Innlent

Mikil vonbrigði með samningafundinn

Fyrsti samningafundur milli samninganefnda Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu olli forsvarsmönnum ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilin miklum vonbrigðum. Fundinum lauk um klukkan fjögur. Álfheiður Bjarnadóttir, talskona ófaglærðra, segir að samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu hafi ekki haft neitt nýtt fram að færa. Samninganefndin hefði þó lofað að leggja fram tilboð á næsta fundi, sem boðaður hefur verið næst komandi föstudag, sex dögum áður en ófaglærðir hyggjast hefja viku setuverkfall. Álfheiður segir að ef viðræðurnar og fyrirhugaðar aðgerðir skili ekki árangi, muni mikill fjöldi starfsfólksins segja upp störfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×