Innlent

Borgarafundur á Akureyri á NFS

Í kvöld stendur NFS fyrir borgarafundi í beinni útsendingu frá Akureyri. Í þættinum verða birt úrslit nýrrar skoðanakönnunar NFS um fylgi framboða til bæjarstjórnar Akureyrar í kosningunum í vor. Þetta er þriðji borgarafundurinn sem NFS stendur fyrir, en áður hafa verið fundir á Akranesi og í Árborg. Á báðum stöðum komu fram mikil tíðindi um fylgi framboðanna og ríkir því nokkur spenna um niðurstöðuna á Akureyri. Niðurstaðan verður kynnt í upphafi fundarins í beinni útsendingu skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld á NFS og Stöð tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×