Fleiri fréttir

Heill séra Sigfúsi

Heill séra Sigfúsi, hann lengi lifi, var meðal annars hrópað að prestum, við setningu prestastefnu í Keflavíkurirkju undir kvöld í gærkvöldi.Þar var hópur fólks að mótmæla ráðningu séra Skúla Ólafssonar í stöðu sóknarprests í Keflavík, þrátt fyrir fjölda áskorana sóknarbarna um að séra Sigfús Ingvarsson yrði ráðinn.

Vilja að hækkanir taki strax gildi

Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í dag. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi.

Línuhönnun hlaut umhverfisverðlaunin Kuðunginn

Það eru hreinar línur hjá ráðgjafa- og verkfræðistofunni Línuhönnun en fyrirtækið hlaut í dag viðurkenningu umhverfisráðuneytisins, „Kuðunginn", fyrir að hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi í verkefnum sínum.

Myndband af al-Zarqawi í fyrsta sinn

Myndband sem virðist sýna Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-kaída í Írak, var birt á vefsíðu íslamskra öfgamanna í dag. Al-Zarqawi er sagður hafa lagt á ráðinu um mannskæðar árásir og morð í Írak. Fyrir vikið hefur jafnvirði tæpra tveggja milljarðar króna verið settir honum til höfuðs.

Unglingsdrengur handtekinn fyrir morð í Belgíu

Belgíska lögreglan hefur handtekið 16 ára unglingsdreng sem grunaður er um að hafa átt aðild að morði á 17 ára strák í Brussel fyrr í þessum mánuði. Strákurinn neitaði að láta þjófa hafa MP3 spilarinn sinn og galt fyrir það með lífi sínu.

Mótmæli við upphaf prestastefnu

Hópur fólks var samankomin við Keflavíkur fyrr í kvöld til að mótmæla ráðningu séra Sigðurs Ólafssonar í embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli í stað séra Sigfúsar Ingvarssonar, prests í Keflavík. Það voru því óblíðar móttökur sem biskup, prófastar og prestar fengu þegar þeir gengu til messu í Keflavíkurkrikju en setning prestastefnunar fór fram í kirkjunni.

Allt að 180 dauðsföll vegna mistaka

Samkvæmt niðurstöðum úr erlendum rannsóknum má gera ráð fyrir að um 180 dauðsföll eigi sér stað hér á landi árlega vegna mistaka á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, sé miðað við höfðatölu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram þingmál á Alþingi í dag þar sem hann lagði til að gerð verði úttekt á öryggi og mistökum í heilbrigðiskerfinu.

Heimsótti þá sem særðir eru

Hosni Mubarak, Egyptalandsforseti, heimsótti fjölmarga þeirra sem nú liggja sárir á sjúkrahúsi eftir hryðjuverkaárás á strandbæinn Dahab í gær. Tíu hafa verið handteknir vegna árásarinnar en tuttugu og fjórir féllu og sextíu særðust.

Sakaðir um að hafa átt þátt í ódæðunum í Súdan

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í daga að frysta erlenda bankareikninga og eigur fjögurra Súdana auk þess hafa þeir verið settir í farbann. Mennirnir eru sakaðir um að hafa átt þátt í ódæðum sem framin voru í Darfur-héraði í Súdan.

Lést þegar brú féll á Jótlandi

Einn lést og fimm slösuðust þegar vegbrú á Jótlandi hrundi í dag. Verið var að vinna við lagfæringar á brúnni þegar hún gaf sig.

Borgarstjórn fellir tillögu Ólafs

Borgarstjórn Reykjavíkur felldi á fundi sínum í dag tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að horfið yrði frá brottflutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni með 14 atkvæðum allra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og R-lista, gegn atvæði Ólafs.

Andstaða A-Húnvetninga flýtir fyrir hálendisvegi

Með andstöðu sinni við styttingu hringvegarins framhjá Blönduósi flýta Austur-Húnvetningar fyrir lagningu hálendisvegar. Þetta er mat forsvarsmanns Leiðar ehf. sem vill leggja veginn sem einkaframkvæmd.

Bjartar horfur í efnahagsmálum

Bjartar horfur eru í efnahagsmálum, samkvæmt nýrri skýrslu fjármálaráðuneytis um þjóðarbúskapinn. Hratt mun draga úr spennu í hagkerfinu, meðal annars vegna lækkunar krónunnar, og hraðvaxandi álútflutningur mun snúa við viðskiptahalla og leiða hagvöxtinn á næstu árum. Ráðuneytið telur nýjar álversframkvæmdir jafnvel rúmast betur í hagkerfinu en þær sem nú standa yfir, svo fremi að þær séu tímasettar rétt.

Nýtt ófriðarbál í uppsiglingu um fjölmiðla

Stjórnarandstæðingar á Alþingi segja að nýtt ófriðarbál um fjölmiðla sé í uppsiglingu. Þeir krefjast þess að ríkisstjórnin kalli frumvarp sitt um Ríkisútvarpið til baka og skoða verði það í sumar í samhengi við frumvarp að fjölmiðlalögum.

Stefnufesta ofar stefnubreytingu

Stefnufesta en ekki stefnubreyting var slagorð forsætisráðherra í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Vísaði hann tali um yfirvofandi kreppu eða samdrátt á bug en taldi nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf um íslenskt efnahagslíf til að koma í veg fyrir villandi erlendar skýrslur. Formaður SA hvetur stjórnvöld til að sýna meira aðhald en fram til þessa í opinberum framkvæmdum.

Hæstiréttur staðfestir dóm fyrir fíkniefnasmygl

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann á sextugsaldri, Romanas Strabeika, í þriggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpum fjórum kílóum af metaamfetamíni. Maðurinn smyglaði fíkniefnunum ásamt félaga sínum í bíl með Norrænu en þeir komu til landsins í júní á síðasta ári. Efnið höfðu þeir falið í sér útbúnu geymsluhólfi í járnbita í undirvagni bílsins en talið er að það hafi verið ætlað til söludreyfingar hér á landi.

Tíu handteknir

Tíu hafa verið handteknir vegna hryðjuverkanna í Egyptalandi í gær. Tuttugu og fjórir féllu og sextíu særðust þegar vinsæll ferðamannastaður breyttist um stund í vígvöll. Íslensk hjón, sem eru í Sharm el Sheik, segja heimamenn algjörlega miður sín.

Gríðarlega stórar sprungur við ketilinn

Sprungurnar við sigketilinn, sem orsakaði Skaftárhlaupið sem hófst helgina, eru það stórar að það eru fá hús á Íslandi sem ekki kæmust fyrir í þeim. Þetta kom í ljós í könnunarflugi yfir jökul- og flóðasvæðunum í dag.

Lýsa yfir stuðningi sínum

Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar á Siglufirði lýsa yfir eindregnum stuðningi við aðgerðir starfsmanna á öldrunarstofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Í ályktun frá starfsmönnunum segir að laun starfsmanna við umönnun, ræstingu og í eldhúsum, hafi degist aftur úr launum við sambærileg störf t.d. hjá sveitarfélögunum. Þessi störf, sem í flestum tilfellum eru unnin af konum, eru mjög mikilvæg en hafa verið vanmetin.

Íranir láta andstöðu alþjóðasamfélagsins ekki á sig fá

Allt bendir til þess að Íranar ætli að halda áfram auðgun úrans þrátt fyrir kröfur alþjóðasamfélagsins um að því verði hætt. Stjórnvöld í Teheran segjast ætla að hætta allri samvinnu við Alþjóða kjarnorkumálastofnunina verði gripið til refsiaðgerða og hafa boðið nágrannaríkjum sínum aðgang að kjarnorkutækni sinni.

Slitnaði upp úr samningafundi

Allt stefnir í fjöldauppsagnir eða frekari setuverkfall hjá ófaglærðum starfsmönnum á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu funduðu í húsi ríkissáttasemjara í dag en upp úr fundinum slitnaði um klukkan hálf fimm. Útlitið er því ekki bjart fyrir ófaglærða sem munu funda á fimmtudaginn þar sem tekin verður ákvörðun um hvort eigi að fara í setuverkfall eða segja upp störfum.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á ungan mann á tvítugsaldri við gatnamót Lyngháls og Stuðlaháls á fimmta tímanum í dag. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss og er hann nú í rannsóknum og myndatöku. Ekki er talið að maðurinn sé með alvarlega áverka og mun hann líklega fá að fara heim að skoðunni lokinni nú síðdegis.

Eldri borgarar harma að samningar hafi ekki náðst

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni harmar að það að ekki skuli hafa tekist samningar við ófaglært fólk á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Félagið hefur sent frá sér ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar félagsins í dag.

Fjölmiðlafrumvarp beinist aðeins gegn 365

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir nýtt fjölmiðlafrumvarp aðeins beinast gegn 365 miðlum og segir enga þörf á lögunum. Verði það að lögum leiði það til lakari fjölmiðla hér á landi.

Mikil farþega aukning hjá Norrænu

Útlit er fyrir mikla aukningu farþega með Norrænu til landsins í sumar. Fréttavefurinn Austurlandið.is greinir frá því að mikil aukning sé í bókunum frá Þýskalandi en ástæða þess er meðal annars talin vera vegna nýrrar söluskrifstofu Smyril Line í Þýskalandi. Sumaráætlun Norrænu byrjar 3. júní og er fram til 2. september.

Grásleppuvertíðin fer rólega af stað

Grásleppuvertíðin fer rólega af stað en um þriðjungsminnkun er á veiði hér við land og við Grænland. Á heimasíðu Landsambands smábátaeigenda segir að allt stefni í að heildarframboð grásleppuhrogna minnki annað árið í röð, en miklar verðslveiflur eru sagðar óæskilegar og skaða bæði framleiðendur grásleppukavíars og veiðimenn.

Vildu fresta afgreiðslu RÚV-frumvarps vegna nýrra upplýsinga

Stjórnarandstæðingar kröfðust þess á Alþingi í dag að afgreiðslu á bæði frumvarpi um Ríkisútvarpið og um eignarhald á fjölmiðlum yrði frestað fram á haust og þau rædd í samhengi vegna athugasemda fræðimanna við þau. Stjórnarliðar sögðu hins vegar enga ástæðu til þess enda hefði þegar verið haft mikið samráð við stjórnarandstöðu vegna beggja frumvarpa.

Ný fjölmiðlasamsteypa á Akureyri

Bæjarsjónvarpið á Akureyri, Samver, Traustmynd, Smit kvikmyndagerð og dagskrárblaðið Extra sameinuðust í eitt félag í dag undir nafninu N4. Nýja félaginu er ætlað að styrkja og bæta staðbundna fjölmiðlun á Akureyri.

Krefst 20 milljóna króna í skaðabætur

Fyrirtaka í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrum ritstjórum DV, og gegn 365 prentmiðlum var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Skuldir borgarinnar lækkuðu um 1,5 milljarð króna

Hreinar skuldir borgarsjóðs lækkuðu um 1,5 milljarð króna árið 2005. Borgarstjóri segir gott að geta skilað af sér góðu búi en ársreikningar Reykjavíkurborgar voru ræddir í borgarstjórn í dag.

Bar sprengiefni undir belti

Kona sprengdi sig í loft upp við bíl eins helsta hershöfðingja á Sri Lanka í dag. Hún hafði látist vera barnshafandi til þess að leyna sprengiefnum sem hún bar innan klæða en sprengingin dró 8 manns til dauða og særði 27 aðra.

Vefurinn Austurlandið.is kominn í loftið

Nýr fréttavefur, austurlandið.is, var tekinn í gagnið nýverið. Vefurinn er frétta- og upplýsingaveita fyrir Austurland og íbúa þess, sem og aðra. Þar er að finna tengla á öll sveitafélög á Austfjörðum sem og á aðra fréttamiðla á svæðinu.

Ný stjórn hjá SA

Ný stjórn hefur verið kjörin hjá Samtökum atvinnulífsins fyrir starfsárið 2006 til 2007. Nýir koma inn í stjórnina þeir Jón Karl Ólafsson Icelandair hf., Helgi Magnússon Flügger HarpaSjöfn ehf., Bjarni Ármannsson Glitnir hf., Helgi Bjarnason Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Gunnar Karl Guðmundsson Skeljungur hf.

Gíanendra segist ætla að endurreisa þing Nepal

Allsherjarverkfall og fjöldamótmæli hafa verið afboðuð í Nepal eftir að Gíanendra konungur sagðist ætla að endurreisa þing landsins. Maóistar hafna hins vegar tilboði konungs alfarið.

Fækkar um 128 í sveitarstjórnum

Baráttan um sæti í sveitarstjórnum landsins kann að verða öllu harðari nú en í síðustu kosningum. Alla vega eru færri sæti í boði nú en áður.

Menntamálanefnd fundar vegna RÚV-frumvarps

Menntamálanefnd kom saman í morgun til að ræða frumvarp um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Samþykkt var á þingi í gær að vísa málinu til þriðju umræðu en að kröfu stjórnarandstöðunnar var fundað um málið þar sem spurningar vöknuðu meðal stjórnarandstæðinga um ýmislegt sem lýtur að höfundarétti og eignum RÚV.

Svartolían verður hagstæðari

Það kostar nú fjórum milljónum meira að fylla á tankinn á meðal frystitogara fyrir eina veiðiferð, en það kostaði um áramót. Útgerðarmenn eru því aftur farnir að líta svartolíu hýru auga, þar sem hún er ódýrari.

Suður-Kórea hyggst verja Takeshima-eyjar

Forsætisráðherra Japans segir nauðsynlegt að sýna stillingu þrátt fyrir ummæli forseta Suður-Kóreu um að suðurkóreskar eyjar sem Japanir gera tilkall til, verði varðar með kjafti og klóm.

Samningafundur í dag ráði miklu um framhaldið

Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi.

Fyrirtaka í máli Friðriks á hendur Sigurði í morgun

Í morgun var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, meiðyrðamál Friðriks Þórs Guðmundssonar á hendur Sigurði Líndal lagaprófessor vegna ummæla Sigurðar í tengslum við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði.

Rennslið þriðjungur þess sem mest var

Mjög hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá og er rennsli hennar nú aðeins rúmlega þriðjungur þess sem það var þegar hlaupið náði hámarki. Stærsta Skaftárhlaup sem mælst hefur er nú í rénun og má gera ráð fyrir að rennsli verði komið í meðallag eftir viku eða svo.

Tíu menn handteknir vegna hryðjuverka í Egyptalandi

Egypska lögreglan hefur handtekið tíu menn vegna hryðjuverkanna í gær, sem urðu tuttugu og þremur að bana. Árásirnar voru ekki sjálfsmorðsárásir, heldur var tímasprengjum komið fyrir á jörðu niðri.

Segir bjarta tíma fram undan í efnahagsmálum

Bjartir tímar eru framundan í efnahagsmálum, samkvæmt nýrri skýrslu fjármálaráðuneytis um þjóðarbúskapinn. Hratt mun draga úr spennu í hagkerfinu, meðal annars vegna lækkunar krónunnar, og hraðvaxandi álútflutningur mun snúa við viðskiptahalla og leiða hagvöxtinn á næstu árum.

Varnarviðræðum haldið áfram

Varnarviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda verður haldið áfram á morgun. Fundir verða haldnir í Reykjavík á morgun og fimmtudag.

Sjá næstu 50 fréttir