Innlent

Lundinn kominn til Eyja

Mynd/Vísir

Lundinn er kominn til Vestmannaeyja en fjórum dögum seinna en í fyrra. Fréttavefurinn Suðurland.is greinir frá því að sést hafi til lunda í Heimaey síðdegis í gær. Stífar norðanáttir og hár loftþrýstingur tafði lundann á för sinni en hann kemur yfirleitt til Eyja á milli tíunda og tuttugasta apríl hvert ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×