Fleiri fréttir

Aukið eftirlit í New York

Lögreglan í New York í Bandaríkjunum hefur enn aukið eftirlit til að herða á baráttunni gegn glæpum og hryðjuverkum í borginni. Búið er að koma fyrir eftirlitsmyndavélum með aðdráttarlinsum á fjölmörgum ljósastaurum. Lögregla í borginni segir að hægt verði að koma fyrir mörg hundruð vélum til viðbótar ef aukafjárveiting að jafnvirði rúmra sex milljarða íslenskra króna fáist frá ríkinu.

Fjölmargra saknað eftir að ferja sökk

Fjölmargra er saknað eftir að farþegaferja með allt að hundrað farþega sökk undan austurströnd Indónesíu í gærkvöld. Slæmt var í sjóinn á svæðinu. Í febrúar fórust 40 manns þegar ferja sökk á þeim stað þar sem slysið varð í gær.

Hætt við sölu Ölgerðarinnar

Ekkert verður af fyrirhugaðri sölu Ölgerðarinnar og innflutningsfyrirtækisins Danóls þar sem tilboð reyndust ekki ásættanleg að mati eigenda. Þegar fyrirtækin voru sett í söluferli í lok febrúar var tekið fram af hálfu eigenda að þau yrðu seld saman eða hvort í sínu lagi, að því gefnu að ásættanlegt verð fengist.

Viðræður hefjast í dag

Viðræður um kjör ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra hefjast síðdegis í dag. Starfsmennirnir hafa tvisvar gripið til setuverkfalla á undanförnum vikum vegna óánægju með kjör sín.

Braust inn í sex bíla

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri í nótt eftir að hann hafði brotist inn í sex bíla í bænum. Maðurinn hafði einhverja smámynt upp úr krafsinu.

Stuðningmenn forseta Tsjad láta í sér heyra

Stuðningsmenn Idriss Deby, forseta Tsjad, söfnuðust saman á götum höfuðborgar landsins í gær en rétt um hálfur mánuður eru í kosningar þar í landi. Uppreisnarmenn reyndu í síðustu viku að velta forsetanum úr sessi en hann hefur verið við völd í 16 ár.

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur

Karlmaður var handtekinn á þriðja tímanum í nótt fyrir tilraun til innbrots í tölvuverslun í Álfheimum. Lögreglumenn komu að honum þar sem hann var að reyna að spenna hurðina upp. Þjófurinn fékk að gista fangageymslur lögreglunnar í nótt og verður yfirheyrður í dag.

Sinueldar í Hafnarfirði

Tveir sinueldar voru kveiktir í Áslandi í Hafnarfirði í nótt. Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru eldarnir minniháttar og voru þeir slökktir á skömmum tíma.

57 létust í rútuslysi í Mexíkó

57 manns biðu bana þegar rúta ók út af fjallvegi í Mexíkó í gær. 60 farþegar voru í rútunni sem var aðeins með sæti fyrir 46 manns. Allir hinna látnu voru mexíkóskir ríkisborgarar á leið heim úr páskafríi í vesturhluta landsins.

Hamas-liðar varaðir við að verja hryðjuverk

Bandarísk stjórnvöld hafa varað Hamas-hreyfinguna við því að verja hryðjuverk. Formælandi samtakanna sagði í gær að sjálfsvígsárás í Tel Aviv í Ísrael í gær hefði verið lögmæt sjálfsvörn.

15 lík finnast í úthverfum Bagdad

15 lík fundust á tveimur stöðum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. 12 líkanna fundust í í suður hluta borgarinnar og þrjú í hverfi sjía-múslima. Að sögn lögreglu var fólkið handjárnað og síðan skotið til bana. Mörg hundruð múslimar hafa fallið eða særst í átökum í Írak síðustu vikur en upp úr sauð þegar einn mesti helgidómur sjía var sprengdur í loft upp í Samarra-borg í febrúar.

Olíuverð í sögulegu hámarki

Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær og var rúmir 70 dalir á tunnu. Ástæðan er sögð meðal annars kjarnorkudeila vesturveldanna við Írana.

Flugskeytaárás á Gaza-borg

17 ára Palestínumaður beið bana þegar Ísraelsher gerði flugskeytaárás á bæinn Beit Lahiya í gærkvöldi. Herinn gerði einnig árás á meintar bækistöðvar palestínskra vígamanna í Gaza-borg, en að sögn talsmanns palestínskra yfirvalda féll enginn í þeirri árás.

Flóðin hvergi í rénun

Vatnsborð Dónár hélt áfram að hækka í dag, íbúum á vatnasvæði hennar til enn frekara angurs og ama. Þá varð að rýma fjölda húsa í Georgíu vegna flóða.

Stóráfallalausir páskar þrátt fyrir hraðakstur

Páskahelgin hefur verið stóráfallalaus og umferðin gengið greiðlega fyrir sig. Umferðin dreifist eitthvað því margir komu heim úr bústöðum og ferðalögum í gær. Einn og einn ökufantur hefur þó látið á sér kræla og stofnað lífi sínu og annarra í stórhættu með ofsaakstri.

Hvalveiðisinnar í meirihluta?

Ríki sem eru hlynnt hvalveiðum hafa náð undirtökunum í Alþjóðahvalveiðiráðinu að mati breska blaðsins Independent. Sjávarútvegsráðherra segist fagna tíðindunum en kveðst þó vonlítill um að Íslendingar muni sækja gull í greipar ráðsins á ársfundi þess í sumar.

Jómfrúarferð Baldurs VIII á Íslandi

Baldur áttundi fór sínar fyrstu ferðir yfir Breiðafjörðinn í dag. Örfáir árrisulir ferðamenn tóku sér far norður yfir fjörðinn en fullbókað var, og biðlisti, frá Brjánslæk. Ferjan hafði tafist út af mótvindi á leið sinni frá Hollandi, þaðan sem hún var keypt en kom loks til Stykkishólms á laugardag.

Hundruð milljóna í endurgreiðslu

Dagsbrún, sem hyggst gefa út fríblað í Danmörku, fær hundruð milljóna króna í endurgreiðslu frá danska ríkinu þar sem notast verður við dönsku póstþjónustuna við dreifingu blaðsins. Ritstjórar þeirra dagblaða, sem nú eru á markaði, eru ekki uppnumdir, en þó sannfærðir um að þeir muni standa af sér íslensku samkeppnina.

Mannskæðasta sjálfsmorðsárásin í rúmt ár

Sextán ára gamall liðsmaður palestínsku samtakanna Heilagt stríð varð í dag níu manns að bana í Tel Aviv í Ísrael. Formælandi Hamas-hreyfingarinnar segir árásina, sem er sú mannskæðasta í rúmt ár, lögmæta sjálfsvörn.

Von á frekari bensínhækkunum

Bensínverð hefur hækkað um nærri þrettán krónur á einum mánuði og er bensínverð í hæstu hæðum og hvergi hærra en hér á landi. Búast má við frekari hækkunum á næstunni hér á landi vegna hækkana á heimsmarkaði.

Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna stórs fíkniefnamáls

Fjórir menn, þrír Íslendingar og einn Hollendingur, voru úrskurðaðir, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í þriggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna eins stærsta fíkniefnamáls sem komið hefur upp hérlendis. Gríðarlegt magn fíkniefna fannst í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík á fimmtudagskvöld.

Fríblað Dagsbrúnar í Danmörku

Dagsbrún, sem hyggst á útgáfu fríblaðs í Danmörku, fær hundruð milljóna króna í endurgreiðslu frá danska ríkinu þar sem notast verður við dönsku póstþjónustuna við að dreifa blaðinu. Ritstjórar þeirra dagblaða, sem nú eru á markaði, eru sannfærðir um að þeir muni standa af sér íslensku samkeppnina.

Viðbygging við stjórnarráðið

Hugmyndir eru uppi um að stækka Stjórnarráðshúsið svo um munar, með byggingu sex hæða húss á milli Bankastrætis og Hverfisgötu.

Björgunarsveitarmenn hætt komnir

Vanir björgunarmenn voru hætt komnir þegar þeir leituðu tveggja manna á Langjökli á föstudaginn langa. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir hjálparsveitir iðulega fá útköll sem rekja má til andvaraleysis fólks, sem leggur illa búið í ferðir um hálendi Íslands.

Fuglinn ekki sýktur af H5N1

Fuglinn sem fannst dauður á Elliðavatni fyrr í mánuðinum var ekki sýktur með hinu mannskæða H5N1 afbrigði fuglaflensu. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem fram fór í Svíþjóð. Fuglinn fannst dauður í Elliðaárdal þann 8. apríl og ástæða þótti til sýnatöku og frekari rannsóknar.

Dagsbrún fær 730 milljóna endurgreiðslu frá danska ríkinu

Dagsbrún, sem hyggur á útgáfu fríblaðs í Danmörku, fær um 730 milljónir íslenskra króna endurgreiðslu frá danska ríkinu þar sem notast verður við dönsku póstþjónustuna við að dreifa blaðinu. Ritstjórar þeirra dagblaða sem nú eru á markaði segja ljóst að þeir munu þurfa að gera breytingar á blöðunum til að standa af sér íslenskættuðu samkeppnina.

Sex látnir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Tel Aviv

Í það minnsta sex manns létust og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsprengjuárás í Tel Aviv í Ísrael í morgun. Að því er Reuters-fréttastofan hermir sprengdi meðlimur í palenstínsku Al-Aksa-herdeildunum sprengjuna við skyndibitastað nærri fjölfarinni umferðarmiðstöð.

Hvalveiðisinnar í meirihluta Alþjóðahvalveiðiráðsins

Hvalveiðisinnar eru komnir í meirihluta Alþjóðahvalveiðiráðsins að mati breska blaðsins Independent. Þessi breytta staða er árangur margra ára starfs Japana en Íslendingar og Norðmenn hafa einnig komið þar við sögu.

Heimsmarkaðsverð á olíu komið upp í 70 dali

Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er komið upp í sjötíu dali og hefur ekki verið hærra í átta mánuði. Ófriðurinn í Írak og óvissan um framleiðslu í Íran vegna kjarnorkuáætlunar klerkastjórnarinnar eru á meðal ástæðna fyrir hækkuninni.

30 særðust í sprengingu í Istanbúl

Þrjátíu manns særðust, þar af tveir alvarlega, í sprengingu í úthverfi Istanbúl í Tyrklandi í gær. Lögregla telur að öflugri handsprengju hafi verið komið fyrir í ruslafötu og hún sprungið með þessum afleiðingum.

Maður henti sér í höfnina

Maður henti sér í höfnina í Reykjavík um klukkan þrjú í nótt. Hann var ölvaður og sagðist hafa fengið nóg af lífinu. Honum fannst sjórinn hins vegar mjög kaldur og hætti snögglega við þegar ofan í var komið og fór upp úr aftur.

Hafa órækar sannanir fyrir fjöldamorðum Saddams

Írakskir saksóknarar segjast hafa órækar sannanir fyrir því að Saddam Hussein hafi undirritað skjöl sem tengjast fjöldamorðum á sjíum. Réttarhöld yfir einræðisherranum fyrrverandi hófust á ný í morgun.

Engin böll á annan í páskum

Stórir dansleikir, sem siður var að halda á aðfaranótt annars í páskum, heyra sögunni til. Þetta kemur til af því að aðfaranótt páskadags er ekki jafnheilög og hún var. Nú má veita áfengi til klukkan þrjú allar nætur páskafrísins nema á föstudaginn langa og því dreifist dansgleði landsmanna meira en áður.

Opið á páskadag

Engin ástæða er til að örvænta þó að gleymst hafi að kaupa í páskamatinn eða þótt páskaeggið hafi ekki verið á sínum stað í morgun. Nú er nefnilega hægt að skjótast í búð og ná í sveppi í sósuna eða ís í eftirrétt, þó að í dag sé einn helgasti dagur kirkjualmanaksins.

Um verðbólguskot að ræða ekki verðbólguskeið

Aflýsa þarf stóriðjuframkvæmdum og skattalækkunum ríkisstjórnarinnar ef halda á verðbólgu í skefjum á næstu misserum. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Hún segir að á Íslandi sé komið verðbólguskeið en ekki skot.

Íranar styðja heimastjórnina

Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að styrkja heimastjórn Palestínu um tæpa fjóra milljarða króna. Íranar feta þar með í fótspor Rússa, sem tilkynntu í gær að þeir myndu veita heimastjórninni rekstrarfé.

Þarf lítið til að gleðja

Félagar í Rótarýklúbbi Reykjavíkur héldu í dag til Afríku en þar ætla þeir að styrkja ýmis verkefni eins og bólusetningu og fræðslu barna.

Blóðbað í Írak

Tugir létust og enn fleiri slösuðust í fjölmörgum árásum í Írak á páskadag. Hinn kristni minnihluti íröksku þjóðarinnar gerði þó sitt besta til að halda daginn hátíðlegan.

Risarisarækjufyrirtæki í burðarliðnum?

Áætlanir um að koma á fót eldi á risarækju í krafti jarðvarma á Íslandi í samvinnu við nýsjálenskt fyrirtæki eru langt á veg komnar. Tilraunir hafa gefist mjög vel og gangi allt eftir verður hér til risafyrirtæki innan skamms sem áætlað er að velti hundruðum milljóna króna.

Víða hátíðarguðþjónustur í dag

Hátíðarguðsþjónustur voru víða í kirkjum landsins í dag, páskadag. Páskarnir eru ein af helstu hátíðum kristinna manna en í dag er upprisu Jesú Krists minnst.

30 slösuðust í sprengjuárás í Istanbúl

Þrjátíu slösuðust í sprengjuárás í úthverfi Istanbúl í Tyrklandi í dag. Sprengju hafð verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir framan verslunarhverfi nærri alþjóðaflugvellinum. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu.

Hátíðin á enda

Hátíðin Aldrei fór ég suður sem haldin var í þriðja sinn á Ísafirði um helgina er á enda. Hátíðin tókst með afburðum vel að mati aðstandenda en talið er að allt að þrjú þúsund ferðamenn hafi verið í bænum þegar mest var.

Gauksi kominn aftur heim

Fagnaðarfundir urðu á lögreglustöðinni í Keflavík rétt fyrir þrjú þegar eigandi dísarpáfagauks sem villst hafði að heiman vitjaði fuglsins hjá lögreglunni. Eigandinn kom með búr fuglsins, - og gauksfrúin fékk að koma með.

Aldrei fór ég suður gengur vel

Hátíðin Aldrei fór ég suður hefur gengið vel, en henni lýkur í dag. Að sögn lögreglunnar hafa skemmtanahöld gengið vel og engin stórmál komið upp. Einn maður var tekinn með hálft gramm af hassi á hátíðinni, en honum sleppt eftir yfirheyrslur og verður hann líklega sektaður. Hassið fannst við hefðbundið eftirlit.

Sjá næstu 50 fréttir