Erlent

Bar sprengiefni undir belti

MYND/AP

Kona sprengdi sig í loft upp við bíl eins helsta hershöfðingja á Sri Lanka í dag. Hún hafði látist vera barnshafandi til þess að leyna sprengiefnum sem hún bar innan klæða en sprengingin dró 8 manns til dauða og særði 27 aðra.

Hershöfðinginn hlaut slæma áverka á kviðarholi. Talið er að konan hafi verið úr röðum Tamíltígra sem heyja harða baráttu við stjórnvöld í Sri Lanka. Tamíltígrarnir hafa ekki tekið formlega ábyrgð á ódæðinu, enda gera þeir það sjaldnast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×