Innlent

Nokkur afskipti af samkvæmum í heimahúsum

Nokkuð bar á samkvæmum í heimahúsum í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði um Páskahelgina og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum þeirra vegna hávaða. Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og alls voru 77 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðann akstur. Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar og teljast málin upplýst. Páskahelgin var annars fremur róleg og stórslysalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×