Erlent

Sandstormur í Peking

Borgarstarfsmenn þrífa sand af byggingu í Peking í dag.
Borgarstarfsmenn þrífa sand af byggingu í Peking í dag. MYND/AP

Um það bil þrjú hundruð og þrjátíu þúsund tonn af sandi skullu á Peking, höfuðborg Kína, í gær en mikill sandstormur geisaði þar í sólarhring. Íbúar vöknuðu því upp við vondan draum í gær þegar þeir áttuðu sig á því að bílar þeirra voru þaktir sandi auk þess sem hann huldi götur Peking. Helstu ástæður eru sagðar mikil stormur sem feykir sandi frá Mongólíu auk þess sem útblástur bifreiða og svifrik hjálpa ekki til.

Einn lét lífið í sandstormi í Xinjian-héraði í síðustu viku og mörg þúsund Kínverjar voru strandaglópar þar vegna þess að sandur huldi lestarspor og stöðvaði þá samgönguleið. Sandstormar eru algengir í Peking á vorin og er óttast að annar skelli á síðar í dag og svo aftur um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×