einn er frá Vestmannaeyjum. Prófkjörið fer fram þann 20. janúar á næsta ári. 15.12.2006 18:00 Ætla bara að ráðast á eþíópísku hermennina Leiðtogi Íslömsku bardagasveitanna í Sómalíu, segist ekki hafa í hyggju að ráðast á bráðabirgðaríkisstjórn Austur-Afríkuríkisins, heldur eingöngu "innrásarsveitir" grannríkisins Eþíópíu. Hassan Dahir Aweys, sjeik, kallaði ásakanir Bandaríkjamanna á þá leið að samtök hans séu í raun leppsamtök Al Kaída í Sómalíu, innantómt raus. 15.12.2006 17:43 Staðfest gæsluvarhald yfir síbrotamanni Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni sem nýlega var dæmdur í 5 ára fangelsi. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 10. janúar, eða meðan hæstiréttur rannsakar mál hans. Hann er ákærður fyrir röð minniháttar afbrota. 15.12.2006 17:25 Gæsluvarðhald staðfest yfir dæmdum nauðgara Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Edward Koranteng, karlmanni á þrítugsaldri, en maðurinn er kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku í lok nóvember. Maðurinn var í vikunni dæmdur fyrir að nauðga annarri fjórtán ára stúlku á síðasta ári. 15.12.2006 17:00 Gleðileg jól 15.12.2006 16:31 Ávirðingar hlaðast upp á nýjan ráðherra Carina Christensen, hinn nýi fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur, náði ekki að klára einn dag í embætti áður en fjölmiðlar voru búnir að grafa upp meintar ávirðingar á hana. Christensen, sem er 34 ára gömul á og rekur húsgagnaverksmiðju á Fjóni. 15.12.2006 16:23 Guðni sakar Hjálmar um að ganga á bak orða sinna Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segir framboð Hjálmars Árnasonar í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Guðni sakar Hjálmar um að hafa gengið á bak orða sinna því fyrir um mánuði hafi hann lýst yfir stuðningi við Guðna í fyrsta sæti. 15.12.2006 16:14 Íþróttahúsið við MS og Vogaskóla opnað aftur Íþróttahús Menntaskólans við Sund og Vogaskóla hefur verið opnað aftur. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemi íþróttahússins eftir alvarlegar athugasemdir við ófullnægjandi þrif og öryggisþætti. 15.12.2006 15:45 Minna hlutfall ráðstöfunartekna fer í mat Hlutdeild matvæla í heimilisútgjöldunum fer stöðugt lækkandi. Á tímabilinu 2002-2004 fóru 14,4% ráðstöfunartekna heimilanna í þennan lið, en á tímabilinu sem rannsóknin nær til, fóru aðeins 12,9% til kaupa á matvörum og óáfengum drykkjarvörum. Húsnæði, hiti og rafmagn er sem fyrr lang fjárfrekasti liðurinn og sá sem hækkar mest. 15.12.2006 15:42 Samningur um raforku tilbúinn eftir tvær vikur Vonast er til að samningur milli Landsvirkjunar og Alcan um raforkuverð vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík verði tilbúinn eftir tvær vikur. Samninganefndir fyrirtækjanna eru nú langt komnar með að ganga frá samningi. 15.12.2006 15:36 Flotadeild til höfuðs flóttamönnum Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að stofna sérstaka flotadeild til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir inn flytjendur frá Afríku nái að suðurströndum aðildarríkjanna. Einnig verður stofnuð viðbragðssveit landamæravarða sem hægt er að senda á vettvang með litlum fyrirvara. 15.12.2006 15:20 ASÍ stendur við bókaverðkönnun sína Alþýðusamband Íslands hefur farið yfir framkvæmd sína á verðkönnun á bókum sem Bónus gagnrýndi harðlega í gær. Niðurstaða ASÍ er sú, að eðlilega hafi verið staðið að framkvæmdinni og Alþýðusambandið stendur við könnunina. 15.12.2006 15:15 Vilja stöðva efnistöku á botni Hvalfjarðar Sveitastjórn Hvalfjarðasveitar vill að efnistaka á sjávarbotni Hvalfjarðar verði stöðvuð vegna umhverfisspjalla. Starfsleyfi fyrirtækisins Björgunar, til efnisöflunar í Hvalfirði, rann út árið 2005 en fyrir skömmu var ákveðið að veita fyrirtækinu bráðabrigða starfsleyfi til ársins 2008. 15.12.2006 15:13 Landsvirkjun lýsir yfir áhyggjum af slysum við Kárahnjúka Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir áhyggjum af fjölgun vinnuslysa sem orðið hafa hjá verktakafyrirtækinu Impregilo sem sinnir framkvæmdum við Kárahnjúka. Hún leggur áherslu á að öryggismál á svæðinu séu í góðu lagi og gerir kröfu til verktaka og framkvæmdaeftirlits að fylgja því eftir. 15.12.2006 14:55 Offita að setja Bretland á hausinn Læknar í bresku heilbrigðisþjónustunni segja að sívaxandi offita þjóðarinnar, geti gert þjónustuna gjaldþrota á næstu árum. Samkvæmt nýjustu tölum er offita meiri í Bretlandi en nokkru öðru Evrópuríki. Þar er einn af hverjum fimm fullorðnum of þungur, og læknarnir segja að það geti farið upp í einn af hverjum þremur, ef ekkert verði að gert. 15.12.2006 14:42 Tvítug kona í dæmd í fjögurra mánaða fangelsi Rúmlega tvítug kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða fangelsi meðal annars fyrir líkamsárás og þjófnað. Í maí á þessu ári braust konan inn í íbúð á Suðurlandsvegi og reyndi að stela þaðan ýmsum hlutum. 15.12.2006 14:23 Tekinn ölvaður undir stýri í annað skiptið á einni viku Lögreglan í Reykjavík stöðvaði á síðasta sólarhring ökumann í annað skiptið á innan við viku fyrir ölvunarakstur. Alls hefur lögreglan í Reykjavík stöðvað tólf ökumenn fyrir ölvunarakstur síðastliðinn sólarhring. Sá yngsti er 17 ára en sá elsti hátt á áttræðisaldri. 15.12.2006 14:10 Í værum svefni Breskur kaupsýslumaður hefur verið dæmdur til 180 klukkustunda samfélagsþjónustu og til að greiða sjötíu og fimm þúsund króna sekt fyrir að tefja lestarsamgöngur í grennd við borgina Epsom í suðurhluta landsins. 15.12.2006 13:51 Bílastæði opnuð á Faxaskálasvæðinu Steyptur grunnur á Faxaskálasvæðinu verður nýttur tímabundið undir bílastæði. Bílastæðum á svæðinu hefur fækkað frá því að framkvæmdir hófust við gerð lóðar tónlistar- og ráðstefnuhúss við austurhöfn Reykjavíkur. 15.12.2006 13:51 Stólalyftan í Suðurgili opin í Bláfjöllum á morgun Á morgun verður Gosinn stólalyftan í Suðurgili í Bláfjöllum opin frá klukkan eitt eftir hádegi til klukkan fjögur. Snjór er í lágmarki og víða grunnt á grjót og því mun ekkert kosta inn á svæðið. 15.12.2006 13:31 Veiðiþjófur skotinn Þjóðgarðsverðir í Kenya skutu í gær til bana illræmdan veiðiþjóf frá Sómalíu, sem vitað er að hafði drepið sautján fíla og níu nashyrninga á síðustu fimm árum. Það er ekki óalgengt í Afríku að þjóðgarðisverðir lendi í skotbardögum við veiðiþjófa. 15.12.2006 13:25 Sjúkraliðar vilja leiðréttingu launa sinna Sjúkraliðar á Hrafnistu í Hafnarfirði skora á stjórnendur á Hrafnistu að leiðrétta laun þeirra. Sjúkraliðarnir benda á að mikil undirmönnun hafi verið um langt skeið og það valdi miklu álagi á starfsmenn. 15.12.2006 13:19 Forsetakosningar í Rússlandi 2. mars 2008 Ákveðið hefur verið að flýta forsetakosningum sem fram eiga fara í Rússlandi 2008 um viku. Það er gert vegna þess að almennan frídag ber upp á daginn fyrir kosningarnar. 15.12.2006 13:00 Svaf vært á teinunum Breskur maður á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm eftir að hann sofnaði á lestarteinum fyrr á þessu ári. 15.12.2006 13:00 Átök á milli Hamas og Fatah á heimastjórnarsvæðum í morgun Liðsmenn Hamas saka Fatah-hreyfinguna um að hafa sýnt Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, banatilræði við landamærin að Gaza í gærkvöld. Til átaka kom á milli liðsmanna Hamas og Fatah á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna í morgun. 15.12.2006 12:45 Umferðaróhapp undir Hafnarfjalli Umferðaróhapp varð fyrir um hádegi á Vesturlandsvegi í Hafnarskógi. Lögreglunni í Borgarnesi er ekki kunnugt um slys á fólki. 15.12.2006 12:41 Stefnir í að flug lamist um áramót Allt stefnir í að flug lamist hér á landi og á milli landa um áramót. Flugstoðir, sem taka við flugstjórninni um áramót, hafa sett flugumferðarstjórum skilyrði um að undirrita starfsmannasamninga fyrir klukkan þrjú í dag, ella sé félagið ekki bundið af neinum samningum við þá. Flugumferðarstjórar ætla ekki að að undirrita samninginn. 15.12.2006 12:30 Framboð til að vinna að velferðarmálum aldraðra Tillaga að framboði eldri borgara til Alþingis til að vinna að velferðarmálum aldraðra var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík í gærkvöldi. 15.12.2006 12:21 Samkomulag um raforkusölu til Alcan kynnt á fundi Landsvirkjunar Samkomulag um raforkusölu til stækkunar álvers Alcan í Straumsvík var kynnt á síðasta stjórnarfundi sameignarfyrirtækis Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar og ríkisins um Landsvirkjun, sem haldinn var í dag. 15.12.2006 12:07 Hjálmar vill standa í brúnni Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir engan eiga neitt í pólitík og því líti hann ekki á sem svo að hann sé að fara gegn Guðna í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Hann sé búinn að vera fyrsti stýrimaður í tólf ár og vilji nú athuga hvort að fyrsti stýrimaður fái ekki að fara eins og einn róður. 15.12.2006 12:01 Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum. Byggð verða þriggja hæða íbúðahús með risi og verslunum á jarðhæð, sem ásamt nýju Hönnunarsafni Íslands mynda hring umhverfis nýtt Garðatorg. Bílakjallari verður undir torginu. Samningur á milli Garðabæjar og Klasa hf. um uppbyggingu nýja miðbæjarins var undirritaður á Garðatorgi í hádeginu. 15.12.2006 11:48 Hjálmar Árnason fer gegn Guðna Ágústssyni Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Guðna Ágústssyni, varaformanni flokksins, í efsta sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta nú laust fyrir hádegi. 15.12.2006 11:43 Auglýsa með nafni eftir manni vegna morða á vændiskonum Breska lögreglan hefur auglýst, með nafni, eftir eiganda BMW bifreiðar, í tengslum við morðin á fimm vændiskonum í Ipswich. Maðurinn er einn af þúsundum farandverkamanna frá Austur-Evrópu sem koma til Suffolk ár hvert til þess að vinna í landbúnaði. Hann hefur ekki sést síðan á miðvikudag. 15.12.2006 11:32 Þrjú þúsund og sex hundruð ótryggð ökutæki í umferð Rúmlega þrjú þúsund og sex hundruð ótryggð ökutæki eru í umferð á Íslandi. Þar af eru um tvö þúsund og fimm hundruð þeirra fólksbifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru tæplega hundrað sjötíu og sjöþúsund fólksbílar í umferð á Íslandi en tæplega níu prósent þeirra eða um fimmtán þúsund eru óskoðaðir. 15.12.2006 11:28 100 hafa sótt starfstengt íslenskunám á Landspítalanum Um hundrað erlendir starfsmenn á Landspítalanum hafa á þessu ári sótt starfstengd íslenskunámskeið á spítalanum, en alls vinna um 250 erlendir ríkisborgarar á spítalanum. 15.12.2006 11:24 Óttast grímulaust stríð milli Hamas og Fatah Palestínumenn úr Hamas og Fatah samtökunum hafa í morgun barist bæði á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum. Hamas sakar Fatah um að hafa í gær reynt að myrða Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestinsku ríkisstjórnarinnar. Einn lífvarða hans féll í átökunum. 15.12.2006 11:13 Ísland tekur upp stjórnmálasamband við Búrúndí Búrúndí hefur nú bæst hóp þeirra ríkja sem eru í stjórnmálasambandi við Íslands. fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu í New York í gær yfirlýsingu þar um. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. 15.12.2006 11:10 Stærsta Vodafone-verslun í heimi opnuð Vodafone á Íslandi opnaði verslun í Skútuvogi í morgun sem fyrirtækið segir stærstu Vodafone verslun í heimi. Verslunin er um 400 fermetrar að stærð og sú eina sinnar tegundar hér á landi sem býður alvöru símtæki til þess að prófa og skoða. 15.12.2006 10:55 Kona nýr neytendaráðherra Danmerkur Nýr ráðherra fjölskyldu- og neytendamála, í Danmörku, verður hin 34 ára gamla Carin Christensen, sem kemur úr röðum íhaldsmanna. Christensen er sögð í miklu uppáhaldi hjá flokksforystunni, og eiga góðan frama fyrir sér í stjórnmálum. 15.12.2006 10:38 Ekkert aðhafst vegna máls gegn SHH Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta eins og óskað var eftir í erindi til stofnunarinnar. 15.12.2006 10:33 Ljósahús Reykjanesbæjar eru Týsvelli 1 Týsvellir 1 voru í gær valdir Ljósahús Reykjanesbæjar 2006. Viðurkenningar fyrir ljósahús voru veittar í Bíósal Duushúsa í gærkvöldi. Í öðru sæti var Borgarvegur 25 og í því þriðja Bragavellir 3. 15.12.2006 10:27 FL Group selur hlut sinn í Straumi FL Group hefur samþykkt að selja 22,6 prósent hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka hf. til bankans sjálfs og viðskiptavina hans. Kaupendur greiða 18 krónur fyrir hvern hlut og nemur verðið 42,1 milljarði króna. 15.12.2006 10:21 Kaup Pennans á tveimur bókaverslunum samþykkt Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna kaupa Pennans á Bókaverslun Jónasar Tómassonar á Ísafirði og Bókaversluninni Andrés Níelsson á Akranesi. 15.12.2006 10:18 20 Hollendingar rannsakaðir vegna geislaeitrunar 15.12.2006 10:08 Sjá næstu 50 fréttir
Enn einnar vændiskonu saknað í Ipswich Enn einnar stúlku er saknað í Ipswich á Suðaustur-Englandi, þar sem svo virðist sem óhugnanlegur raðmorðingi leiti til fordæmis Kobba kviðristu og herji á vændiskonur. Síðan 2. desember hafa fimm kvenmannslík fundist á víðavangi á Suffolk-svæðinu, allt vændiskonur sem hafa horfið sporlaust af götunum. 15.12.2006 18:05
Prófkjörsfrestur liðinn hjá Framsókn í Suðurkjördæmi Prófkjörsfrestur hjá Framsóknarflokkinum í Suðurkjördæmi rann út í dag klukkan 17:00. 12 gefa kost á sér, þar af koma fjórir frá Árborg en tveir frá Reykjanesbæ. Aðeins einn er frá Vestmannaeyjum. Prófkjörið fer fram þann 20. janúar á næsta ári. 15.12.2006 18:00
Ætla bara að ráðast á eþíópísku hermennina Leiðtogi Íslömsku bardagasveitanna í Sómalíu, segist ekki hafa í hyggju að ráðast á bráðabirgðaríkisstjórn Austur-Afríkuríkisins, heldur eingöngu "innrásarsveitir" grannríkisins Eþíópíu. Hassan Dahir Aweys, sjeik, kallaði ásakanir Bandaríkjamanna á þá leið að samtök hans séu í raun leppsamtök Al Kaída í Sómalíu, innantómt raus. 15.12.2006 17:43
Staðfest gæsluvarhald yfir síbrotamanni Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni sem nýlega var dæmdur í 5 ára fangelsi. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 10. janúar, eða meðan hæstiréttur rannsakar mál hans. Hann er ákærður fyrir röð minniháttar afbrota. 15.12.2006 17:25
Gæsluvarðhald staðfest yfir dæmdum nauðgara Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Edward Koranteng, karlmanni á þrítugsaldri, en maðurinn er kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku í lok nóvember. Maðurinn var í vikunni dæmdur fyrir að nauðga annarri fjórtán ára stúlku á síðasta ári. 15.12.2006 17:00
Ávirðingar hlaðast upp á nýjan ráðherra Carina Christensen, hinn nýi fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur, náði ekki að klára einn dag í embætti áður en fjölmiðlar voru búnir að grafa upp meintar ávirðingar á hana. Christensen, sem er 34 ára gömul á og rekur húsgagnaverksmiðju á Fjóni. 15.12.2006 16:23
Guðni sakar Hjálmar um að ganga á bak orða sinna Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segir framboð Hjálmars Árnasonar í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Guðni sakar Hjálmar um að hafa gengið á bak orða sinna því fyrir um mánuði hafi hann lýst yfir stuðningi við Guðna í fyrsta sæti. 15.12.2006 16:14
Íþróttahúsið við MS og Vogaskóla opnað aftur Íþróttahús Menntaskólans við Sund og Vogaskóla hefur verið opnað aftur. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemi íþróttahússins eftir alvarlegar athugasemdir við ófullnægjandi þrif og öryggisþætti. 15.12.2006 15:45
Minna hlutfall ráðstöfunartekna fer í mat Hlutdeild matvæla í heimilisútgjöldunum fer stöðugt lækkandi. Á tímabilinu 2002-2004 fóru 14,4% ráðstöfunartekna heimilanna í þennan lið, en á tímabilinu sem rannsóknin nær til, fóru aðeins 12,9% til kaupa á matvörum og óáfengum drykkjarvörum. Húsnæði, hiti og rafmagn er sem fyrr lang fjárfrekasti liðurinn og sá sem hækkar mest. 15.12.2006 15:42
Samningur um raforku tilbúinn eftir tvær vikur Vonast er til að samningur milli Landsvirkjunar og Alcan um raforkuverð vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík verði tilbúinn eftir tvær vikur. Samninganefndir fyrirtækjanna eru nú langt komnar með að ganga frá samningi. 15.12.2006 15:36
Flotadeild til höfuðs flóttamönnum Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að stofna sérstaka flotadeild til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir inn flytjendur frá Afríku nái að suðurströndum aðildarríkjanna. Einnig verður stofnuð viðbragðssveit landamæravarða sem hægt er að senda á vettvang með litlum fyrirvara. 15.12.2006 15:20
ASÍ stendur við bókaverðkönnun sína Alþýðusamband Íslands hefur farið yfir framkvæmd sína á verðkönnun á bókum sem Bónus gagnrýndi harðlega í gær. Niðurstaða ASÍ er sú, að eðlilega hafi verið staðið að framkvæmdinni og Alþýðusambandið stendur við könnunina. 15.12.2006 15:15
Vilja stöðva efnistöku á botni Hvalfjarðar Sveitastjórn Hvalfjarðasveitar vill að efnistaka á sjávarbotni Hvalfjarðar verði stöðvuð vegna umhverfisspjalla. Starfsleyfi fyrirtækisins Björgunar, til efnisöflunar í Hvalfirði, rann út árið 2005 en fyrir skömmu var ákveðið að veita fyrirtækinu bráðabrigða starfsleyfi til ársins 2008. 15.12.2006 15:13
Landsvirkjun lýsir yfir áhyggjum af slysum við Kárahnjúka Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir áhyggjum af fjölgun vinnuslysa sem orðið hafa hjá verktakafyrirtækinu Impregilo sem sinnir framkvæmdum við Kárahnjúka. Hún leggur áherslu á að öryggismál á svæðinu séu í góðu lagi og gerir kröfu til verktaka og framkvæmdaeftirlits að fylgja því eftir. 15.12.2006 14:55
Offita að setja Bretland á hausinn Læknar í bresku heilbrigðisþjónustunni segja að sívaxandi offita þjóðarinnar, geti gert þjónustuna gjaldþrota á næstu árum. Samkvæmt nýjustu tölum er offita meiri í Bretlandi en nokkru öðru Evrópuríki. Þar er einn af hverjum fimm fullorðnum of þungur, og læknarnir segja að það geti farið upp í einn af hverjum þremur, ef ekkert verði að gert. 15.12.2006 14:42
Tvítug kona í dæmd í fjögurra mánaða fangelsi Rúmlega tvítug kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða fangelsi meðal annars fyrir líkamsárás og þjófnað. Í maí á þessu ári braust konan inn í íbúð á Suðurlandsvegi og reyndi að stela þaðan ýmsum hlutum. 15.12.2006 14:23
Tekinn ölvaður undir stýri í annað skiptið á einni viku Lögreglan í Reykjavík stöðvaði á síðasta sólarhring ökumann í annað skiptið á innan við viku fyrir ölvunarakstur. Alls hefur lögreglan í Reykjavík stöðvað tólf ökumenn fyrir ölvunarakstur síðastliðinn sólarhring. Sá yngsti er 17 ára en sá elsti hátt á áttræðisaldri. 15.12.2006 14:10
Í værum svefni Breskur kaupsýslumaður hefur verið dæmdur til 180 klukkustunda samfélagsþjónustu og til að greiða sjötíu og fimm þúsund króna sekt fyrir að tefja lestarsamgöngur í grennd við borgina Epsom í suðurhluta landsins. 15.12.2006 13:51
Bílastæði opnuð á Faxaskálasvæðinu Steyptur grunnur á Faxaskálasvæðinu verður nýttur tímabundið undir bílastæði. Bílastæðum á svæðinu hefur fækkað frá því að framkvæmdir hófust við gerð lóðar tónlistar- og ráðstefnuhúss við austurhöfn Reykjavíkur. 15.12.2006 13:51
Stólalyftan í Suðurgili opin í Bláfjöllum á morgun Á morgun verður Gosinn stólalyftan í Suðurgili í Bláfjöllum opin frá klukkan eitt eftir hádegi til klukkan fjögur. Snjór er í lágmarki og víða grunnt á grjót og því mun ekkert kosta inn á svæðið. 15.12.2006 13:31
Veiðiþjófur skotinn Þjóðgarðsverðir í Kenya skutu í gær til bana illræmdan veiðiþjóf frá Sómalíu, sem vitað er að hafði drepið sautján fíla og níu nashyrninga á síðustu fimm árum. Það er ekki óalgengt í Afríku að þjóðgarðisverðir lendi í skotbardögum við veiðiþjófa. 15.12.2006 13:25
Sjúkraliðar vilja leiðréttingu launa sinna Sjúkraliðar á Hrafnistu í Hafnarfirði skora á stjórnendur á Hrafnistu að leiðrétta laun þeirra. Sjúkraliðarnir benda á að mikil undirmönnun hafi verið um langt skeið og það valdi miklu álagi á starfsmenn. 15.12.2006 13:19
Forsetakosningar í Rússlandi 2. mars 2008 Ákveðið hefur verið að flýta forsetakosningum sem fram eiga fara í Rússlandi 2008 um viku. Það er gert vegna þess að almennan frídag ber upp á daginn fyrir kosningarnar. 15.12.2006 13:00
Svaf vært á teinunum Breskur maður á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm eftir að hann sofnaði á lestarteinum fyrr á þessu ári. 15.12.2006 13:00
Átök á milli Hamas og Fatah á heimastjórnarsvæðum í morgun Liðsmenn Hamas saka Fatah-hreyfinguna um að hafa sýnt Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, banatilræði við landamærin að Gaza í gærkvöld. Til átaka kom á milli liðsmanna Hamas og Fatah á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna í morgun. 15.12.2006 12:45
Umferðaróhapp undir Hafnarfjalli Umferðaróhapp varð fyrir um hádegi á Vesturlandsvegi í Hafnarskógi. Lögreglunni í Borgarnesi er ekki kunnugt um slys á fólki. 15.12.2006 12:41
Stefnir í að flug lamist um áramót Allt stefnir í að flug lamist hér á landi og á milli landa um áramót. Flugstoðir, sem taka við flugstjórninni um áramót, hafa sett flugumferðarstjórum skilyrði um að undirrita starfsmannasamninga fyrir klukkan þrjú í dag, ella sé félagið ekki bundið af neinum samningum við þá. Flugumferðarstjórar ætla ekki að að undirrita samninginn. 15.12.2006 12:30
Framboð til að vinna að velferðarmálum aldraðra Tillaga að framboði eldri borgara til Alþingis til að vinna að velferðarmálum aldraðra var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík í gærkvöldi. 15.12.2006 12:21
Samkomulag um raforkusölu til Alcan kynnt á fundi Landsvirkjunar Samkomulag um raforkusölu til stækkunar álvers Alcan í Straumsvík var kynnt á síðasta stjórnarfundi sameignarfyrirtækis Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar og ríkisins um Landsvirkjun, sem haldinn var í dag. 15.12.2006 12:07
Hjálmar vill standa í brúnni Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir engan eiga neitt í pólitík og því líti hann ekki á sem svo að hann sé að fara gegn Guðna í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Hann sé búinn að vera fyrsti stýrimaður í tólf ár og vilji nú athuga hvort að fyrsti stýrimaður fái ekki að fara eins og einn róður. 15.12.2006 12:01
Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum. Byggð verða þriggja hæða íbúðahús með risi og verslunum á jarðhæð, sem ásamt nýju Hönnunarsafni Íslands mynda hring umhverfis nýtt Garðatorg. Bílakjallari verður undir torginu. Samningur á milli Garðabæjar og Klasa hf. um uppbyggingu nýja miðbæjarins var undirritaður á Garðatorgi í hádeginu. 15.12.2006 11:48
Hjálmar Árnason fer gegn Guðna Ágústssyni Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Guðna Ágústssyni, varaformanni flokksins, í efsta sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta nú laust fyrir hádegi. 15.12.2006 11:43
Auglýsa með nafni eftir manni vegna morða á vændiskonum Breska lögreglan hefur auglýst, með nafni, eftir eiganda BMW bifreiðar, í tengslum við morðin á fimm vændiskonum í Ipswich. Maðurinn er einn af þúsundum farandverkamanna frá Austur-Evrópu sem koma til Suffolk ár hvert til þess að vinna í landbúnaði. Hann hefur ekki sést síðan á miðvikudag. 15.12.2006 11:32
Þrjú þúsund og sex hundruð ótryggð ökutæki í umferð Rúmlega þrjú þúsund og sex hundruð ótryggð ökutæki eru í umferð á Íslandi. Þar af eru um tvö þúsund og fimm hundruð þeirra fólksbifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru tæplega hundrað sjötíu og sjöþúsund fólksbílar í umferð á Íslandi en tæplega níu prósent þeirra eða um fimmtán þúsund eru óskoðaðir. 15.12.2006 11:28
100 hafa sótt starfstengt íslenskunám á Landspítalanum Um hundrað erlendir starfsmenn á Landspítalanum hafa á þessu ári sótt starfstengd íslenskunámskeið á spítalanum, en alls vinna um 250 erlendir ríkisborgarar á spítalanum. 15.12.2006 11:24
Óttast grímulaust stríð milli Hamas og Fatah Palestínumenn úr Hamas og Fatah samtökunum hafa í morgun barist bæði á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum. Hamas sakar Fatah um að hafa í gær reynt að myrða Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestinsku ríkisstjórnarinnar. Einn lífvarða hans féll í átökunum. 15.12.2006 11:13
Ísland tekur upp stjórnmálasamband við Búrúndí Búrúndí hefur nú bæst hóp þeirra ríkja sem eru í stjórnmálasambandi við Íslands. fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu í New York í gær yfirlýsingu þar um. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. 15.12.2006 11:10
Stærsta Vodafone-verslun í heimi opnuð Vodafone á Íslandi opnaði verslun í Skútuvogi í morgun sem fyrirtækið segir stærstu Vodafone verslun í heimi. Verslunin er um 400 fermetrar að stærð og sú eina sinnar tegundar hér á landi sem býður alvöru símtæki til þess að prófa og skoða. 15.12.2006 10:55
Kona nýr neytendaráðherra Danmerkur Nýr ráðherra fjölskyldu- og neytendamála, í Danmörku, verður hin 34 ára gamla Carin Christensen, sem kemur úr röðum íhaldsmanna. Christensen er sögð í miklu uppáhaldi hjá flokksforystunni, og eiga góðan frama fyrir sér í stjórnmálum. 15.12.2006 10:38
Ekkert aðhafst vegna máls gegn SHH Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta eins og óskað var eftir í erindi til stofnunarinnar. 15.12.2006 10:33
Ljósahús Reykjanesbæjar eru Týsvelli 1 Týsvellir 1 voru í gær valdir Ljósahús Reykjanesbæjar 2006. Viðurkenningar fyrir ljósahús voru veittar í Bíósal Duushúsa í gærkvöldi. Í öðru sæti var Borgarvegur 25 og í því þriðja Bragavellir 3. 15.12.2006 10:27
FL Group selur hlut sinn í Straumi FL Group hefur samþykkt að selja 22,6 prósent hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka hf. til bankans sjálfs og viðskiptavina hans. Kaupendur greiða 18 krónur fyrir hvern hlut og nemur verðið 42,1 milljarði króna. 15.12.2006 10:21
Kaup Pennans á tveimur bókaverslunum samþykkt Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna kaupa Pennans á Bókaverslun Jónasar Tómassonar á Ísafirði og Bókaversluninni Andrés Níelsson á Akranesi. 15.12.2006 10:18