Innlent

Andstaða A-Húnvetninga flýtir fyrir hálendisvegi

Með andstöðu sinni við styttingu hringvegarins framhjá Blönduósi flýta Austur-Húnvetningar fyrir lagningu hálendisvegar. Þetta er mat Jónasar Guðmundssonar, forsvarsmanns Leiðar ehf., sem vill leggja veginn sem einkaframkvæmd.

Staðfesting umhverfisráðherra á skipulagi sveitarfélaga héraðsins þar sem hafnað var þrettán kílómetra styttingu hringvegarins framhjá Blönduósi felur ekki í sér afstöðu til þessarar synjunar, samkvæmt upplýsingum umhverfisráðuneytisins, sem segir áritun ráðherra á skipulaginu eingöngu fela í sér staðfestingu á að það sé unnið í samræmi við lög. Einkahlutafélagið Leið hefur látið gera skýrslu þar sem fram kemur að hér sé um að ræða einhverja arðbærustu framkvæmd sem völ er á hérlendis. Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík og formaður Leiðar, kveðst skilja sjónarmið Blönduósbúa en telur að valið standi um það að stytta leiðir sem mest á láglendi eða fara í hálendisveg. Hann telur mun skynsamlegra fyrir héraðið að vegurinn liggi um láglendið um Húnavatnssýslur heldur en að hann fari um hálendið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×