Fleiri fréttir Allt öryggiseftirlit í endurskoðun á Kárahnjúkum Vinnuöryggi á Kárahnjúkum er nú í gagngerri endurskoðun að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar á Kárahnjúkum. Hann segir endurskoðun á öryggisreglum ekki hafa leitt í ljós að þeim hafi verið ábótavant, slysin megi rekja fyrst og fremst til verkamannanna sjálfra, verktakar þurfi að ná betur til starfsmannanna. 14.12.2006 22:31 Flokkur eldri borgara líklega stofnaður bráðlega Nýr stjórnmálaflokkur eldri borgara verður að öllum líkindum stofnaður á sunnudaginn klukkan þrjú. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins. Mikill hiti var á fundi eldri borgara í kvöld og sögðu þeir þarft að einhver berðist fyrir réttindum eldri borgara en ekki væri hægt að bjóða fram undir merkjum Félags eldri borgara. 14.12.2006 22:02 Tveir ölvaðir og tveir sviptir á klukkutíma Lögreglan í Reykjavík setti upp farartálma á Sæbraut til móts við Kalkofnsveg og stöðvaði alla ökumenn sem fóru þar hjá. Á klukkutíma, frá 20:15 til 21:15, fóru þar hjá tveir ölvaðir ökumenn, tveir sem höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og fimm sem voru með útrunnin skírteini. Sams konar átök verða tíð í desember að sögn lögreglu. 14.12.2006 21:55 Utanríkisráðherrann fékk bókmenntaverðlaun Utanríkisráðherra Finna, Erkki Tuomioja, vann í dag bókmenntaverðlaun Finna í flokki fræðibókmennta fyrir ævisögu ömmu sinnar, sem var vinstrisinnað leikskáld sem hafði leynilegt samband við stjórnvöld í Sovétríkjunum. Hún var auk þess mikils virtur stjórnmálamaður í Finnlandi og atkvæðamikil í viðskiptum. 14.12.2006 21:41 Alþjóðleg gagnrýni á öryggið á Kárahnjúkum Stíflusérfræðingar gagnrýna öryggiskröfur við framkvæmdirnar við Kárahnjúkastífluna. Varaforseti Alþjóðaráðsins um stórar stíflur segist hafa unnið við stífluframkvæmdir um allan heim en aldrei hafi orðið dauðsfall við stífluframkvæmdir þar sem hann hafi unnið. Þetta kemur fram í blaði samtaka breskra byggingarverkfræðinga. 14.12.2006 21:05 Hjálp berst ekki til nauðstaddra vegna ofbeldis Vaxandi ofbeldi í Darfur-héraði í Súdan kemur í veg fyrir að hjálparstofnanir komi hjálpargögnum til hundruða þúsunda sem þurfa á hjálpinni að halda. Leiðtogi Súdana segir friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna óraunsæja og sagði S.þ. velkomnar í Súdan, svo lengi sem áætlunin væri raunsæ. 14.12.2006 21:00 Haniyeh kominn aftur til Gaza Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, er nú kominn yfir Rafha-landamærin og aftur inn á Gaza-svæðið eftir heimsókn til Egyptalands. Hann fékk ekki að hafa heim með sér gífurlegar fjárhæðir frá helstu bakhjörlum Palestínumanna en takmark ferðalagsins var að ná í fjárstuðning til Palestínumanna. 14.12.2006 20:31 Bandaríska LÍÚ styður Íslendinga gegn botnvörpubanni Forseti Bandalags bandarískra útgerðarmanna tekur undir sjónarmið Íslendinga þegar þeir lögðust gegn algjöru botnvörpubanni á úthöfunum í bréfi til Washington Post. Þetta kemur fram á vef LÍÚ í dag. John Connelly segir í bréfinu að bannið hafi ekki verið samþykkt einfaldlega vegna þess að það hafi verið slæm niðurstaða. 14.12.2006 20:30 Vilja banna aftökur með lyfjum Andstæðingar dauðarefsingar kröfðust þess í dag að Hæstiréttur Flórída hætti að dæma fólk til dauða með banvænni lyfjasprautu eftir að dauðastríð dæmds morðingja tók 34 mínútur eftir slíka aftöku í gær. Sprauta þurfti manninn tvisvar en hann engdist engu að síður í rúman hálftíma, meðan flestir gefa upp öndina á nokkrum mínútum. 14.12.2006 20:03 Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir seinagang nauðgunarrannsókna Siv Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir að lögreglurannsóknir taki of langan tíma þegar nauðgunarmál eigi í hlut. Þetta kom fram í viðtali við hana í Íslandi í dag í kvöld. Hún segir allt of langan tíma líða frá því að mál er kært þar til rannsókn lýkur, of mikið sé um óútskýrð hlé í málum sem eigi að njóta forgangs. 14.12.2006 19:41 Eysteinn kominn í leitirnar Eysteinn Gunnarsson, sem lögreglan í Keflavík lýsti eftir í kvöld er kominn í leitirnar. 14.12.2006 19:38 Risi bjargar höfrungum í Kína Hávaxnasti maður heims bjargaði í dag lífi tveggja höfrunga sem höfðu gleypt plaststykki. Bao Xishun var kallaður til þar sem hann var sá eini sem hafði nógu langar hendur til þess að teygja sig niður í maga höfrunganna. Bao er 2,36 metrar á hæð og hendurnar á honum hvor um sig 1,06 metrar. Höfrungarnir braggast vel eftir inngrip Baos. 14.12.2006 19:06 Fé leitar þangað sem fjölmiðlar eru Janfvirði 1200 milljarða íslenskra króna var veitt til hjálparstarfs víða um heim í fyrra, samkvæmt nýrri hamfaraskýrslu Alþjóða Rauða krossins. Fénu er misskipt, að mati skýrsluhöfunda. Sem dæmi hafi ekki nægilega miklu fé verið veitt til hjálparstarfs í Malaví og segir íslenskur sendifulltrúi matvælaverkefnis Rauða krossins þar að fé leiti þangað sem fjölmiðlar séu. 14.12.2006 19:00 Segir ákæruna vonbrigði Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, segir það hafa verið sér mikil vonbrigði að hafa verið ákærður vegna olíumálsins. Honum, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og núverandi forstjóra Olís voru birtar ákærur í gær. 14.12.2006 18:48 Haniyeh fær ekki að koma heim með peninga Ísraelsk yfirvöld hafa lokað landamærum Gaza að Egyptalandi og þannig komið í veg fyrir að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, komist heim. Hann mun hafa í fórum sínum margar milljónir bandaríkjadala sem á að nota til að rétta af fjárhag heimastjórnarinnar. Það vilja Ísraelar ekki. 14.12.2006 18:45 Ungmennafélagshöll við Tryggvagötu Sex þúsund fermetra ungmennafélagshöll rís á bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu á næsta ári. Húsið mun kosta um einn milljarð króna en formaðurinn vill ekki gefa upp hver borgar - aðeins að fjárfestarnir hugsi á ungmennafélagsnótum. 14.12.2006 18:40 Keflavíkurflugvöllur auðveldari eftir að herinn fór Íslenskir aðilar eiga mun auðveldar með að athafna sig á Keflavíkurflugvelli eftir að herinn fór. Samgönguyfirvöld taka endanlega yfir rekstur flugvallarins af utanríkisráðuneytinu snemma á næsta ári. Flugmenn leggja áherslu á að flugbraut sem herinn lét loka verði opnuð á nýjan leik. 14.12.2006 18:30 Verkfræðinemi leiðbeinir um sprengjugerð Ítarlegur leiðarvísir á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað hefur verið öllum aðgengilegur á heimasíðu verkfræðinema í Háskóla Íslands. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir ótrúlegt að til sé fólk sem birti svo háskalegar upplýsingar. 14.12.2006 18:30 Flugöryggi á Kastrup rannsakað Tvö nýleg atvik á Kastrup-flugvelli sem næstum því enduðu með flugslysi eru kveikjan að rannsókn á flugstjórn og rekstri flugvallarins. Flugumferðareftirlitið danska mun fara ofan í saumana á flugvellinum. Síðan í september hefur tvisvar munað 15 metrum eða minna að tvær farþegavélar rækjust saman. 14.12.2006 17:55 Lögreglan í Keflavík lýsir eftir manni Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Eysteini Gunnari Davíðssyni til heimilis í Keflavík. Eysteinn er tvítugur, 180 sm. á hæð, grannvaxinn og með brúnt hár og brún augu. Ekki er vitað með klæðnað en hann sást seinast í dökkum gallabuxum. Eysteinn sást seinast við söluturn í Keflavík þann 11.12.2006 eftir klukkan 20. Eysteinn gæti mögulega verið á bifreiðinni YD-939. Ef til Eysteins spyrst hafið þá vinsamlega samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2450. 14.12.2006 17:32 Ban Ki-moon sver embættiseið Ban Ki-moon sór í dag embættiseið sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann tekur formlega við embættinu af Kofi Annan um áramótin. Ban Ki-moon var áður utanríkisráðherra Suður-Kóreu en sagði því starfi nýverið lausu. Hann er fyrsti Asíubúinn sem gegnir þessu starfi síðan U Thant dró sig í hlé árið 1971. 14.12.2006 17:14 Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra bíla aftanákeyrsla varð um fimm-leytið á Vesturlandsvegi til móts við Select á leiðinni í Mosfellsbæ. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á bílum. Umferð tafðist hins vegar nokkuð meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Að sögn lögreglu er ekki hálka á þessum stað núna, frekar en öðrum stofnbrautum, en gott að hafa í huga bilið á milli bílanna. 14.12.2006 17:01 Líklega myrtar í bíl Breska lögreglan hefur upplýst að lík vændiskvennanna fimm, sem þegar hafa fundist, hafi öll verið nakin, að frátöldum skartgripum þeirra. Talið er líklegast að þær hafi verið kæfðar eða kyrktar. Greinileg merki um kyrkingu fundust á hálsi að minnsta kosti einnar stúlku. 14.12.2006 16:47 Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. 14.12.2006 16:46 Lögreglumaður segir hleranir hafa verið umfangsmiklar Fyrrverandi lögreglumaður segir að umfangsmiklar hleranir hafi átt sér stað á einstaklingum og fyrirtækjum hérlendis á árunum 1970 til 1980, samkvæmt Fréttastofu úvarpsins. Maðurinn, sem ekki vill láta nafns sín getið, en starfaði sem lögreglumaður um árabil, segir að alkunna hafi verið að Lögreglan í Reykjavík hafi hlerað síma ef grunur lék á að skoðanir eða athafnir fólks væru taldar meint ógn við öryggi ríkisins. 14.12.2006 16:37 Ríkið sýknað af kröfu um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds Íslenska ríkið var í dag í Hæstarétti Íslands sýknað af kröfum manns um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sat í. Maðurinn krafðist þess að fá ellefu milljónir króna í bætur þar sem hann hafi saklaus verið látinn sæta gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar 2004 til 27. febrúar sama ár. 14.12.2006 16:34 Forsætisráðherrann fær ekki að hafa með sér peninga Ísraelar ætla ekki að hleypa Ismail Haniyev, forsætisráðherra Palestínumanna, aftur inn í landið, með milljarða króna fjárhagsaðstoð sem hann hefur safnað erlendis, á undanförnum vikum. Til að hindra endurkomu hans hafa þeir lokað Rafha landamærastöðinni á landamærum Gaza og Egyptalands. 14.12.2006 16:22 Nýr miðbæjarkjarni í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum samkvæmt samkomulagi sem Garðabær og Klasi hf. hafa gert og verður undirritað á morgun. 14.12.2006 15:54 Ók bíl undir áhrifum lyfja frá Reykjavík til Húnaþings vestra Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karl til greiðslu 100 þúsund króna í sekt fyrir bílstuld, akstur undir áhrifum lyfja og fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík snemma á árinu og ekið honum undir áhrifum örvandi og deyfandi lyfja eftir þjóðvegi eitt sem leið lá í Húnaþing vestra þar sem hann ók út af veginum. 14.12.2006 15:45 Tvisvar tekinn fyrir hnupl á klukkutíma Unglingspiltur var staðinn að verki í gær þegar hann reyndi að stela síma úr verslun í Reykjavík. Hann skilaði símanum en innan við klukkustund síðar var hann aftur staðinn að þjófnaði í annarri verslun á svipuðum slóðum. Hann reyndi þá í félagi við annan ungling að ræna matvælum. 14.12.2006 15:38 Eyrarsundsbrúin annar ekki umferð Umferð um Eyrarsundsbrúna milli Danmerkur og Svíþjóðar er svo miklu meiri en gert var ráð fyrir að það horfir til vandræða. Svíar vilja skipa nýja Eyrarsundsnefnd til þess að taka á málinu. Danir hafa þegar ákveðið að bæta við vögnum sín megin frá. 14.12.2006 15:30 Nokkuð um slys í borginni í gær Lögreglunni í Reykjavík bárust nokkrar tilkynningar um slys á fólki í gær eftir því sem segir á vef lögreglunnar. Um miðjan dag datt karlmaður á áttræðisaldri í Mosfellsbæ. Óttast var að hann væri fótbrotinn en maðurinn var fluttur á slysadeild. 14.12.2006 15:29 Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega á næstu árum til að mæta vaxandi þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og kynnt var í dag. 14.12.2006 15:22 Mótmæla lokun póstafgreiðslu á Bakkafirði Byggðaráð Langanesbyggðar leggst eindregið gegn því að dregið verði úr póstþjónustu á Bakkafirði. Íslandspóstur ætlar að loka afgreiðslu sinni á Bakkafirði um næstu áramót. 14.12.2006 15:10 Dýr hefði sopinn orðið Hópur danskra hermanna í Írak sleppur við sekt fyrir bjórdrykkju með breskum starfsbræðrum sínum vegna mistaka í meðferð málsins. 14.12.2006 14:53 Tók að sér umferðarstjórn óumbeðinn Karlmaður á fertugsaldri taldi sig knúinn til að taka að sér umferðarstjórn í Austurstræti í gærkvöldi Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn en hann var talsvert ölvaður. 14.12.2006 14:45 Demokratar að missa meirihluta í öldungadeildinni Demokratar í Bandaríkjunum bíða nú með öndina í hálsinum eftir að sjá hvort þeir missa meirihluta sinn í öldungadeild þingsins, á nýjan leik. Tim Johnson, öldungadeildarþingmaður, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skurðaðgerð á heila. 14.12.2006 14:37 Dæmdar bætur vegna gæsluvarðhalds Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að íslenska ríkið skyldi greiða karlmanni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í byrjun árs 2005, en hæstiréttur vísaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum frá dómi. 14.12.2006 14:29 Forsætisráðherra stöðvaður á landamærunum Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, var ekki hleypt inn á Gaza svæðið, í dag, þegar hann kom úr nokkurra vikna heimsókn erlendis frá. Búist er við að hann hafi með sér milljónir dollara í fjárhagsaðstoð við ríkisstjórn sína. Óljóst er hvort Ísraelar hleypa honum inn í landið, með peningana. 14.12.2006 14:21 Jólaköttur týndur í Skerjafirði Eigandi skógarkattarins Grímu hefur síðustu vikuna staðið í örvæntingarfullri leit að henni eftir að hún týndist á Reykjarvíkurflugvelli. Hún var á leið í flug. 14.12.2006 14:02 Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. 14.12.2006 13:55 Tony Blair í yfirheyrslu hjá Scotland Yard Breska lögreglan Scotland Yard hefur yfirheyrt Tony Blair, forsætisráðherra, við rannsókn á hneykslismáli sem snýst um mútugreiðslur fyrir aðalstitla. Talsmaður Blairs segir að hann hafi verið kallaður sem vitni, en ekki haft réttarstöðu sakbornings. 14.12.2006 13:46 Tuttugu trúarbragðaglæpir á mánuði í Danmörku Danska lögreglan segir að þar í landi séu framin tuttugu afbrot í mánuði, sem eru trúarlegs eðlis, allt frá heiðursmorðum til ýmiskonar þvingana. Óttast er að ungar konur séu neyddar til þess að fremja sjálfsmorð. Danir hafa af þessu áhyggjur, en tölurnar koma ekki á óvart. 14.12.2006 13:15 Fundi vegna hugsanlegs stíflurofs frestað Almannavarnir hafa frestað borgarfundi sem fyrirhugaður var á Brúarási á Jökuldal í kvöld. Þar átti að kynna nýja rýmingaráætlun fyrir íbúum vegna hugsanlegs stíflurofs við Hálslón. Vegna veðurs var ákveðið að fresta fundinum og verður nýr fundartími auglýstur síðar. 14.12.2006 13:15 Ein kvennanna var kyrkt 14.12.2006 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Allt öryggiseftirlit í endurskoðun á Kárahnjúkum Vinnuöryggi á Kárahnjúkum er nú í gagngerri endurskoðun að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar á Kárahnjúkum. Hann segir endurskoðun á öryggisreglum ekki hafa leitt í ljós að þeim hafi verið ábótavant, slysin megi rekja fyrst og fremst til verkamannanna sjálfra, verktakar þurfi að ná betur til starfsmannanna. 14.12.2006 22:31
Flokkur eldri borgara líklega stofnaður bráðlega Nýr stjórnmálaflokkur eldri borgara verður að öllum líkindum stofnaður á sunnudaginn klukkan þrjú. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins. Mikill hiti var á fundi eldri borgara í kvöld og sögðu þeir þarft að einhver berðist fyrir réttindum eldri borgara en ekki væri hægt að bjóða fram undir merkjum Félags eldri borgara. 14.12.2006 22:02
Tveir ölvaðir og tveir sviptir á klukkutíma Lögreglan í Reykjavík setti upp farartálma á Sæbraut til móts við Kalkofnsveg og stöðvaði alla ökumenn sem fóru þar hjá. Á klukkutíma, frá 20:15 til 21:15, fóru þar hjá tveir ölvaðir ökumenn, tveir sem höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og fimm sem voru með útrunnin skírteini. Sams konar átök verða tíð í desember að sögn lögreglu. 14.12.2006 21:55
Utanríkisráðherrann fékk bókmenntaverðlaun Utanríkisráðherra Finna, Erkki Tuomioja, vann í dag bókmenntaverðlaun Finna í flokki fræðibókmennta fyrir ævisögu ömmu sinnar, sem var vinstrisinnað leikskáld sem hafði leynilegt samband við stjórnvöld í Sovétríkjunum. Hún var auk þess mikils virtur stjórnmálamaður í Finnlandi og atkvæðamikil í viðskiptum. 14.12.2006 21:41
Alþjóðleg gagnrýni á öryggið á Kárahnjúkum Stíflusérfræðingar gagnrýna öryggiskröfur við framkvæmdirnar við Kárahnjúkastífluna. Varaforseti Alþjóðaráðsins um stórar stíflur segist hafa unnið við stífluframkvæmdir um allan heim en aldrei hafi orðið dauðsfall við stífluframkvæmdir þar sem hann hafi unnið. Þetta kemur fram í blaði samtaka breskra byggingarverkfræðinga. 14.12.2006 21:05
Hjálp berst ekki til nauðstaddra vegna ofbeldis Vaxandi ofbeldi í Darfur-héraði í Súdan kemur í veg fyrir að hjálparstofnanir komi hjálpargögnum til hundruða þúsunda sem þurfa á hjálpinni að halda. Leiðtogi Súdana segir friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna óraunsæja og sagði S.þ. velkomnar í Súdan, svo lengi sem áætlunin væri raunsæ. 14.12.2006 21:00
Haniyeh kominn aftur til Gaza Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, er nú kominn yfir Rafha-landamærin og aftur inn á Gaza-svæðið eftir heimsókn til Egyptalands. Hann fékk ekki að hafa heim með sér gífurlegar fjárhæðir frá helstu bakhjörlum Palestínumanna en takmark ferðalagsins var að ná í fjárstuðning til Palestínumanna. 14.12.2006 20:31
Bandaríska LÍÚ styður Íslendinga gegn botnvörpubanni Forseti Bandalags bandarískra útgerðarmanna tekur undir sjónarmið Íslendinga þegar þeir lögðust gegn algjöru botnvörpubanni á úthöfunum í bréfi til Washington Post. Þetta kemur fram á vef LÍÚ í dag. John Connelly segir í bréfinu að bannið hafi ekki verið samþykkt einfaldlega vegna þess að það hafi verið slæm niðurstaða. 14.12.2006 20:30
Vilja banna aftökur með lyfjum Andstæðingar dauðarefsingar kröfðust þess í dag að Hæstiréttur Flórída hætti að dæma fólk til dauða með banvænni lyfjasprautu eftir að dauðastríð dæmds morðingja tók 34 mínútur eftir slíka aftöku í gær. Sprauta þurfti manninn tvisvar en hann engdist engu að síður í rúman hálftíma, meðan flestir gefa upp öndina á nokkrum mínútum. 14.12.2006 20:03
Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir seinagang nauðgunarrannsókna Siv Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir að lögreglurannsóknir taki of langan tíma þegar nauðgunarmál eigi í hlut. Þetta kom fram í viðtali við hana í Íslandi í dag í kvöld. Hún segir allt of langan tíma líða frá því að mál er kært þar til rannsókn lýkur, of mikið sé um óútskýrð hlé í málum sem eigi að njóta forgangs. 14.12.2006 19:41
Eysteinn kominn í leitirnar Eysteinn Gunnarsson, sem lögreglan í Keflavík lýsti eftir í kvöld er kominn í leitirnar. 14.12.2006 19:38
Risi bjargar höfrungum í Kína Hávaxnasti maður heims bjargaði í dag lífi tveggja höfrunga sem höfðu gleypt plaststykki. Bao Xishun var kallaður til þar sem hann var sá eini sem hafði nógu langar hendur til þess að teygja sig niður í maga höfrunganna. Bao er 2,36 metrar á hæð og hendurnar á honum hvor um sig 1,06 metrar. Höfrungarnir braggast vel eftir inngrip Baos. 14.12.2006 19:06
Fé leitar þangað sem fjölmiðlar eru Janfvirði 1200 milljarða íslenskra króna var veitt til hjálparstarfs víða um heim í fyrra, samkvæmt nýrri hamfaraskýrslu Alþjóða Rauða krossins. Fénu er misskipt, að mati skýrsluhöfunda. Sem dæmi hafi ekki nægilega miklu fé verið veitt til hjálparstarfs í Malaví og segir íslenskur sendifulltrúi matvælaverkefnis Rauða krossins þar að fé leiti þangað sem fjölmiðlar séu. 14.12.2006 19:00
Segir ákæruna vonbrigði Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, segir það hafa verið sér mikil vonbrigði að hafa verið ákærður vegna olíumálsins. Honum, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og núverandi forstjóra Olís voru birtar ákærur í gær. 14.12.2006 18:48
Haniyeh fær ekki að koma heim með peninga Ísraelsk yfirvöld hafa lokað landamærum Gaza að Egyptalandi og þannig komið í veg fyrir að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, komist heim. Hann mun hafa í fórum sínum margar milljónir bandaríkjadala sem á að nota til að rétta af fjárhag heimastjórnarinnar. Það vilja Ísraelar ekki. 14.12.2006 18:45
Ungmennafélagshöll við Tryggvagötu Sex þúsund fermetra ungmennafélagshöll rís á bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu á næsta ári. Húsið mun kosta um einn milljarð króna en formaðurinn vill ekki gefa upp hver borgar - aðeins að fjárfestarnir hugsi á ungmennafélagsnótum. 14.12.2006 18:40
Keflavíkurflugvöllur auðveldari eftir að herinn fór Íslenskir aðilar eiga mun auðveldar með að athafna sig á Keflavíkurflugvelli eftir að herinn fór. Samgönguyfirvöld taka endanlega yfir rekstur flugvallarins af utanríkisráðuneytinu snemma á næsta ári. Flugmenn leggja áherslu á að flugbraut sem herinn lét loka verði opnuð á nýjan leik. 14.12.2006 18:30
Verkfræðinemi leiðbeinir um sprengjugerð Ítarlegur leiðarvísir á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað hefur verið öllum aðgengilegur á heimasíðu verkfræðinema í Háskóla Íslands. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir ótrúlegt að til sé fólk sem birti svo háskalegar upplýsingar. 14.12.2006 18:30
Flugöryggi á Kastrup rannsakað Tvö nýleg atvik á Kastrup-flugvelli sem næstum því enduðu með flugslysi eru kveikjan að rannsókn á flugstjórn og rekstri flugvallarins. Flugumferðareftirlitið danska mun fara ofan í saumana á flugvellinum. Síðan í september hefur tvisvar munað 15 metrum eða minna að tvær farþegavélar rækjust saman. 14.12.2006 17:55
Lögreglan í Keflavík lýsir eftir manni Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Eysteini Gunnari Davíðssyni til heimilis í Keflavík. Eysteinn er tvítugur, 180 sm. á hæð, grannvaxinn og með brúnt hár og brún augu. Ekki er vitað með klæðnað en hann sást seinast í dökkum gallabuxum. Eysteinn sást seinast við söluturn í Keflavík þann 11.12.2006 eftir klukkan 20. Eysteinn gæti mögulega verið á bifreiðinni YD-939. Ef til Eysteins spyrst hafið þá vinsamlega samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2450. 14.12.2006 17:32
Ban Ki-moon sver embættiseið Ban Ki-moon sór í dag embættiseið sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann tekur formlega við embættinu af Kofi Annan um áramótin. Ban Ki-moon var áður utanríkisráðherra Suður-Kóreu en sagði því starfi nýverið lausu. Hann er fyrsti Asíubúinn sem gegnir þessu starfi síðan U Thant dró sig í hlé árið 1971. 14.12.2006 17:14
Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra bíla aftanákeyrsla varð um fimm-leytið á Vesturlandsvegi til móts við Select á leiðinni í Mosfellsbæ. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á bílum. Umferð tafðist hins vegar nokkuð meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Að sögn lögreglu er ekki hálka á þessum stað núna, frekar en öðrum stofnbrautum, en gott að hafa í huga bilið á milli bílanna. 14.12.2006 17:01
Líklega myrtar í bíl Breska lögreglan hefur upplýst að lík vændiskvennanna fimm, sem þegar hafa fundist, hafi öll verið nakin, að frátöldum skartgripum þeirra. Talið er líklegast að þær hafi verið kæfðar eða kyrktar. Greinileg merki um kyrkingu fundust á hálsi að minnsta kosti einnar stúlku. 14.12.2006 16:47
Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. 14.12.2006 16:46
Lögreglumaður segir hleranir hafa verið umfangsmiklar Fyrrverandi lögreglumaður segir að umfangsmiklar hleranir hafi átt sér stað á einstaklingum og fyrirtækjum hérlendis á árunum 1970 til 1980, samkvæmt Fréttastofu úvarpsins. Maðurinn, sem ekki vill láta nafns sín getið, en starfaði sem lögreglumaður um árabil, segir að alkunna hafi verið að Lögreglan í Reykjavík hafi hlerað síma ef grunur lék á að skoðanir eða athafnir fólks væru taldar meint ógn við öryggi ríkisins. 14.12.2006 16:37
Ríkið sýknað af kröfu um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds Íslenska ríkið var í dag í Hæstarétti Íslands sýknað af kröfum manns um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sat í. Maðurinn krafðist þess að fá ellefu milljónir króna í bætur þar sem hann hafi saklaus verið látinn sæta gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar 2004 til 27. febrúar sama ár. 14.12.2006 16:34
Forsætisráðherrann fær ekki að hafa með sér peninga Ísraelar ætla ekki að hleypa Ismail Haniyev, forsætisráðherra Palestínumanna, aftur inn í landið, með milljarða króna fjárhagsaðstoð sem hann hefur safnað erlendis, á undanförnum vikum. Til að hindra endurkomu hans hafa þeir lokað Rafha landamærastöðinni á landamærum Gaza og Egyptalands. 14.12.2006 16:22
Nýr miðbæjarkjarni í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum samkvæmt samkomulagi sem Garðabær og Klasi hf. hafa gert og verður undirritað á morgun. 14.12.2006 15:54
Ók bíl undir áhrifum lyfja frá Reykjavík til Húnaþings vestra Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karl til greiðslu 100 þúsund króna í sekt fyrir bílstuld, akstur undir áhrifum lyfja og fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík snemma á árinu og ekið honum undir áhrifum örvandi og deyfandi lyfja eftir þjóðvegi eitt sem leið lá í Húnaþing vestra þar sem hann ók út af veginum. 14.12.2006 15:45
Tvisvar tekinn fyrir hnupl á klukkutíma Unglingspiltur var staðinn að verki í gær þegar hann reyndi að stela síma úr verslun í Reykjavík. Hann skilaði símanum en innan við klukkustund síðar var hann aftur staðinn að þjófnaði í annarri verslun á svipuðum slóðum. Hann reyndi þá í félagi við annan ungling að ræna matvælum. 14.12.2006 15:38
Eyrarsundsbrúin annar ekki umferð Umferð um Eyrarsundsbrúna milli Danmerkur og Svíþjóðar er svo miklu meiri en gert var ráð fyrir að það horfir til vandræða. Svíar vilja skipa nýja Eyrarsundsnefnd til þess að taka á málinu. Danir hafa þegar ákveðið að bæta við vögnum sín megin frá. 14.12.2006 15:30
Nokkuð um slys í borginni í gær Lögreglunni í Reykjavík bárust nokkrar tilkynningar um slys á fólki í gær eftir því sem segir á vef lögreglunnar. Um miðjan dag datt karlmaður á áttræðisaldri í Mosfellsbæ. Óttast var að hann væri fótbrotinn en maðurinn var fluttur á slysadeild. 14.12.2006 15:29
Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega á næstu árum til að mæta vaxandi þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og kynnt var í dag. 14.12.2006 15:22
Mótmæla lokun póstafgreiðslu á Bakkafirði Byggðaráð Langanesbyggðar leggst eindregið gegn því að dregið verði úr póstþjónustu á Bakkafirði. Íslandspóstur ætlar að loka afgreiðslu sinni á Bakkafirði um næstu áramót. 14.12.2006 15:10
Dýr hefði sopinn orðið Hópur danskra hermanna í Írak sleppur við sekt fyrir bjórdrykkju með breskum starfsbræðrum sínum vegna mistaka í meðferð málsins. 14.12.2006 14:53
Tók að sér umferðarstjórn óumbeðinn Karlmaður á fertugsaldri taldi sig knúinn til að taka að sér umferðarstjórn í Austurstræti í gærkvöldi Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn en hann var talsvert ölvaður. 14.12.2006 14:45
Demokratar að missa meirihluta í öldungadeildinni Demokratar í Bandaríkjunum bíða nú með öndina í hálsinum eftir að sjá hvort þeir missa meirihluta sinn í öldungadeild þingsins, á nýjan leik. Tim Johnson, öldungadeildarþingmaður, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skurðaðgerð á heila. 14.12.2006 14:37
Dæmdar bætur vegna gæsluvarðhalds Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að íslenska ríkið skyldi greiða karlmanni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í byrjun árs 2005, en hæstiréttur vísaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum frá dómi. 14.12.2006 14:29
Forsætisráðherra stöðvaður á landamærunum Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, var ekki hleypt inn á Gaza svæðið, í dag, þegar hann kom úr nokkurra vikna heimsókn erlendis frá. Búist er við að hann hafi með sér milljónir dollara í fjárhagsaðstoð við ríkisstjórn sína. Óljóst er hvort Ísraelar hleypa honum inn í landið, með peningana. 14.12.2006 14:21
Jólaköttur týndur í Skerjafirði Eigandi skógarkattarins Grímu hefur síðustu vikuna staðið í örvæntingarfullri leit að henni eftir að hún týndist á Reykjarvíkurflugvelli. Hún var á leið í flug. 14.12.2006 14:02
Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. 14.12.2006 13:55
Tony Blair í yfirheyrslu hjá Scotland Yard Breska lögreglan Scotland Yard hefur yfirheyrt Tony Blair, forsætisráðherra, við rannsókn á hneykslismáli sem snýst um mútugreiðslur fyrir aðalstitla. Talsmaður Blairs segir að hann hafi verið kallaður sem vitni, en ekki haft réttarstöðu sakbornings. 14.12.2006 13:46
Tuttugu trúarbragðaglæpir á mánuði í Danmörku Danska lögreglan segir að þar í landi séu framin tuttugu afbrot í mánuði, sem eru trúarlegs eðlis, allt frá heiðursmorðum til ýmiskonar þvingana. Óttast er að ungar konur séu neyddar til þess að fremja sjálfsmorð. Danir hafa af þessu áhyggjur, en tölurnar koma ekki á óvart. 14.12.2006 13:15
Fundi vegna hugsanlegs stíflurofs frestað Almannavarnir hafa frestað borgarfundi sem fyrirhugaður var á Brúarási á Jökuldal í kvöld. Þar átti að kynna nýja rýmingaráætlun fyrir íbúum vegna hugsanlegs stíflurofs við Hálslón. Vegna veðurs var ákveðið að fresta fundinum og verður nýr fundartími auglýstur síðar. 14.12.2006 13:15