Innlent

Gríðarlega stórar sprungur við ketilinn

Hlaupið í Skaftá nú er það stærsta síðan mælingar hófust. Það náði hámarki síðastliðinn sunnudag en hefur verið í rénun síðan. Farið var var í könnunarflug yfir jökul- og flóðasvæðin í dag og segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem var um borð að augljóst sé að það voru feiknakraftar sem komu hlaupinu af stað.

Oddur segir leiðangurinn í dag aðallega hafa verið farinn til að staðfesta að hlaupið hafi komið úr eystri katlinum, og svo reyndist vera. Sprungurnar í kringum hann eru gríðarstórar að sögn Odds - það stórar að það séu fá hús á Íslandi sem ekki kæmust fyrir í þeim.

Oddur segir vatnselginn á flóðasvæðunum ekki svip hjá sjón miðað við umfang hans um helgina. Hlaupið hafi líklega fjarað til hálfs miðað við þegar það var í hámarki síðastliðinn sunnudag. Oddur býst við að hlaupinu ljúki í kringum næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×