Fleiri fréttir Alþjóðlegir hestadagar í Skagafirði Alþjóðlegir hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun sumardaginn fyrsta með reiðkennslusýningu Hólaskóla. Þessi hátíð er haldin ár hvert og dregur að sér mikið af áhorfendum innlendum sem erlendum. Boðið verður uppá fræðsluerindi, kynbótasýningar, töltkeppni og svo er markaðsdagur í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Hestadagarnir standa yfir dagana 20 – 23 apríl. 19.4.2006 11:46 Gísli verður bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokks Gísli S. Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, verður bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, í bæjarstjórnarkosningum á Akranesi í vor. 19.4.2006 10:43 Pyntaður til að bendla aðra við árásir Indónesískur öfgamaður, sem bíður aftöku fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásunum á Balí 2002, segir að hann hafi verið pyntaður til að bendla Abu Bakar Bashir, andlegan leiðtoga íslömsku öfgasamtakanna Jemaah Islamia, við árásirnar. 19.4.2006 09:00 Gætu neyðst til að loka herstöð Bakiyev, forseti Kirgistan, segir að svo geti farið að stjórnvöld þar í landi neyðist til að loka herstöð Bandaríkjamanna þar ef stjórnvöld í Washington vilji ekki semja á ný um leigugreiðslur fyrir það landstæði sem stöðin stendur á. 19.4.2006 08:45 Mótmælendur fylgja Kínaforseta hvert fótmál Fjögurra daga opinber heimsókn Hu Jintaos, forseta Kína, til Bandaríkjanna hófst í gær. Forsetinn snæddi þá kvöldverð með stofnanda Microsoft. Í dag mun hann svo funda með Bandaríkjaforseta. Mótmælendur fylgja Kínaforseta hvert fótmál. 19.4.2006 08:30 Sláturhús Hellu hf. kaupir 50% hlut í Betra landi ehf. Sláturhús Hellu hf. hefur keypt 50% hlut í Betra landi ehf. en gengið var frá kaupsamningu um Páskana. Fyrirtækin höfðu áður þróað með sér samstarf sem leiddi til þess að Sláturhúsið Hellu hf. ákvað að gerast hluthafi að Betra landi ehf. 19.4.2006 08:15 Greiðfært á Suður- og Vesturlandi Greiðfært er á þjóðvegum á Suður- og Vesturlandi. Hálkublettir eru víða á Vestfjörðum og snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Þá eru einnig hálkublettir víða á Norðurlandi og snjóþekja á Öxnadalsheiði og Lágheiði. Hálka er víða á Austurlandi. 19.4.2006 08:14 Kona nýr forsætisráðherra Suður-Kóreu Þing Suður Kóreu valdi í morgun í fyrsta sinn konu í embætti forsætisráðherra landsins. Han Myeong-sook hlaut 182 atkvæði af 259 en Roh Moo-hyun, forseti Suður Kóreu, útnefndi hana í embættið. 19.4.2006 07:30 Al-Qaida á ferð um Balkanskaga Íslamskir öfgamenn, með tengsl við Al-Qaida, hafa ferðast fram og aftur yfir Balkanskagann í meira en fimmtán ár. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu um grunaða íslamska hryðjuverkamenn í Bosníu. 19.4.2006 07:30 Forseti Kína í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna Fjögurra daga opinber heimsókn Hu Jintaos, forseta Kína, til Bandaríkjanna hófst í gær. Forsetinn átti meðal annars fund með Bill Gates, stofnanda Microsoft, og snæddi síðan með honum kvöldverð. 19.4.2006 07:15 Lækka leikskólagjöld um 20% Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í gær að lækka leikskólagjöld í leikskólum bæjarins um 20 prósent. Lækkunin tekur gildi 1. maí næstkomandi. 19.4.2006 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tapa fylgi á Akureyri Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir NFS. Sjálfstæðismenn halda sínu fylgi, mælast með 36,5% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum þriðjungi af fylgi sínu. 19.4.2006 06:50 Lundinn kominn til Eyja Lundinn er kominn til Vestmannaeyja en fjórum dögum seinna en í fyrra. Fréttavefurinn Suðurland.is greinir frá því að sést hafi til lunda í Heimaey síðdegis í gær. Stífar norðanáttir og hár loftþrýstingur tafði lundann á för sinni en hann kemur yfirleitt til Eyja á milli tíunda og tuttugasta apríl hvert ár. 19.4.2006 06:10 Bíti á jaxlinn, bölvi í hljóði og beiti oddinum fast Guðni Ágústsson, varafomaður Framsóknarflokksins, segir skoðanakannanir sýna grafalvarlega stöðu flokksins, en nú síðast í kvöld sýndi skoðanakönnun á Akureyri að flokkurinn myndi tapa tveimur af þremur bæjarfulltrúum sínum þar ef kosið yrði nú. Hann hvetur framsóknarmenn til að bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og beita oddinum fast næstu vikur. 18.4.2006 22:45 Leikskólagjöld lækkuð í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í dag að lækka leikskólagjöld í leikskólum bæjarins um um það bil 20 prósent. Lækkunin tekur gildi frá 1. maí næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bænum að dvalarkostnaður fyrir hvert barn á almennum gjöldum lækki um ríflega 70 þúsund krónur miðað við 11 mánuði ári. 18.4.2006 22:09 Ríkið lækki álögur á bensíni Neytendasamtökin vilja að ríkið lækki álögur sínar á bensín og olíu en hækkun bensínsverði að undaförnu þýðir í það minnsta 660 milljóna króna aukningu á virðisaukaskattstekjum af eldsneyti. Á heimasíðu Neytendasamtakanna krefjast samtökin þess að ríkið lækki álögur sínar á eldsneyti en þær eru hærri en almennt gerist í löndunum í kringum okkur. 18.4.2006 21:36 Framkvæmdum við Sundabraut sjálfhætt eða ekki Ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, um Sundabrautina eru óábyrg og kaldar kveðjur til Reykvíkinga að mati Framsóknar og Samfylkingar. Vilhjálmur segist aðeins hafa verið að greina frá staðreyndum málsins. 18.4.2006 20:32 Meirihlutinn á Akureyri fallinn skv. skoðanakönnun Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir NFS. Sjálfstæðismenn halda sínu fylgi en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum þriðjungi af fylgi sínu. 18.4.2006 19:13 Ungt fólk bjartsýnt á framtíðina Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa bjartsýnt á framtíðarhorfur sínar í heimi hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera á dögunum. Liðlega átta af hverjum tíu hugnast betur að starfa hjá einkafyrirtæki en hinu opinbera og þá eru jeppar og einkaþotur þau farartæki sem ungmennum hugnast einna best. 18.4.2006 19:00 Vill fíkniefnahund og gegnumlýsingartæki Forstöðumaður Litla-Hrauns segir vonlaust fyrir fangaverði að koma í veg fyrir að fíkniefni komist inn í fangelsið. Hann vill fá gegnumlýsingartæki og fíkniefnahund. 18.4.2006 19:00 Hafa náð meira af amfetamíni nú en allt árið í fyrra Lögregla hefur, það sem af er ársins, lagt hald á meira magn af amfetamíni heldur en allt árið í fyrra. Einn Íslendinganna þriggja, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls, kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. 18.4.2006 18:45 Skúli skipaður sóknarprestur í Keflavík Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað séra Skúla Sigurð Ólafsson í embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli. Biskup Íslands mælti með Skúla eftir að valnefnd prestakallsins klofnaði í málinu. Hópur sóknarbarna stóð í síðustu viku fyrir undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að dómsmálaráðherra skipaði séra Sigfús B. Ingvarsson í embættið. 18.4.2006 18:35 Bresku hermannatjaldi slegið upp í Nauthólsvík Listinni eru engin takmörk sett og það á einnig við um staðsetningu. Breskt hermannatjald er að rísa í Nauthólsvík en það mun hýsa nýja leiksýningu sem frumsýnd verður bráðlega. 18.4.2006 17:30 Tveggja prósenta lækkun úrvalsvísitölu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um rúm tvö prósent í dag. Mest varð lækkunin á hlutabréfum í FL Group, tæp fimm prósent. Hlutabréf í Landsbankanum lækkuðu næst mest, eða um rúm fjögur prósent. 18.4.2006 16:57 Hægt að tapa á að kaupa ódýrari orku Fólk getur tapað peningum á því að færa viðskipti sín frá einu raforkufyrirtæki til annars þrátt fyrir að fyrirtækið sem fólk flytur sig til rukki lægra verð fyrir orkuna. 18.4.2006 16:37 Fannst látinn Ungi maðurinn, sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir í morgunn fannst látinn fyrr í dag. Mannsins hafði verið saknað frá því gærnótt. Lát hans bar ekki að með saknæmum hætti. 18.4.2006 16:30 Mikil vonbrigði með samningafundinn Fyrsti samningafundur milli samninganefnda Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu olli forsvarsmönnum ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilin miklum vonbrigðum. Fundinum lauk um klukkan fjögur. Álfheiður Bjarnadóttir, talskona ófaglærðra, segir að samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu hafi ekki haft neitt nýtt fram að færa. 18.4.2006 16:25 Hótanir gegn Írönum halda olíuverði uppi Olíuverð lækkar á ný ef vesturveldin hætta harðlínutali sínu gagnvart Írönum segir Edmund Daukoru, forseti OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, í dag. Hann sagði að spennan milli Ísraela og Palestínumanna bætti ekki heldur úr skák. 18.4.2006 16:07 Borgarafundur á Akureyri á NFS Í kvöld stendur NFS fyrir borgarafundi í beinni útsendingu frá Akureyri. Í þættinum verða birt úrslit nýrrar skoðanakönnunar NFS um fylgi framboða til bæjarstjórnar Akureyrar í kosningunum í vor. Þetta er þriðji borgarafundurinn sem NFS stendur fyrir, en áður hafa verið fundir á Akranesi og í Árborg. 18.4.2006 15:57 Stefna í fremstu röð í fiskeldi Samherji ætlar sér að verða í fremstu röð í lúðueldi og þorskeldi og setur stefnuna á að ná meira en helmings markaðshlutdeild í eldisbleikju. Þessu greindi forstjóri Samherja frá þegar tilkynnt var um stuðning stjórnvalda við fiskeldi í dag. 18.4.2006 15:09 TF-Sif á leið til Noregs Björgunarþyrlan TF-Sif er nú á leið til Stavanger í Noregi þar sem vélin fer í skoðun og endurbætur. Ráðgert er að fullgilda ýmsan búnað í vélinni og betrumbæta. Endurbætur verða á fjarskipta- og tölvubúnaði þyrlunnar og þá verður aðstaða fyrir áhöfn einnig bætt. 18.4.2006 15:05 Vonast til að leysa kjaradeiluna sem fyrst Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sitja nú á fundi í húsakynnum Eflingar, vegna kjarabaráttu starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þetta er fyrsti formlegi samningafundurinn en ekki er talið að boðið verði upp á tilteknar launahækkanir á fundinum. Vonir standa þó til að kjaradeila ófaglærðra leysist áður en til aðgerða kemur í næstu viku. 18.4.2006 14:54 Segja heimastjórn Palestínumanna bera ábyrgðina Ísraelar segja heimastjórn Palestínumanna, undir forystu Hamas-samtakanna, bera ábyrgð á sjálfsvígsárás sem varð níu manns að bana í Tel Aviv í gær. Herforingjar vilja svara með árás á heimastjórnarsvæðið. Hamas-liðar hafa ekki viljað fordæma árásina í gær og segja hana réttmæta sjálfsvörn. 18.4.2006 14:47 Öll heimili fá 1000 kr. til bókakaupa Vika bókarinnar hefst á morgun. Að því tilefni hleypir Félag íslenskra bókaútgefenda í félagi við bóksala og Glitni af stokkunum átakinu Þjóðargjöfin þar sem öll íslensk heimili fá senda ávísun að andvirði 1.000 krónur til bókakaupa. 18.4.2006 14:41 Sandstormur í Peking Um það bil þrjú hundruð og þrjátíu þúsund tonn af sandi skullu á Peking, höfuðborg Kína, í gær en mikill sandstormur geisaði þar í sólarhring. Íbúar vöknuðu því upp við vondan draum í gær þegar þeir áttuðu sig á því að bílar þeirra voru þaktir sandi auk þess sem hann huldi götur Peking. 18.4.2006 14:09 Ætti Seðlabankinn að hætta að eltast við húsnæðisverð? Fjármálaráðgjafi segir að verðbólgan væri undir markmiðum Seðlabankans ef bankinn hætti að eltast við húsnæðisverð í viðmiðunum sínum. Hann efast um að kauphækkanir myndu auka enn við verðbólguna. 18.4.2006 13:45 Nokkur afskipti af samkvæmum í heimahúsum Nokkuð bar á samkvæmum í heimahúsum í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði um Páskahelgina og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum þeirra vegna hávaða. Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og alls voru 77 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðann akstur. 18.4.2006 13:17 Landhelgisgæslan leigir tvær þyrlur Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í morgun um að leigja tvær sambærilegar þyrlur til Landhelgisgæslunnar og hún hefur nú til umráða. Í tilkynningu frá dómsmálaráðherra segir að starfsfólki Landhelgisgæslunnar verði fjölgað þannig að unnt verði að reka fleiri þyrlur og halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn. 18.4.2006 13:14 Framsókn furðar sig á ummælum um Sundabraut Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lýsir furðu sinni á ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni í Fréttablaðinu í dag um að framkvæmdum við Sundabraut sé sjálfhætt í bili vegna stöðu efnahagsmála. 18.4.2006 12:59 Hesta og gæludýrakeppni hjá Íshestum á sumardaginn fyrsta Íshestar standa fyrir hesta og gæludýrakeppni sumardaginn fyrsta í höfuðstöðvum Íshesta í Hafnafirði. Framkvæmd á skemmti- og hátíðardagskrá þennan dag er í höndum Önnu Marínar Kristjánsdóttur fagmanns á sviði hunda og hesta. Dagskráin er með nokkuð hefðbundnu sniði eins og fyrri ár, þ.e.fjölbreytt fjölskyldudagskrá þar sem ýmislegt er í boði, en gaman er að segja frá því að í fyrsta skipti á Íslandi verður haldinn almenn gæludýrakeppni. 18.4.2006 12:50 66 urðu að endurgreiða tryggingafélögum 66 ökumenn þurftu að greiða samanlagt tuttugu milljónir króna til tryggingarfélaganna á síðasta ári vegna tjóns sem þeir ollu í umferðinni. 18.4.2006 12:45 Einn Íslendinganna aðili að öðru stóru fíkniefnamáli Einn Íslendinganna þriggja sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. 18.4.2006 12:30 Ríkisstjórnin grípur ekki til aðgerða gegn verðbólgunni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki ætla að grípa til sértækra aðgerða gegn verðbólgu. Þetta sagði hann í samtali við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist eiga von á því að verðbólguskotið gangi fljótt yfir. 18.4.2006 12:26 Skýlaus krafa að hækka lægstu launin Launahækkun til handa þeim lægstlaunuðu verður að vera skýlaus krafa við endurskoðun kjarasamninga í haust segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir fólkið á lægstu laununum hafa setið illilega eftir í launaþróun síðustu ára. 18.4.2006 12:15 Ekki talið að boðið verði upp á launahækkanir Fyrsti formlegi samningafundurinn milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum, verður í dag. Ekki er talið að boðið verði upp á tilteknar launahækkanir á fundinum en vonir standa þó til að kjaradeila ófaglærðra leysist áður en til aðgerða kemur í næstu viku. 18.4.2006 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Alþjóðlegir hestadagar í Skagafirði Alþjóðlegir hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun sumardaginn fyrsta með reiðkennslusýningu Hólaskóla. Þessi hátíð er haldin ár hvert og dregur að sér mikið af áhorfendum innlendum sem erlendum. Boðið verður uppá fræðsluerindi, kynbótasýningar, töltkeppni og svo er markaðsdagur í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Hestadagarnir standa yfir dagana 20 – 23 apríl. 19.4.2006 11:46
Gísli verður bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokks Gísli S. Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, verður bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, í bæjarstjórnarkosningum á Akranesi í vor. 19.4.2006 10:43
Pyntaður til að bendla aðra við árásir Indónesískur öfgamaður, sem bíður aftöku fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásunum á Balí 2002, segir að hann hafi verið pyntaður til að bendla Abu Bakar Bashir, andlegan leiðtoga íslömsku öfgasamtakanna Jemaah Islamia, við árásirnar. 19.4.2006 09:00
Gætu neyðst til að loka herstöð Bakiyev, forseti Kirgistan, segir að svo geti farið að stjórnvöld þar í landi neyðist til að loka herstöð Bandaríkjamanna þar ef stjórnvöld í Washington vilji ekki semja á ný um leigugreiðslur fyrir það landstæði sem stöðin stendur á. 19.4.2006 08:45
Mótmælendur fylgja Kínaforseta hvert fótmál Fjögurra daga opinber heimsókn Hu Jintaos, forseta Kína, til Bandaríkjanna hófst í gær. Forsetinn snæddi þá kvöldverð með stofnanda Microsoft. Í dag mun hann svo funda með Bandaríkjaforseta. Mótmælendur fylgja Kínaforseta hvert fótmál. 19.4.2006 08:30
Sláturhús Hellu hf. kaupir 50% hlut í Betra landi ehf. Sláturhús Hellu hf. hefur keypt 50% hlut í Betra landi ehf. en gengið var frá kaupsamningu um Páskana. Fyrirtækin höfðu áður þróað með sér samstarf sem leiddi til þess að Sláturhúsið Hellu hf. ákvað að gerast hluthafi að Betra landi ehf. 19.4.2006 08:15
Greiðfært á Suður- og Vesturlandi Greiðfært er á þjóðvegum á Suður- og Vesturlandi. Hálkublettir eru víða á Vestfjörðum og snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Þá eru einnig hálkublettir víða á Norðurlandi og snjóþekja á Öxnadalsheiði og Lágheiði. Hálka er víða á Austurlandi. 19.4.2006 08:14
Kona nýr forsætisráðherra Suður-Kóreu Þing Suður Kóreu valdi í morgun í fyrsta sinn konu í embætti forsætisráðherra landsins. Han Myeong-sook hlaut 182 atkvæði af 259 en Roh Moo-hyun, forseti Suður Kóreu, útnefndi hana í embættið. 19.4.2006 07:30
Al-Qaida á ferð um Balkanskaga Íslamskir öfgamenn, með tengsl við Al-Qaida, hafa ferðast fram og aftur yfir Balkanskagann í meira en fimmtán ár. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu um grunaða íslamska hryðjuverkamenn í Bosníu. 19.4.2006 07:30
Forseti Kína í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna Fjögurra daga opinber heimsókn Hu Jintaos, forseta Kína, til Bandaríkjanna hófst í gær. Forsetinn átti meðal annars fund með Bill Gates, stofnanda Microsoft, og snæddi síðan með honum kvöldverð. 19.4.2006 07:15
Lækka leikskólagjöld um 20% Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í gær að lækka leikskólagjöld í leikskólum bæjarins um 20 prósent. Lækkunin tekur gildi 1. maí næstkomandi. 19.4.2006 07:00
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tapa fylgi á Akureyri Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir NFS. Sjálfstæðismenn halda sínu fylgi, mælast með 36,5% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum þriðjungi af fylgi sínu. 19.4.2006 06:50
Lundinn kominn til Eyja Lundinn er kominn til Vestmannaeyja en fjórum dögum seinna en í fyrra. Fréttavefurinn Suðurland.is greinir frá því að sést hafi til lunda í Heimaey síðdegis í gær. Stífar norðanáttir og hár loftþrýstingur tafði lundann á för sinni en hann kemur yfirleitt til Eyja á milli tíunda og tuttugasta apríl hvert ár. 19.4.2006 06:10
Bíti á jaxlinn, bölvi í hljóði og beiti oddinum fast Guðni Ágústsson, varafomaður Framsóknarflokksins, segir skoðanakannanir sýna grafalvarlega stöðu flokksins, en nú síðast í kvöld sýndi skoðanakönnun á Akureyri að flokkurinn myndi tapa tveimur af þremur bæjarfulltrúum sínum þar ef kosið yrði nú. Hann hvetur framsóknarmenn til að bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og beita oddinum fast næstu vikur. 18.4.2006 22:45
Leikskólagjöld lækkuð í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í dag að lækka leikskólagjöld í leikskólum bæjarins um um það bil 20 prósent. Lækkunin tekur gildi frá 1. maí næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bænum að dvalarkostnaður fyrir hvert barn á almennum gjöldum lækki um ríflega 70 þúsund krónur miðað við 11 mánuði ári. 18.4.2006 22:09
Ríkið lækki álögur á bensíni Neytendasamtökin vilja að ríkið lækki álögur sínar á bensín og olíu en hækkun bensínsverði að undaförnu þýðir í það minnsta 660 milljóna króna aukningu á virðisaukaskattstekjum af eldsneyti. Á heimasíðu Neytendasamtakanna krefjast samtökin þess að ríkið lækki álögur sínar á eldsneyti en þær eru hærri en almennt gerist í löndunum í kringum okkur. 18.4.2006 21:36
Framkvæmdum við Sundabraut sjálfhætt eða ekki Ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, um Sundabrautina eru óábyrg og kaldar kveðjur til Reykvíkinga að mati Framsóknar og Samfylkingar. Vilhjálmur segist aðeins hafa verið að greina frá staðreyndum málsins. 18.4.2006 20:32
Meirihlutinn á Akureyri fallinn skv. skoðanakönnun Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir NFS. Sjálfstæðismenn halda sínu fylgi en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum þriðjungi af fylgi sínu. 18.4.2006 19:13
Ungt fólk bjartsýnt á framtíðina Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa bjartsýnt á framtíðarhorfur sínar í heimi hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera á dögunum. Liðlega átta af hverjum tíu hugnast betur að starfa hjá einkafyrirtæki en hinu opinbera og þá eru jeppar og einkaþotur þau farartæki sem ungmennum hugnast einna best. 18.4.2006 19:00
Vill fíkniefnahund og gegnumlýsingartæki Forstöðumaður Litla-Hrauns segir vonlaust fyrir fangaverði að koma í veg fyrir að fíkniefni komist inn í fangelsið. Hann vill fá gegnumlýsingartæki og fíkniefnahund. 18.4.2006 19:00
Hafa náð meira af amfetamíni nú en allt árið í fyrra Lögregla hefur, það sem af er ársins, lagt hald á meira magn af amfetamíni heldur en allt árið í fyrra. Einn Íslendinganna þriggja, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls, kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. 18.4.2006 18:45
Skúli skipaður sóknarprestur í Keflavík Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað séra Skúla Sigurð Ólafsson í embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli. Biskup Íslands mælti með Skúla eftir að valnefnd prestakallsins klofnaði í málinu. Hópur sóknarbarna stóð í síðustu viku fyrir undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að dómsmálaráðherra skipaði séra Sigfús B. Ingvarsson í embættið. 18.4.2006 18:35
Bresku hermannatjaldi slegið upp í Nauthólsvík Listinni eru engin takmörk sett og það á einnig við um staðsetningu. Breskt hermannatjald er að rísa í Nauthólsvík en það mun hýsa nýja leiksýningu sem frumsýnd verður bráðlega. 18.4.2006 17:30
Tveggja prósenta lækkun úrvalsvísitölu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um rúm tvö prósent í dag. Mest varð lækkunin á hlutabréfum í FL Group, tæp fimm prósent. Hlutabréf í Landsbankanum lækkuðu næst mest, eða um rúm fjögur prósent. 18.4.2006 16:57
Hægt að tapa á að kaupa ódýrari orku Fólk getur tapað peningum á því að færa viðskipti sín frá einu raforkufyrirtæki til annars þrátt fyrir að fyrirtækið sem fólk flytur sig til rukki lægra verð fyrir orkuna. 18.4.2006 16:37
Fannst látinn Ungi maðurinn, sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir í morgunn fannst látinn fyrr í dag. Mannsins hafði verið saknað frá því gærnótt. Lát hans bar ekki að með saknæmum hætti. 18.4.2006 16:30
Mikil vonbrigði með samningafundinn Fyrsti samningafundur milli samninganefnda Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu olli forsvarsmönnum ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilin miklum vonbrigðum. Fundinum lauk um klukkan fjögur. Álfheiður Bjarnadóttir, talskona ófaglærðra, segir að samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu hafi ekki haft neitt nýtt fram að færa. 18.4.2006 16:25
Hótanir gegn Írönum halda olíuverði uppi Olíuverð lækkar á ný ef vesturveldin hætta harðlínutali sínu gagnvart Írönum segir Edmund Daukoru, forseti OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, í dag. Hann sagði að spennan milli Ísraela og Palestínumanna bætti ekki heldur úr skák. 18.4.2006 16:07
Borgarafundur á Akureyri á NFS Í kvöld stendur NFS fyrir borgarafundi í beinni útsendingu frá Akureyri. Í þættinum verða birt úrslit nýrrar skoðanakönnunar NFS um fylgi framboða til bæjarstjórnar Akureyrar í kosningunum í vor. Þetta er þriðji borgarafundurinn sem NFS stendur fyrir, en áður hafa verið fundir á Akranesi og í Árborg. 18.4.2006 15:57
Stefna í fremstu röð í fiskeldi Samherji ætlar sér að verða í fremstu röð í lúðueldi og þorskeldi og setur stefnuna á að ná meira en helmings markaðshlutdeild í eldisbleikju. Þessu greindi forstjóri Samherja frá þegar tilkynnt var um stuðning stjórnvalda við fiskeldi í dag. 18.4.2006 15:09
TF-Sif á leið til Noregs Björgunarþyrlan TF-Sif er nú á leið til Stavanger í Noregi þar sem vélin fer í skoðun og endurbætur. Ráðgert er að fullgilda ýmsan búnað í vélinni og betrumbæta. Endurbætur verða á fjarskipta- og tölvubúnaði þyrlunnar og þá verður aðstaða fyrir áhöfn einnig bætt. 18.4.2006 15:05
Vonast til að leysa kjaradeiluna sem fyrst Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sitja nú á fundi í húsakynnum Eflingar, vegna kjarabaráttu starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þetta er fyrsti formlegi samningafundurinn en ekki er talið að boðið verði upp á tilteknar launahækkanir á fundinum. Vonir standa þó til að kjaradeila ófaglærðra leysist áður en til aðgerða kemur í næstu viku. 18.4.2006 14:54
Segja heimastjórn Palestínumanna bera ábyrgðina Ísraelar segja heimastjórn Palestínumanna, undir forystu Hamas-samtakanna, bera ábyrgð á sjálfsvígsárás sem varð níu manns að bana í Tel Aviv í gær. Herforingjar vilja svara með árás á heimastjórnarsvæðið. Hamas-liðar hafa ekki viljað fordæma árásina í gær og segja hana réttmæta sjálfsvörn. 18.4.2006 14:47
Öll heimili fá 1000 kr. til bókakaupa Vika bókarinnar hefst á morgun. Að því tilefni hleypir Félag íslenskra bókaútgefenda í félagi við bóksala og Glitni af stokkunum átakinu Þjóðargjöfin þar sem öll íslensk heimili fá senda ávísun að andvirði 1.000 krónur til bókakaupa. 18.4.2006 14:41
Sandstormur í Peking Um það bil þrjú hundruð og þrjátíu þúsund tonn af sandi skullu á Peking, höfuðborg Kína, í gær en mikill sandstormur geisaði þar í sólarhring. Íbúar vöknuðu því upp við vondan draum í gær þegar þeir áttuðu sig á því að bílar þeirra voru þaktir sandi auk þess sem hann huldi götur Peking. 18.4.2006 14:09
Ætti Seðlabankinn að hætta að eltast við húsnæðisverð? Fjármálaráðgjafi segir að verðbólgan væri undir markmiðum Seðlabankans ef bankinn hætti að eltast við húsnæðisverð í viðmiðunum sínum. Hann efast um að kauphækkanir myndu auka enn við verðbólguna. 18.4.2006 13:45
Nokkur afskipti af samkvæmum í heimahúsum Nokkuð bar á samkvæmum í heimahúsum í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði um Páskahelgina og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum þeirra vegna hávaða. Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og alls voru 77 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðann akstur. 18.4.2006 13:17
Landhelgisgæslan leigir tvær þyrlur Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í morgun um að leigja tvær sambærilegar þyrlur til Landhelgisgæslunnar og hún hefur nú til umráða. Í tilkynningu frá dómsmálaráðherra segir að starfsfólki Landhelgisgæslunnar verði fjölgað þannig að unnt verði að reka fleiri þyrlur og halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn. 18.4.2006 13:14
Framsókn furðar sig á ummælum um Sundabraut Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lýsir furðu sinni á ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni í Fréttablaðinu í dag um að framkvæmdum við Sundabraut sé sjálfhætt í bili vegna stöðu efnahagsmála. 18.4.2006 12:59
Hesta og gæludýrakeppni hjá Íshestum á sumardaginn fyrsta Íshestar standa fyrir hesta og gæludýrakeppni sumardaginn fyrsta í höfuðstöðvum Íshesta í Hafnafirði. Framkvæmd á skemmti- og hátíðardagskrá þennan dag er í höndum Önnu Marínar Kristjánsdóttur fagmanns á sviði hunda og hesta. Dagskráin er með nokkuð hefðbundnu sniði eins og fyrri ár, þ.e.fjölbreytt fjölskyldudagskrá þar sem ýmislegt er í boði, en gaman er að segja frá því að í fyrsta skipti á Íslandi verður haldinn almenn gæludýrakeppni. 18.4.2006 12:50
66 urðu að endurgreiða tryggingafélögum 66 ökumenn þurftu að greiða samanlagt tuttugu milljónir króna til tryggingarfélaganna á síðasta ári vegna tjóns sem þeir ollu í umferðinni. 18.4.2006 12:45
Einn Íslendinganna aðili að öðru stóru fíkniefnamáli Einn Íslendinganna þriggja sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. 18.4.2006 12:30
Ríkisstjórnin grípur ekki til aðgerða gegn verðbólgunni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki ætla að grípa til sértækra aðgerða gegn verðbólgu. Þetta sagði hann í samtali við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist eiga von á því að verðbólguskotið gangi fljótt yfir. 18.4.2006 12:26
Skýlaus krafa að hækka lægstu launin Launahækkun til handa þeim lægstlaunuðu verður að vera skýlaus krafa við endurskoðun kjarasamninga í haust segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir fólkið á lægstu laununum hafa setið illilega eftir í launaþróun síðustu ára. 18.4.2006 12:15
Ekki talið að boðið verði upp á launahækkanir Fyrsti formlegi samningafundurinn milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum, verður í dag. Ekki er talið að boðið verði upp á tilteknar launahækkanir á fundinum en vonir standa þó til að kjaradeila ófaglærðra leysist áður en til aðgerða kemur í næstu viku. 18.4.2006 12:00