Innlent

Heill séra Sigfúsi

Heill séra Sigfúsi, hann lengi lifi, var meðal annars hrópað að prestum, við setningu prestastefnu í Keflavíkurirkju undir kvöld í gærkvöldi.Þar var hópur fólks að mótmæla ráðningu séra Skúla Ólafssonar í stöðu sóknarprests í Keflavík, þrátt fyrir fjölda áskorana sóknarbarna um að séra Sigfús Ingvarsson yrði ráðinn.

Mótmælendur héldu á spjöldum með áletrunum þar að lútandi, þar sem meðal annars mátti sjá orðin: Mistök, og sumir gerðu hróp að prestum og biskupi. Biskup sagðist vonat til þess að prestar prestakallsins næðu góðu samstarfi og bað Guð að blessa viðstadda. Þrátt fyrir hita leiksins kom ekki til stympinga og hafði lögregla ekki afskipti af málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×